Líklegt að sjómenn og útgerðarmenn semji á morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. nóvember 2016 18:45 Vísir/ÞÞ Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. Útgerðarmenn hafa fundað í allan dag og samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir bjartsýni meðal þeirra sem og sjómannaforystunnar fyrir fundinn á morgun. Aðeins sjö skip úr öllum fiskiskipaflota landsins voru úti á hafi í dag en þau eru þó öll á leiðinni í land. Verkfall sjómanna getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan fisk á erlendum mörkuðum dragist verkfallið á langinn. Markaðsaðilar leitast ekki eftir því að verkfallið leysist heldur leita annað ef varan er ekki til. Þrátt fyrir að tæplega tveir sólarhringar séu liðnir frá því að verkfallið hófst eru enn nokkur skip úti á sjó og sum þeirra langt úti á hafi og getur það tekið þau allt að viku að koma inn til hafnar. Þegar fréttastofan leit við hjá Vaktstöð Siglinga í dag mátti sjá einungis sjö fiskiskip úti til lands. Útgerðarmenn hafa áhyggjur af því að langvarandi vinnustöðvun myndi hafa verulega slæm áhrif á markaði erlendis dragist það á langinn. Formaður Sjómannasambandsins tekur undir þessar áhyggjur. „Við erum auðvitað ábyrgir hinu megin við borðið líka og við berum ábyrgð á þessu verkfalli ásamt þeim og við erum hluti af deilunni og okkar að leysa hana eins og þeirra,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Ísland nú seinni partinn. Útgerðarmenn veittu ekki í viðtal í dag vegna deilunnar en hittust á fundi þar sem farið var yfir stöðuna og bjuggust við að funda fram eftir kvöldi. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari staðfesti í dag að hún hefur boðað deiluaðila á sinn fund á morgun klukkan fjögur þar sem reynt verður að koma á sáttum svo hægt verði að aflýsa verkfallinu. Valmundur segir að sjómannaforystan hafi hitt útgerðarmenn í dag þar sem náðst hafi að leysa úr nokkrum málum. „Við erum búnir að vera að hittast í dag, útgerðarmenn og sjómannaforystan, og það hafa gengið á milli okkar sendingar og það má segja að við séum bjartsýnni heldur en í gær allavega. Það er ekkert mikið sem stendur út af í raun og veru. Vélstjórarnir búnir að semja og við kannski reynum að gera eitthvað á svipuðum nótum en kannski vonandi eitthvað meira en það kemur bara í ljós,“ sagði Valmundur. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sáttasemjari segir ólgu ríkja á vinnumarkaði Ólga ríkir á vinnumarkaði, að mati ríkissáttasemjara. Hún segir traust vera forsendu fyrir breyttu kjarasamningslíkani, en skortur er á trausti eftir bankahrunið. Segir of mörgum vinnudeilumálum vera vísað til félagsdóms. 12. nóvember 2016 07:00 Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila í sjómannaverkfallinu til fundar á morgun. Útgerðarmenn hafa fundað í allan dag og samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir bjartsýni meðal þeirra sem og sjómannaforystunnar fyrir fundinn á morgun. Aðeins sjö skip úr öllum fiskiskipaflota landsins voru úti á hafi í dag en þau eru þó öll á leiðinni í land. Verkfall sjómanna getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan fisk á erlendum mörkuðum dragist verkfallið á langinn. Markaðsaðilar leitast ekki eftir því að verkfallið leysist heldur leita annað ef varan er ekki til. Þrátt fyrir að tæplega tveir sólarhringar séu liðnir frá því að verkfallið hófst eru enn nokkur skip úti á sjó og sum þeirra langt úti á hafi og getur það tekið þau allt að viku að koma inn til hafnar. Þegar fréttastofan leit við hjá Vaktstöð Siglinga í dag mátti sjá einungis sjö fiskiskip úti til lands. Útgerðarmenn hafa áhyggjur af því að langvarandi vinnustöðvun myndi hafa verulega slæm áhrif á markaði erlendis dragist það á langinn. Formaður Sjómannasambandsins tekur undir þessar áhyggjur. „Við erum auðvitað ábyrgir hinu megin við borðið líka og við berum ábyrgð á þessu verkfalli ásamt þeim og við erum hluti af deilunni og okkar að leysa hana eins og þeirra,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Ísland nú seinni partinn. Útgerðarmenn veittu ekki í viðtal í dag vegna deilunnar en hittust á fundi þar sem farið var yfir stöðuna og bjuggust við að funda fram eftir kvöldi. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari staðfesti í dag að hún hefur boðað deiluaðila á sinn fund á morgun klukkan fjögur þar sem reynt verður að koma á sáttum svo hægt verði að aflýsa verkfallinu. Valmundur segir að sjómannaforystan hafi hitt útgerðarmenn í dag þar sem náðst hafi að leysa úr nokkrum málum. „Við erum búnir að vera að hittast í dag, útgerðarmenn og sjómannaforystan, og það hafa gengið á milli okkar sendingar og það má segja að við séum bjartsýnni heldur en í gær allavega. Það er ekkert mikið sem stendur út af í raun og veru. Vélstjórarnir búnir að semja og við kannski reynum að gera eitthvað á svipuðum nótum en kannski vonandi eitthvað meira en það kemur bara í ljós,“ sagði Valmundur.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sáttasemjari segir ólgu ríkja á vinnumarkaði Ólga ríkir á vinnumarkaði, að mati ríkissáttasemjara. Hún segir traust vera forsendu fyrir breyttu kjarasamningslíkani, en skortur er á trausti eftir bankahrunið. Segir of mörgum vinnudeilumálum vera vísað til félagsdóms. 12. nóvember 2016 07:00 Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Sáttasemjari segir ólgu ríkja á vinnumarkaði Ólga ríkir á vinnumarkaði, að mati ríkissáttasemjara. Hún segir traust vera forsendu fyrir breyttu kjarasamningslíkani, en skortur er á trausti eftir bankahrunið. Segir of mörgum vinnudeilumálum vera vísað til félagsdóms. 12. nóvember 2016 07:00
Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30