Grétar Ari: Var með smá samviskubit Smári Jökull Jónsson skrifar 10. nóvember 2016 20:33 Grétar Ari í landsleiknum gegn Tékkum. vísir/ernir Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deildinni í handknattleik gegn ÍBV í kvöld. Grétar Ari var á láni hjá Selfyssingum í upphafi tímabils. Hann fór beint í byrjunarliðið og átti fínan leik í stórsigri Hauka í kvöld. „Mér fannst við bara nokkuð góðir og sannfærandi. Það eru nokkur atriði sem þarf að laga, nokkur dauðafæri sem við klikkum á í byrjun og vörnin og ég gerum nokkur mistök. Það má fínpússa þetta hjá okkur, en þetta var gott,“ sagði Grétar Ari í viðtali við Vísi að leik loknum. Grétar Ari sneri frekar óvænt aftur í lið Hauka eftir að hafa byrjað tímabilið á láni hjá Selfyssingum. Hann viðurkenndi að þetta hefði verið fremur erfið ákvörðun. „Ég viðurkenni það að ég var með pínu samviskubit. En það er þannig í þessum bransa að þú þarft að vera svolítið sjálfselskur. Í raun þá held ég að Selfyssingum gæti gengið betur með það markvarðapar sem þeir eru með núna." Einhvern veginn fannst mér ég aldrei finna mig nógu vel. Þetta var ekki alveg að ganga upp. Ég hefði viljað reyna áfram og reyna lengur. Kannski var ég óþolinmóður,“ sagði Grétar og bætti við að það hefði skipt máli að Haukar væri hans heimalið. „Mér líður mjög vel hér. Ef ég á að einfalda þetta þá eru þetta tveir klúbbar sem ég get blómstrað með, annar er heima en hinn er í burtu.“ Það hefur verið nóg um að vera hjá Grétari að undanförnu. Ekki nóg með að hann hafi skipt aftur yfir í Haukana heldur var hann valinn í landsliðshópinn og fékk óvænt að spila í heimaleiknum gegn Tékkum. „Ég bjóst í raun ekki við því að spila neitt. Ég hélt ég væri að fara að æfa með þeim og að Aron yrði markvörður númer tvö. Ég hélt ég hefði verið valinn sem æfingamarkvörður til að kynna mér þetta fyrir mögulega eitthvað framtíðarhlutverk.“ „Síðan meiðist Aron og Geir velur mig fram yfir Sveinbjörn sem kom mér líka á óvart. Ég er auðvitað ánægður og þakklátur fyrir tækifærið. Ég lærði fullt og það sem hjálpar mér mest við að komast inn í þennan alþjóðlega bolta er að sjá hvað ég þarf að laga og æfa mig í til að geta spilað erlendist,“ sagði Grétar Ari að lokum. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Sjá meira
Markvörðurinn Grétar Ari Guðjónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deildinni í handknattleik gegn ÍBV í kvöld. Grétar Ari var á láni hjá Selfyssingum í upphafi tímabils. Hann fór beint í byrjunarliðið og átti fínan leik í stórsigri Hauka í kvöld. „Mér fannst við bara nokkuð góðir og sannfærandi. Það eru nokkur atriði sem þarf að laga, nokkur dauðafæri sem við klikkum á í byrjun og vörnin og ég gerum nokkur mistök. Það má fínpússa þetta hjá okkur, en þetta var gott,“ sagði Grétar Ari í viðtali við Vísi að leik loknum. Grétar Ari sneri frekar óvænt aftur í lið Hauka eftir að hafa byrjað tímabilið á láni hjá Selfyssingum. Hann viðurkenndi að þetta hefði verið fremur erfið ákvörðun. „Ég viðurkenni það að ég var með pínu samviskubit. En það er þannig í þessum bransa að þú þarft að vera svolítið sjálfselskur. Í raun þá held ég að Selfyssingum gæti gengið betur með það markvarðapar sem þeir eru með núna." Einhvern veginn fannst mér ég aldrei finna mig nógu vel. Þetta var ekki alveg að ganga upp. Ég hefði viljað reyna áfram og reyna lengur. Kannski var ég óþolinmóður,“ sagði Grétar og bætti við að það hefði skipt máli að Haukar væri hans heimalið. „Mér líður mjög vel hér. Ef ég á að einfalda þetta þá eru þetta tveir klúbbar sem ég get blómstrað með, annar er heima en hinn er í burtu.“ Það hefur verið nóg um að vera hjá Grétari að undanförnu. Ekki nóg með að hann hafi skipt aftur yfir í Haukana heldur var hann valinn í landsliðshópinn og fékk óvænt að spila í heimaleiknum gegn Tékkum. „Ég bjóst í raun ekki við því að spila neitt. Ég hélt ég væri að fara að æfa með þeim og að Aron yrði markvörður númer tvö. Ég hélt ég hefði verið valinn sem æfingamarkvörður til að kynna mér þetta fyrir mögulega eitthvað framtíðarhlutverk.“ „Síðan meiðist Aron og Geir velur mig fram yfir Sveinbjörn sem kom mér líka á óvart. Ég er auðvitað ánægður og þakklátur fyrir tækifærið. Ég lærði fullt og það sem hjálpar mér mest við að komast inn í þennan alþjóðlega bolta er að sjá hvað ég þarf að laga og æfa mig í til að geta spilað erlendist,“ sagði Grétar Ari að lokum.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Olís-deild karla Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Sjá meira