Erlendir ferðamenn aðstoðuðu konu eftir slys og tóku upp á myndband Atli Ísleifsson skrifar 16. nóvember 2016 19:40 Auður brýnir fyrir öllum að bílbeltin bjargi mannslífum. Myndir/Facebook-síða auðar „Ég kippi í stýrið, fer á skiltið og þrjár veltur. Sjálf rak ég höfuðið í gluggann sem brotnar og fæ skurð. Síðan fæ ég flösku í andlitið og rek höfuðið í stýrið og man svo ekkert meira. Í myndbandinu er ég öskrandi en ég man ekkert eftir því,“ segir Auður Geirsdóttir sem lenti í bílslysi á Suðurlandsvegi, skammt frá Litlu kaffistofunni í gær. Ferðamenn frá Singapúr voru fyrstir á vettvang og tóku aðkomuna upp á myndband þar sem heyrist í Auði öskrandi í bílnum sem er á hvolfi. Auður segist hafa verið að keyra fyrir aftan vörubíl og mikið slabb og hálka hafi verið á veginum. „Það fór mikið slabb á rúðuna hjá mér svo ég sá mjög lítið. Ég var búinn að vera mjög lengi fyrir aftan bílinn svo ég ákvað að taka fram úr honum. Ég var með rúðuþurrkurnar í botni og færi mig yfir og svo breyttist tvöfaldi vegurinn í einfaldan þannig að ég ók á skilti með þessum afleiðingum.“Hún segist ekki muna eftir mönnunum sem komu að bílnum hennar og tóku upp myndbandið. „Ég man ekkert eftir þeim en ég man eftir tveimur hjúkrunarfræðingum sem einnig áttu leið hjá, hjálpuðu mér út úr bílnum og sinntu mér þarna á staðnum. Ég veit ekkert hvað þær heita en ég er þeim ótrúlega þakklát,“ segir Auður, en sjúkrabíll kom svo á slysstaðinn og flutti hana á Landspítalann. Auður fékk svo símtal í dag þar sem bent var á að myndband hefði verið birt á netinu þar sem sjá mátti hana öskrandi í bíl sínum skömmu eftir slysið. „Ég man ekkert eftir þessum mönnum eða að þeir hafi verið að taka upp. Mér finnst mjög ógnvekjandi að sjá þetta myndband. Ég man ekkert eftir þessu. Mér finnst samt gott að þetta hafi verið tekið upp til að hægt sé að brýna fyrir fólki að fara varlega og vera með bílbelti í umferðinni. Það var samt skrýtið að sjá sjálfa mig í þessu myndbandi. Ég fór að hágráta þegar ég sá það.“ Auður er nú komin heim af sjúkrahúsi þar sem henni eru gefin verkjastillandi lyf. „Mér er samt illt í bakinu og höfðinu en er annars góð. Ég á bara að slaka á næstu daga. Það var vel hugsað um mig á spítalanum og er starfsfólkinu þar ótrúlega þakklát,“ segir Auður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Fleiri fréttir Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Sjá meira
„Ég kippi í stýrið, fer á skiltið og þrjár veltur. Sjálf rak ég höfuðið í gluggann sem brotnar og fæ skurð. Síðan fæ ég flösku í andlitið og rek höfuðið í stýrið og man svo ekkert meira. Í myndbandinu er ég öskrandi en ég man ekkert eftir því,“ segir Auður Geirsdóttir sem lenti í bílslysi á Suðurlandsvegi, skammt frá Litlu kaffistofunni í gær. Ferðamenn frá Singapúr voru fyrstir á vettvang og tóku aðkomuna upp á myndband þar sem heyrist í Auði öskrandi í bílnum sem er á hvolfi. Auður segist hafa verið að keyra fyrir aftan vörubíl og mikið slabb og hálka hafi verið á veginum. „Það fór mikið slabb á rúðuna hjá mér svo ég sá mjög lítið. Ég var búinn að vera mjög lengi fyrir aftan bílinn svo ég ákvað að taka fram úr honum. Ég var með rúðuþurrkurnar í botni og færi mig yfir og svo breyttist tvöfaldi vegurinn í einfaldan þannig að ég ók á skilti með þessum afleiðingum.“Hún segist ekki muna eftir mönnunum sem komu að bílnum hennar og tóku upp myndbandið. „Ég man ekkert eftir þeim en ég man eftir tveimur hjúkrunarfræðingum sem einnig áttu leið hjá, hjálpuðu mér út úr bílnum og sinntu mér þarna á staðnum. Ég veit ekkert hvað þær heita en ég er þeim ótrúlega þakklát,“ segir Auður, en sjúkrabíll kom svo á slysstaðinn og flutti hana á Landspítalann. Auður fékk svo símtal í dag þar sem bent var á að myndband hefði verið birt á netinu þar sem sjá mátti hana öskrandi í bíl sínum skömmu eftir slysið. „Ég man ekkert eftir þessum mönnum eða að þeir hafi verið að taka upp. Mér finnst mjög ógnvekjandi að sjá þetta myndband. Ég man ekkert eftir þessu. Mér finnst samt gott að þetta hafi verið tekið upp til að hægt sé að brýna fyrir fólki að fara varlega og vera með bílbelti í umferðinni. Það var samt skrýtið að sjá sjálfa mig í þessu myndbandi. Ég fór að hágráta þegar ég sá það.“ Auður er nú komin heim af sjúkrahúsi þar sem henni eru gefin verkjastillandi lyf. „Mér er samt illt í bakinu og höfðinu en er annars góð. Ég á bara að slaka á næstu daga. Það var vel hugsað um mig á spítalanum og er starfsfólkinu þar ótrúlega þakklát,“ segir Auður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Fleiri fréttir Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Sjá meira