Hannes: Var möguleiki að fá eitthvað út úr þessu Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 12. nóvember 2016 19:01 „Við áttum ekki að tapa þessum leik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands eftir 2-0 tapið í Króatíu í kvöld. „Við vissum að þeir eru góðir. Þeir eru með frábært lið. Þetta var líklega ekki þeirra besti dagur og við vorum góðir framan af. Það voru möguleikar að fá eitthvað út úr þessu.“ Króatía skoraði nokkuð gegn gangi leiksins í fyrri hálfleik þar sem Hannes hefði þurft að taka eitt skref til hægri til að geta náð til boltans. „Þeir voru ekki búnir að fá neitt. Skotið var fínt hjá honum. Ég sé boltann seint og var aðeins of lengi að bregðast við. Kannski á mínum besta degi hefði ég hugsanlega getað gert eitthvað í þessu,“ sagði Hannes. Ekkert er hægt að setja út á Hannes í seinna markinu og skotið óverjandi. „Það var vel gert hjá honum. Það var komið í uppbótartíma og langsótt að við næðum einhverju út úr þessu. „Þeir koma á okkur eins og þeir eru góðir í. Þegar við erum komnir framarlega þá eru þeir flinkir.“ Ísland fékk margar góðar sóknir í fyrri hálfleik og vantaði herslumuninn að liðið næði að skapa sér dauðafæri og skora. „Mér fannst við byrja mjög vel. Við getum tekið það út úr þessum leik. Við höfum náð í mörg frábær úrslit gegn góðum liðum í gegnum tíðina og Króatar eru með mjög gott lið og sýndu að þeim er alvara í þessari keppni. „En við hefðum getað tekið punkt út úr þessu. Það hefði verið spennandi að sjá hvað hefði gerst ef við hefðum náð að setja á þá snemma leiks. Íslandi gekk ekki eins vel að halda boltanum í seinni hálfleik og þeim fyrri og virtist liðið hreinlega þreytast við erfiðar aðstæður. „Við náðum ekki að vera alveg nógu ákveðnir. Þeir fá líka sinn besta leikmann inn á (Luka Modric). Hann nær að stjórna aðeins betur spilinu. Þá ná þeir að vera aðeins rólegri með forystuna. Þetta var upp í móti í seinni hálfleik,“ sagði Hannes. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Króatía - Ísland 2-0 | Glötuð tækifæri í Zagreb Ágæt spilamennska á köflum í Zagreb var ekki nóg. Mannekla í sóknarlínu íslenska liðsins var strákunum okkar að falli. Ísland tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018. 12. nóvember 2016 18:45 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Sjá meira
„Við áttum ekki að tapa þessum leik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands eftir 2-0 tapið í Króatíu í kvöld. „Við vissum að þeir eru góðir. Þeir eru með frábært lið. Þetta var líklega ekki þeirra besti dagur og við vorum góðir framan af. Það voru möguleikar að fá eitthvað út úr þessu.“ Króatía skoraði nokkuð gegn gangi leiksins í fyrri hálfleik þar sem Hannes hefði þurft að taka eitt skref til hægri til að geta náð til boltans. „Þeir voru ekki búnir að fá neitt. Skotið var fínt hjá honum. Ég sé boltann seint og var aðeins of lengi að bregðast við. Kannski á mínum besta degi hefði ég hugsanlega getað gert eitthvað í þessu,“ sagði Hannes. Ekkert er hægt að setja út á Hannes í seinna markinu og skotið óverjandi. „Það var vel gert hjá honum. Það var komið í uppbótartíma og langsótt að við næðum einhverju út úr þessu. „Þeir koma á okkur eins og þeir eru góðir í. Þegar við erum komnir framarlega þá eru þeir flinkir.“ Ísland fékk margar góðar sóknir í fyrri hálfleik og vantaði herslumuninn að liðið næði að skapa sér dauðafæri og skora. „Mér fannst við byrja mjög vel. Við getum tekið það út úr þessum leik. Við höfum náð í mörg frábær úrslit gegn góðum liðum í gegnum tíðina og Króatar eru með mjög gott lið og sýndu að þeim er alvara í þessari keppni. „En við hefðum getað tekið punkt út úr þessu. Það hefði verið spennandi að sjá hvað hefði gerst ef við hefðum náð að setja á þá snemma leiks. Íslandi gekk ekki eins vel að halda boltanum í seinni hálfleik og þeim fyrri og virtist liðið hreinlega þreytast við erfiðar aðstæður. „Við náðum ekki að vera alveg nógu ákveðnir. Þeir fá líka sinn besta leikmann inn á (Luka Modric). Hann nær að stjórna aðeins betur spilinu. Þá ná þeir að vera aðeins rólegri með forystuna. Þetta var upp í móti í seinni hálfleik,“ sagði Hannes.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Króatía - Ísland 2-0 | Glötuð tækifæri í Zagreb Ágæt spilamennska á köflum í Zagreb var ekki nóg. Mannekla í sóknarlínu íslenska liðsins var strákunum okkar að falli. Ísland tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018. 12. nóvember 2016 18:45 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Sjá meira
Umfjöllun: Króatía - Ísland 2-0 | Glötuð tækifæri í Zagreb Ágæt spilamennska á köflum í Zagreb var ekki nóg. Mannekla í sóknarlínu íslenska liðsins var strákunum okkar að falli. Ísland tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018. 12. nóvember 2016 18:45