Michelle Obama kölluð „api á hælum“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 16:39 Fordómafull ummæli í garð forsetafrúar Bandaríkjanna hafa vakið mikla hneykslan vestanhafs. Vísir/Getty „Það verður hressandi að sjá siðfágaða, fallega og tignarlega forsetafrú í Hvíta húsinu. Ég er þreytt á að sjá apa á hælum.“ Svo hljóðar Facebook færsla konu að nafni Pamela Ramsey Taylor. Taylor rekur góðgerðarsamtök í Clay County í Vestur Virginíu. Það eru þó ekki fordómafull ummæli Taylor í garð forsetafrúarinnar sem hafa vakið hvað mesta hneykslan vestanhafs, heldur ummæli bæjarstjóra Clay, Beverly Whaling, við færsluna. „Bjargaðir deginum mínum Pam,“ skrifar Whaling. Um 491 íbúi býr í Clay og enginn af þeim er svartur, samkvæmt upplýsingum frá árinu 2010. Um 98% af 9000 íbúum Clay sýslu eru hvítir.85 þúsund manns krefjast brottreksturs Færsla Taylor hefur farið eins og eldur í sinu um Bandaríkin og vakið gríðarlega athygli fjölmiðla. Undirskriftasöfnun þar sem kallað er eftir brottrekstri bæði Whaling og Taylor hefur nú þegar náð 85 þúsund undirskriftum. Whaling, sem eyddi færslunni á mánudag, sagði við fréttastofu WSAZ, að hún viðurkenndi að ummælin gætu þótt fordómafull, en hafi ekki verið ætluð á þann hátt. Hún segist hafa verið að tjá persónulega skoðun sína á fegurð, sem kæmi húðlit ekki við. Hún segist íhuga málsókn vegna ærumeiðinga. Taylor rekur The Clay County Development group, sem er að hluta til fjármagnaður með ríkisstyrkjum. Samtökin þjónusta eldri borgara og láglaunafólk.Þá hefur Whaling einnig tjáð sig við fjölmiðla og segir ummæli sín ekki hafa átt að vera fordómafull. Hún baðst einnig afsökunar á að hafa farið fram úr sér. „Ég átti við að deginum hefði verið bjargað með breytingum í Hvíta húsinu! Mér þykir leiðinlegt ef ummæli mín hafa valdið særindum! Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki á neinn hátt fordómafull!“ sagði Whaling.Færsla Taylor, sem hún eyddi á mánudag.Vísir/SkjáskotVestur Virginía geri betur Belinda Biafore, formaður Demókrataflokksins í Vestur Virginíu, sendi einnig út afsökunarbeiðni til Michelle Obama fyrir hönd íbúa ríkisins. „Vestur Virginía er betri en þetta. Þessi öfgafullu, hatursfullu og fordómafullu gildi eru einmitt það sem flokkurinn mun halda áfram að berjast gegn í Vestur Virginíu,“ sagði í tilkynningu Biafore. Donald Trump hlaut 86,7% kosningu í Vestur Virginíu í forsetakosningunum fyrir viku síðan. Donald Trump Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
„Það verður hressandi að sjá siðfágaða, fallega og tignarlega forsetafrú í Hvíta húsinu. Ég er þreytt á að sjá apa á hælum.“ Svo hljóðar Facebook færsla konu að nafni Pamela Ramsey Taylor. Taylor rekur góðgerðarsamtök í Clay County í Vestur Virginíu. Það eru þó ekki fordómafull ummæli Taylor í garð forsetafrúarinnar sem hafa vakið hvað mesta hneykslan vestanhafs, heldur ummæli bæjarstjóra Clay, Beverly Whaling, við færsluna. „Bjargaðir deginum mínum Pam,“ skrifar Whaling. Um 491 íbúi býr í Clay og enginn af þeim er svartur, samkvæmt upplýsingum frá árinu 2010. Um 98% af 9000 íbúum Clay sýslu eru hvítir.85 þúsund manns krefjast brottreksturs Færsla Taylor hefur farið eins og eldur í sinu um Bandaríkin og vakið gríðarlega athygli fjölmiðla. Undirskriftasöfnun þar sem kallað er eftir brottrekstri bæði Whaling og Taylor hefur nú þegar náð 85 þúsund undirskriftum. Whaling, sem eyddi færslunni á mánudag, sagði við fréttastofu WSAZ, að hún viðurkenndi að ummælin gætu þótt fordómafull, en hafi ekki verið ætluð á þann hátt. Hún segist hafa verið að tjá persónulega skoðun sína á fegurð, sem kæmi húðlit ekki við. Hún segist íhuga málsókn vegna ærumeiðinga. Taylor rekur The Clay County Development group, sem er að hluta til fjármagnaður með ríkisstyrkjum. Samtökin þjónusta eldri borgara og láglaunafólk.Þá hefur Whaling einnig tjáð sig við fjölmiðla og segir ummæli sín ekki hafa átt að vera fordómafull. Hún baðst einnig afsökunar á að hafa farið fram úr sér. „Ég átti við að deginum hefði verið bjargað með breytingum í Hvíta húsinu! Mér þykir leiðinlegt ef ummæli mín hafa valdið særindum! Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki á neinn hátt fordómafull!“ sagði Whaling.Færsla Taylor, sem hún eyddi á mánudag.Vísir/SkjáskotVestur Virginía geri betur Belinda Biafore, formaður Demókrataflokksins í Vestur Virginíu, sendi einnig út afsökunarbeiðni til Michelle Obama fyrir hönd íbúa ríkisins. „Vestur Virginía er betri en þetta. Þessi öfgafullu, hatursfullu og fordómafullu gildi eru einmitt það sem flokkurinn mun halda áfram að berjast gegn í Vestur Virginíu,“ sagði í tilkynningu Biafore. Donald Trump hlaut 86,7% kosningu í Vestur Virginíu í forsetakosningunum fyrir viku síðan.
Donald Trump Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira