Ólafía Þórunn: Þá veit ég að næsta ár mun líta vel út fyrir mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. nóvember 2016 06:30 Púttað í menguninni Ólafía Þórunn á DLF-vellinum í Gurgaon í gær. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti eftirminnilega helgi er hún keppti á sterku móti Evrópumótaraðarinnar í golfi í Abú Dabí. Eftir að hafa leitt fyrstu tvo dagana gaf hún eftir og hafnaði að lokum í 26. sæti. Er það næstbesti árangur hennar á fyrsta keppnistímabili hennar á Evrópumótaröðinni en árangurinn gaf henni mestar tekjur sem hún hefur haft af einu móti í ár, um 650 þúsund krónur. Ólafía keppti í Kína fyrir tveimur vikum, svo í Abú Dabí um síðustu helgi og er nú komin til Indlands, þar sem hún keppir á Hero Women’s Indian Open sem hefst í dag. „Ég fann fyrir ferðaþreytu og tímamismuninum þegar ég kom fyrst til Kína, sérstaklega þar sem ég fékk aðeins einn dag til að undirbúa mig fyrir það mót,“ sagði Ólafía Þórunn í samtali við Fréttablaðið í gær en þá var hún að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir mótið í dag. Ólafía Þórunn segir að hún hafi verið fljót að jafna sig á því að spila hinum megin á hnettinum, enda dvelur hún lengst af í Evrópu, annaðhvort á Íslandi eða í Þýskalandi. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn í Kína, þar sem völlurinn hentaði henni illa að eigin sögn, en komst svo á mikið flug í Abú Dabí.Dauðahola á sautjándu „Sá völlur er geggjaður og afar skemmtilega hannaður. Hann leyfði manni að taka smá áhættu,“ segir Ólafía Þórunn sem bætir við að völlurinn á Indlandi líkist ekki neinu sem hún hefur áður kynnst og hefur hún spilað víða á ferlinum. „Þetta er klikkaður völlur,“ segir hún í léttum dúr. „Til dæmis er sautjánda holan þannig að maður slær yfir vatn á litla braut. Flötin er svo 40 metrum fyrir ofan mann og pínulítil þar að auki. Maður sér því ekkert hvert maður er að slá í innáhögginu. Þetta er alger dauðahola.“LPGA er stóra markmiðið Ólafía Þórunn er sem stendur í 105. sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni en efstu 80 fá sjálfkrafa þátttökurétt á næsta keppnistímabili. Þetta verður í raun síðasta mót Ólafíu Þórunnar á Evrópumótaröðinni þar sem hún þarf að sleppa móti í Katar til að taka þátt í lokastigi úrtökumótaraðarinnar fyrir bandarísku atvinnumannaröðina, LPGA. „Stærsta markmiðið er auðvitað að komast inn á LPGA. En ég vil samt standa mig vel í þessu móti á Indlandi til að vera örugg með þátttökuréttinn á Evrópumótaröðinni. Þá veit ég að næsta ár mun líta vel út fyrir mig, sama hvað gerist með LPGA,“ segir hún.Orðin betri kylfingur Annar möguleiki er að taka þátt í Symetra-mótaröðinni. Það er næststerkasta mótaröð Bandaríkjanna og er Ólafía Þórunn nú þegar með öruggan þátttökurétt á henni, sama hvað gerist á öðrum vígstöðum. „Ég er ekki viss um að ég myndi flytja ein til Bandaríkjanna fyrir Symetra,“ segir hún en kærasti hennar er þýskur og flakka þau á milli Þýskalands og Íslands, þar sem hann er í námi. „Mér finnst Evróputúrinn mjög skemmtilegur og myndi gjarnan vilja spila aftur á honum.“ Ólafía Þórunn er ánægð með árið, sama hvernig fer um helgina. „Ég er orðin mun betri kylfingur og hef lært meira inn á sjálfa mig. Ég er mun reynslumeiri og betur sett til að takast á við hvað sem er í framtíðinni,“ segir hún. Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti eftirminnilega helgi er hún keppti á sterku móti Evrópumótaraðarinnar í golfi í Abú Dabí. Eftir að hafa leitt fyrstu tvo dagana gaf hún eftir og hafnaði að lokum í 26. sæti. Er það næstbesti árangur hennar á fyrsta keppnistímabili hennar á Evrópumótaröðinni en árangurinn gaf henni mestar tekjur sem hún hefur haft af einu móti í ár, um 650 þúsund krónur. Ólafía keppti í Kína fyrir tveimur vikum, svo í Abú Dabí um síðustu helgi og er nú komin til Indlands, þar sem hún keppir á Hero Women’s Indian Open sem hefst í dag. „Ég fann fyrir ferðaþreytu og tímamismuninum þegar ég kom fyrst til Kína, sérstaklega þar sem ég fékk aðeins einn dag til að undirbúa mig fyrir það mót,“ sagði Ólafía Þórunn í samtali við Fréttablaðið í gær en þá var hún að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir mótið í dag. Ólafía Þórunn segir að hún hafi verið fljót að jafna sig á því að spila hinum megin á hnettinum, enda dvelur hún lengst af í Evrópu, annaðhvort á Íslandi eða í Þýskalandi. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn í Kína, þar sem völlurinn hentaði henni illa að eigin sögn, en komst svo á mikið flug í Abú Dabí.Dauðahola á sautjándu „Sá völlur er geggjaður og afar skemmtilega hannaður. Hann leyfði manni að taka smá áhættu,“ segir Ólafía Þórunn sem bætir við að völlurinn á Indlandi líkist ekki neinu sem hún hefur áður kynnst og hefur hún spilað víða á ferlinum. „Þetta er klikkaður völlur,“ segir hún í léttum dúr. „Til dæmis er sautjánda holan þannig að maður slær yfir vatn á litla braut. Flötin er svo 40 metrum fyrir ofan mann og pínulítil þar að auki. Maður sér því ekkert hvert maður er að slá í innáhögginu. Þetta er alger dauðahola.“LPGA er stóra markmiðið Ólafía Þórunn er sem stendur í 105. sæti peningalistans á Evrópumótaröðinni en efstu 80 fá sjálfkrafa þátttökurétt á næsta keppnistímabili. Þetta verður í raun síðasta mót Ólafíu Þórunnar á Evrópumótaröðinni þar sem hún þarf að sleppa móti í Katar til að taka þátt í lokastigi úrtökumótaraðarinnar fyrir bandarísku atvinnumannaröðina, LPGA. „Stærsta markmiðið er auðvitað að komast inn á LPGA. En ég vil samt standa mig vel í þessu móti á Indlandi til að vera örugg með þátttökuréttinn á Evrópumótaröðinni. Þá veit ég að næsta ár mun líta vel út fyrir mig, sama hvað gerist með LPGA,“ segir hún.Orðin betri kylfingur Annar möguleiki er að taka þátt í Symetra-mótaröðinni. Það er næststerkasta mótaröð Bandaríkjanna og er Ólafía Þórunn nú þegar með öruggan þátttökurétt á henni, sama hvað gerist á öðrum vígstöðum. „Ég er ekki viss um að ég myndi flytja ein til Bandaríkjanna fyrir Symetra,“ segir hún en kærasti hennar er þýskur og flakka þau á milli Þýskalands og Íslands, þar sem hann er í námi. „Mér finnst Evróputúrinn mjög skemmtilegur og myndi gjarnan vilja spila aftur á honum.“ Ólafía Þórunn er ánægð með árið, sama hvernig fer um helgina. „Ég er orðin mun betri kylfingur og hef lært meira inn á sjálfa mig. Ég er mun reynslumeiri og betur sett til að takast á við hvað sem er í framtíðinni,“ segir hún.
Golf Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira