Verkfalli allra sjómanna frestað Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 23:30 Grindvískir sjómenn frestuðu verkfalli í kvöld. Vísir/vilhelm Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur undirrituðu í kvöld nýjan kjarasamning til tveggja ára. Verkfalli félagsmanns SVG hefur því verið frestað frá og með klukkan 14 í morgun, og hafa þar með öll sjómannafélög frestað verkföllum sínum. „Efni nýs samnings er svipað og Sjómannasambandið skrifaði undir í kvöld, en með nokkrum viðaukum sem samningsaðilar töldu að væri vert að bjóða félagsmönnum að fara með í atkvæðagreiðslu,” segir Einar Hannes Harðarson, formaður SVG. Samið var um sérstaka línuuppbót að fjárhæð 120 þúsund krónum til handa sjómönnum á línubátum, og þá var áréttaður sérstakur forgangur á endurskoðun fjarskiptamála, svo fátt eitt sé nefnt. Einar segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að leysa úr öllum ágreiningsefnum, þá sé það viss áfangasigur að hafa náð að semja um línuuppbótina. „Það sem við vorum mjög ósáttir við í þeim samningum sem Sjómannasambandið gerði var að það kom lítið til línubátasjómanna. Við náðum ákveðnu samkomulagi um það hvernig við myndum ná að leysa það vandamál. Það er einn áfangasigur fyrir okkur í Grindavík. Við erum með marga línubátasjómenn og töldum þetta nauðsynlegt,” segir hann. Kjarasamningurinn fer í atkvæðagreiðslu félagsmanna 14 .desember næstkomandi og ættu niðurstöður að liggja fyrir degi síðar, að sögn Einars. Verkfall sjómanna Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur undirrituðu í kvöld nýjan kjarasamning til tveggja ára. Verkfalli félagsmanns SVG hefur því verið frestað frá og með klukkan 14 í morgun, og hafa þar með öll sjómannafélög frestað verkföllum sínum. „Efni nýs samnings er svipað og Sjómannasambandið skrifaði undir í kvöld, en með nokkrum viðaukum sem samningsaðilar töldu að væri vert að bjóða félagsmönnum að fara með í atkvæðagreiðslu,” segir Einar Hannes Harðarson, formaður SVG. Samið var um sérstaka línuuppbót að fjárhæð 120 þúsund krónum til handa sjómönnum á línubátum, og þá var áréttaður sérstakur forgangur á endurskoðun fjarskiptamála, svo fátt eitt sé nefnt. Einar segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að leysa úr öllum ágreiningsefnum, þá sé það viss áfangasigur að hafa náð að semja um línuuppbótina. „Það sem við vorum mjög ósáttir við í þeim samningum sem Sjómannasambandið gerði var að það kom lítið til línubátasjómanna. Við náðum ákveðnu samkomulagi um það hvernig við myndum ná að leysa það vandamál. Það er einn áfangasigur fyrir okkur í Grindavík. Við erum með marga línubátasjómenn og töldum þetta nauðsynlegt,” segir hann. Kjarasamningurinn fer í atkvæðagreiðslu félagsmanna 14 .desember næstkomandi og ættu niðurstöður að liggja fyrir degi síðar, að sögn Einars.
Verkfall sjómanna Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira