Króatinn Josip Pivaric: Erfitt fyrir alla að spila svona leiki Henry Birgir Gunnarsson í Zagreb skrifar 11. nóvember 2016 06:00 Josip Pivaric er landsliðsmaður Króatíu og spilar með Dinamo Zagreb. Vísir/Getty „Við eigum von á erfiðum og jöfnum leik gegn Íslandi. Við stefnum á að stýra umferðinni, vera mikið með boltann og skapa færi sem leiða til þess að við skorum mörk og vinnum leikinn,“ sagði bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali við Fréttablaðið í gær. Þá var hann að mæta á kvöldæfingu hjá króatíska liðinu á Maksimir-vellinum þar sem leikur Króatíu og Íslands verður spilaður. Pivaric verður heldur betur á heimavelli þar enda spilar hann með Dinamo sem spilar sína heimaleiki á Maksimir. Ísland og Króatía eru jöfn með sjö stig á toppi riðilsins og það er því ansi mikið undir í þessum leik. „Við berum mikla virðingu fyrir Íslandi en þar sem við erum á heimavelli þá lítum við þannig á stöðuna að við eigum að vera sigurstranglegri. Það er allt mjög jafnt á milli okkar og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því hversu mikilvægur leikurinn er. Auðvitað er undankeppnin samt ekki búin eftir þennan leik,“ segir Pivaric en hvað þarf króatíska liðið að varast hjá Íslandi? „Helsti styrkur íslenska liðsins er hversu vel liðið vinnur saman. Það leggur líka mikið á sig. Þeir eru sterkir í návígi og vonandi náum við að svara því með hörku á móti. Við vitum hvað þeir geta verið hættulegir í hröðum upphlaupum. Við verðum að stöðva það.“ Eins og áður segir spilar Pivaric flesta sína leiki á þessum velli en hvernig upplifun verður það fyrir hann að spila fyrir framan tóman heimavöll? „Það er erfitt fyrir alla að spila svona leiki. Okkar stuðningsmenn eru alltaf frábærir og því er vont að fá ekki stuðning þeirra. Þeir gefa okkur styrk er á þarf að halda. En við getum ekki notað það sem afsökun. Við verðum að sækja til sigurs.“ Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira
„Við eigum von á erfiðum og jöfnum leik gegn Íslandi. Við stefnum á að stýra umferðinni, vera mikið með boltann og skapa færi sem leiða til þess að við skorum mörk og vinnum leikinn,“ sagði bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali við Fréttablaðið í gær. Þá var hann að mæta á kvöldæfingu hjá króatíska liðinu á Maksimir-vellinum þar sem leikur Króatíu og Íslands verður spilaður. Pivaric verður heldur betur á heimavelli þar enda spilar hann með Dinamo sem spilar sína heimaleiki á Maksimir. Ísland og Króatía eru jöfn með sjö stig á toppi riðilsins og það er því ansi mikið undir í þessum leik. „Við berum mikla virðingu fyrir Íslandi en þar sem við erum á heimavelli þá lítum við þannig á stöðuna að við eigum að vera sigurstranglegri. Það er allt mjög jafnt á milli okkar og við gerum okkur fyllilega grein fyrir því hversu mikilvægur leikurinn er. Auðvitað er undankeppnin samt ekki búin eftir þennan leik,“ segir Pivaric en hvað þarf króatíska liðið að varast hjá Íslandi? „Helsti styrkur íslenska liðsins er hversu vel liðið vinnur saman. Það leggur líka mikið á sig. Þeir eru sterkir í návígi og vonandi náum við að svara því með hörku á móti. Við vitum hvað þeir geta verið hættulegir í hröðum upphlaupum. Við verðum að stöðva það.“ Eins og áður segir spilar Pivaric flesta sína leiki á þessum velli en hvernig upplifun verður það fyrir hann að spila fyrir framan tóman heimavöll? „Það er erfitt fyrir alla að spila svona leiki. Okkar stuðningsmenn eru alltaf frábærir og því er vont að fá ekki stuðning þeirra. Þeir gefa okkur styrk er á þarf að halda. En við getum ekki notað það sem afsökun. Við verðum að sækja til sigurs.“
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira