„Því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2016 11:39 Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, viðurkennir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum samningaviðræðanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Nýr kjarasamningur félaganna var undirritaður í nótt. Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur, aðildarfélag SÍ, tók samningsumboð sambandsins til baka í gærkvöldi og stendur því utan samninga. Einnig hefur ekki náðst samningur við Sjómannafélag Íslands. „Því miður þá heltust félagar okkar í Grindavík úr lestinni. Þeir töldu sig ekki geta skrifað undir þennan samning og drógu umboð sitt til baka frá Sjómannasambandinu,“ sagði Valmundur í samtali við fréttastofu í nótt. Ástæðan fyrir því hafi verið sú að Grindvíkingarnir töldu sig ekki fá nóg út úr þeim samningum sem undirritaðir voru að sögn Valmundar.Sjá einnig: Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað„Svona er þetta bara. Samninganefndin okkar var samhljóða, nema þeir, um að við gætum sætt okkur við þennan samning,“ segir Valmundur en samningurinn er til næstu tveggja ára. „En því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott.“ Valmundur segist vera þokkalega sáttur við samninginn og að ekki verði komist lengra. „Þetta var niðurstaðan og við erum þokkalega sáttir við þetta,“ segir Valmundur og bætir við að þrátt fyrir að þeir hafi þurft að gefa eitthvað eftir sé á borðinu samningur sem hann geti mælt með. Verkfalli er frestað fram á þriðjudagskvöld og verður tíminn nýttur til að kynna samninginn. Þá hefst rafræn atkvæðagreiðsla sem stendur alveg fram í miðjan desember. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, viðurkennir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum samningaviðræðanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Nýr kjarasamningur félaganna var undirritaður í nótt. Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur, aðildarfélag SÍ, tók samningsumboð sambandsins til baka í gærkvöldi og stendur því utan samninga. Einnig hefur ekki náðst samningur við Sjómannafélag Íslands. „Því miður þá heltust félagar okkar í Grindavík úr lestinni. Þeir töldu sig ekki geta skrifað undir þennan samning og drógu umboð sitt til baka frá Sjómannasambandinu,“ sagði Valmundur í samtali við fréttastofu í nótt. Ástæðan fyrir því hafi verið sú að Grindvíkingarnir töldu sig ekki fá nóg út úr þeim samningum sem undirritaðir voru að sögn Valmundar.Sjá einnig: Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað„Svona er þetta bara. Samninganefndin okkar var samhljóða, nema þeir, um að við gætum sætt okkur við þennan samning,“ segir Valmundur en samningurinn er til næstu tveggja ára. „En því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott.“ Valmundur segist vera þokkalega sáttur við samninginn og að ekki verði komist lengra. „Þetta var niðurstaðan og við erum þokkalega sáttir við þetta,“ segir Valmundur og bætir við að þrátt fyrir að þeir hafi þurft að gefa eitthvað eftir sé á borðinu samningur sem hann geti mælt með. Verkfalli er frestað fram á þriðjudagskvöld og verður tíminn nýttur til að kynna samninginn. Þá hefst rafræn atkvæðagreiðsla sem stendur alveg fram í miðjan desember.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37