Gylfi: Verð sáttur hvar sem ég spila á vellinum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. nóvember 2016 13:00 „Ég man vel eftir því að hafa verið inn í klefa hérna eftir leikinn fyrir þrem árum síðan. Maður gleymir því ekkert,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson um tilfinninguna að koma aftur á Maksimir-völlinn í Zagreb. „Þetta var sárt og það sást á öllum leikmönnum að við vorum algjörlega í molum. Við vorum svo nálægt því að komast á HM. Eftir á að hyggja þá styrkti þetta okkur og við komum tvíefldir til baka.“ Ísland og Króatía eru með sama stigafjölda á toppi riðilsins og það er því mikið undir í kvöld. „Ef við náum að vinna komumst við í ansi góða stöðu. Það styttist í markmiðið sem er að komast til Rússlands,“ segir Gylfi en einhverjir hafa kallað eftir því að hann verði í fremstu víglínu í dag. „Það væri allt í lagi. Heimir er nógu fær um að taka rétta ákvörðun. Hver svo sem hún verður. Ég er alveg til í að spila frammi því þá fæ ég fleiri færi til þess að skora. Ég verð sáttur hvar sem ég spila á vellinum.“ Það verða engir áhorfendur í stúkunni og það í annað sinn hjá íslenska liðinu í undankeppninni. „Þetta er mjög skrítið. Það var mjög skrítið að spila í Úkraínu. Þetta var eins og æfingaleikur hjá góðu varaliði. Það er mikið undir og því er skrítið að hafa ekki neina áhorfendur,“ segir Gylfi en hann var ánægður með æfingabúðirnar á Ítalíu fyrir leikinn. „Við æfðum vel í Parma og það fór vel um okkur. Hefði mátt vera aðeins heitara. Þetta var stutt ferðalag fyrir flesta og við erum í fínum málum. Við stefnum alltaf á þrjú stig en við vitum að Króatar eru með hörkulið. Það væri frábært að ná góðum úrslitum í þessum leik.“ Sjá má viðtalið við Gylfa í heild sinni hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona munu Króatar líklega stilla upp Ekki víst að Brozovic verði í liðinu en Modric mun klárlega spila. 12. nóvember 2016 09:26 Þessir gæjar kunna að refsa Margir leikmenn íslenska landsliðsins fá í dag tækifæri til að hefna fyrir tapið á Maksimir-leikvanginum fyrir þremur árum í umspili um sæti á HM. Einn af þeim er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 12. nóvember 2016 07:00 Heimir: Þarf að varast nánast allt hjá Króötum "Það er misjafnt eftir mönnum hvernig þeir tækla tapleiki. Ég á til að mynda mjög erfitt með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari er hann var nýkominn á Maksimir-völlinn í fyrsta sinn síðan í tapleiknum hér árið 2013. 12. nóvember 2016 12:00 Feluleikur með Modric Ante Cacic, landsliðsþjálfari Króatíu, neitaði að staðfesta á blaðamannafundi í gær að Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, myndi verða í byrjunarliði Króata í kvöld. 12. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Sjá meira
„Ég man vel eftir því að hafa verið inn í klefa hérna eftir leikinn fyrir þrem árum síðan. Maður gleymir því ekkert,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson um tilfinninguna að koma aftur á Maksimir-völlinn í Zagreb. „Þetta var sárt og það sást á öllum leikmönnum að við vorum algjörlega í molum. Við vorum svo nálægt því að komast á HM. Eftir á að hyggja þá styrkti þetta okkur og við komum tvíefldir til baka.“ Ísland og Króatía eru með sama stigafjölda á toppi riðilsins og það er því mikið undir í kvöld. „Ef við náum að vinna komumst við í ansi góða stöðu. Það styttist í markmiðið sem er að komast til Rússlands,“ segir Gylfi en einhverjir hafa kallað eftir því að hann verði í fremstu víglínu í dag. „Það væri allt í lagi. Heimir er nógu fær um að taka rétta ákvörðun. Hver svo sem hún verður. Ég er alveg til í að spila frammi því þá fæ ég fleiri færi til þess að skora. Ég verð sáttur hvar sem ég spila á vellinum.“ Það verða engir áhorfendur í stúkunni og það í annað sinn hjá íslenska liðinu í undankeppninni. „Þetta er mjög skrítið. Það var mjög skrítið að spila í Úkraínu. Þetta var eins og æfingaleikur hjá góðu varaliði. Það er mikið undir og því er skrítið að hafa ekki neina áhorfendur,“ segir Gylfi en hann var ánægður með æfingabúðirnar á Ítalíu fyrir leikinn. „Við æfðum vel í Parma og það fór vel um okkur. Hefði mátt vera aðeins heitara. Þetta var stutt ferðalag fyrir flesta og við erum í fínum málum. Við stefnum alltaf á þrjú stig en við vitum að Króatar eru með hörkulið. Það væri frábært að ná góðum úrslitum í þessum leik.“ Sjá má viðtalið við Gylfa í heild sinni hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona munu Króatar líklega stilla upp Ekki víst að Brozovic verði í liðinu en Modric mun klárlega spila. 12. nóvember 2016 09:26 Þessir gæjar kunna að refsa Margir leikmenn íslenska landsliðsins fá í dag tækifæri til að hefna fyrir tapið á Maksimir-leikvanginum fyrir þremur árum í umspili um sæti á HM. Einn af þeim er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 12. nóvember 2016 07:00 Heimir: Þarf að varast nánast allt hjá Króötum "Það er misjafnt eftir mönnum hvernig þeir tækla tapleiki. Ég á til að mynda mjög erfitt með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari er hann var nýkominn á Maksimir-völlinn í fyrsta sinn síðan í tapleiknum hér árið 2013. 12. nóvember 2016 12:00 Feluleikur með Modric Ante Cacic, landsliðsþjálfari Króatíu, neitaði að staðfesta á blaðamannafundi í gær að Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, myndi verða í byrjunarliði Króata í kvöld. 12. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Sjá meira
Svona munu Króatar líklega stilla upp Ekki víst að Brozovic verði í liðinu en Modric mun klárlega spila. 12. nóvember 2016 09:26
Þessir gæjar kunna að refsa Margir leikmenn íslenska landsliðsins fá í dag tækifæri til að hefna fyrir tapið á Maksimir-leikvanginum fyrir þremur árum í umspili um sæti á HM. Einn af þeim er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 12. nóvember 2016 07:00
Heimir: Þarf að varast nánast allt hjá Króötum "Það er misjafnt eftir mönnum hvernig þeir tækla tapleiki. Ég á til að mynda mjög erfitt með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari er hann var nýkominn á Maksimir-völlinn í fyrsta sinn síðan í tapleiknum hér árið 2013. 12. nóvember 2016 12:00
Feluleikur með Modric Ante Cacic, landsliðsþjálfari Króatíu, neitaði að staðfesta á blaðamannafundi í gær að Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, myndi verða í byrjunarliði Króata í kvöld. 12. nóvember 2016 08:00