Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Ak. 97-86 | Lauflétt hjá KR gegn nýliðunum Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. nóvember 2016 21:30 Íslandsmeistarar KR komust aftur á sigurbraut í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir lögðu nýliða Þórs örugglega, 97-86. KR er nú með tíu stig eftir sex umferðir en Þórsarar, sem voru búnir að vinna tvo í röð fyrir kvöldið, eru með fjögur stig. Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísi og Fréttablaðsins, mætti í DHL-höllina í kvöld og náði þessum skemmtilegum myndum hér fyrir ofan. KR tók afgerandi forskot strax í byrjun og var 52-30 yfir í hálfleik. Heimamenn náðu 30 stiga forskoti í þriðja leikhluta en gestirnir náðu aðeins að svara undir lok þess fjórða og löguðu stöðuna. Lokatölur leiksins segja ekkert um gang hans því Þórsarar tóku á mikinn sprett undir lokin og náðu að bjarga andliti en gestirnir áttu aldrei möguleika í kvöld. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson átti stórleik af bekknum fyrir KR í kvöld og var stigahæstur með 20 stig. Brynjar Þór Björnsson og Taylor Bowen skoruðu 17 stig hvor en Bandaríkjamaðurinn Bowen bætti við 15 fráköstum. Danero Thomas skoraði 28 stig fyrir Þór og Darrell Lewis 24 en flest stig Lewis komu í rusltíma þegar leikurinn var löngu búinn.KR: Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 20, Snorri Hrafnkelsson 18/4 fráköst, Cedrick Taylor Bowen 17/15 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 17, Sigurður Á. Þorvaldsson 12/9 fráköst, Darri Hilmarsson 11, Pavel Ermolinskij 2/8 fráköst/8 stoðsendingar, Arnór Hermannsson 0, Orri Hilmarsson 0, Karvel Ágúst Schram 0, Þórir Lárusson 0, Benedikt Lárusson 0.Þór Ak.: Danero Thomas 28/8 fráköst/5 stoðsendingar, Darrel Keith Lewis 24/11 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 12/8 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 11, Sindri Davíðsson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 3/4 fráköst, Einar Ómar Eyjólfsson 2, Ingvi Rafn Ingvarsson 2, Jalen Ross Riley 0/4 fráköst, Arnór Jónsson 0, Jón Ágúst Eyjólfsson 0.Af hverju vann KR? Íslandsmeistaranir voru einfaldlega mörgum klössum ofar en nýliðarnir í kvöld. Frá fyrstu mínútu spilaði KR sterka vörn sem ekki bara hélt Þórsurum frá því að skora heldur gerði norðanmenn skíthrædda. Sóknaraðgerðir gestanna urðu vandræðalegar mjög snemma. Sóknarleikur KR gekk líka mjög vel og munar um að vera með tvo menn á bekknum sem skila þér 38 stigum (Þórir Guðmundur 20, Snorri 18). Það er ekkert leyndarmál í Dominos-deildinni að KR-liðið er djúpt og breitt og það sýndi sig í kvöld. Þegar KR spilar körfubolta eins og það gerði í fyrstu 30 mínúturnar í kvöld er ekki hægt að vinna það í DHL-höllinni. Fyrir utan að vera með fáránlega vel mannað lið var kveikt á öllum bæði í vörn og sókn.Bestu menn vallarins? Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Tóti Túrbó, átti stórleik af bekknum og skoraði 20 stig en hann hitti úr sjö af tólf skotum sínum, þar af þremur af fimm fyrir utan þriggja stiga línuna. Krafturinn sem kemur inn með Túrbómanninum er svakalegur en Þórsarar réðu ekkert við vesturbæinginn unga þegar að hann keyrði á körfuna eða fann sér pláss til að skjóta fyrir utan þriggja stiga línuna. Bandaríkjamaðurinn Taylor Bowen skoraði 17 stig líkt og Brynjar Þór Björnsson en hann tók að auki fimmtán fráköst, þar af átta sóknarfráköst. Kaninn fór illa með risann unga í Þórsliðinu, Tryggva Snæ Hlinason, og kom í veg fyrir að gestirnir gátu notað stóra manninn af viti undir körfunni.Hvað gekk illa? Varnarleikur Þórs var í besta falli ömurlegur. Það verður ekki tekið af KR-liðinu að það var að spila vel en stundum litu meistararnir út eins og NBA-leikmenn gegn áhugalausum Þórsurum sem settu hökuna niður í bringu í öðrum leikhluta. Jalen Riley, bakvörður Þórs, skoraði heldur ekki eitt einasta stig í leiknum. Hann spilaði 16 mínútur og tók sjö skot en hitti ekki einu einasta. Það er ekki í boði fyrir atvinnumann sem er skorari að hverfa svona í leik gegn góðu liði og skora ekki stig.Tölfræði sem vakti athygli? Á meðan KR fékk 38 stig af bekknum frá tveimur leikmönnum fékk Þór ekki nema ellefu frá fjórum spilurum. Nýliðarnir fundu engar lausnir og þær voru svo sannarlega ekki á bekknum. Snorri Hrafnkelsson skoraði 18 stig í leiknum en aðeins fjögur í fyrri hálfleik. Hann setti fjórtán stig í þeim síðari, flest eftir glæsilegan sóknarleik KR. Finnur Freyr: Endirinn lélegur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var ánægður með leik sinna manna í kvöld og sérstaklega hvernig meistaranir svöruðu fyrir tapið gegn Þór Þorlákshöfn í síðustu umferð sem Finnur var ekki sáttur við. „Menn voru hundsvekktir með síðasta leik þar sem við vorum allir lélegir. Ég ætla ekkert að taka af hinum Þórsurunum en við vorum ekki að spila vel. Svo horfði ég á leikinn aftur og þá vorum við enn þá lélegri. Við vildum gera betur í dag og gerðum það í þrjá leikhluta,“ sagði Finnur við Vísi. Þjálfarinn var þó alls ekki nógu kátur með síðustu mínútur leiksins þar sem Þórsarar minnkuðu muninn úr tæpum 30 stigum í ellefu og létu þetta líta vel út. „Þetta var bara lélegt. Menn eiga ekki að detta svona niður heldur vera 100 prósent einbeittir allan tímann. Það eru ekki margir leikir sem við fáum og þeir sem fá tækifæri verða að nýta það til að setja í reynslubankann. Það þýðir ekkert að spila bara vel þegar allt er í blóma,“ sagði hann. „Við lærum af þessu og skoðum betur hvað gerðist. Ég er ekki sáttur við endirinn á leiknum en það eru tvö stig í húsi og Pavel var að spila þannig það eru jákvæðir hlutir í þessu auðvitað.“ KR-liðið breytist í algjöra hakkavél þegar það er að spila eins og fyrstu 30 mínúturnar í dag. Er hægt að vinna KR í þessum ham? „Já, það er alveg hægt. Við erum á Íslandi og það eru til betri deildir en okkar. Mér finnst við samt eiga mikið inni. Þessi vika var erfið og þung og biðin eftir leiknum var löng. Við spiluðum bikarleik á milli sem var algjört djók en nú getum við farið að bæta í og gera betur,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson.Benedikt:Eigum það til að hengja haus þegar illa gengur „Það er bara góð spurning,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, við Vísi aðspurður eftir leik hvað leikmenn hans voru einfaldlega að gera fyrstu 30 mínútur leiksins í kvöld. „Við vorum bara tveimur númerum of litlir lengst af og KR-liðið með töluverða yfirburði. Þeir voru miklu betri en við.“ KR-liðið er gott. Það er vitað. Það er líka sérstaklega gott á heimavelli en það afasakar ekki andleysi Þórsarar sem byrjuðu að skrúfa hausinn niður í bringu í öðrum leikhluta. „Ég er alveg sammála því. Þetta er eitthvað sem við höfum átt til þegar illa gengur. Þá fara menn að hengja haus og við sökkvum enn þá dýpra. Við vorum að geta ráðið við mótlæti töluvert betur en þetta,“ sagði Benedikt, en Þórsararnir minnkuðu muninn niður í ellefu stig á lokamínútunum. „Þessar lokatölur gefa ekki rétta mynd af leiknum sjálfum en maður er að reyna að taka eitthvað jákvætt út úr leiknum. Við settum okkur markmið að koma þessu niður í ákveðin mun en við vorum samt lélegir í þessum leik.“ Jalen Riley, bandarískur bakvörður Þórs, skoraði ekki eitt stig í leiknum. Hann spilaði 16 mínútur og skaut sjö sinnum á körfuna án þess að skora. „Hann gerði ekkert í dag og var með mínus framlag,“ sagði Benedikt ósáttur. „Þetta er skorari sem á að geta skorað. Auðvitað er ég ósáttur við hann í þessum leik en ég kenni honum ekki um tapið. Það voru margir lélegir í kvöld þó sumir þeirra hafi hrokkið í gang undir lokin. Við töpuðum þessu sem lið,“ sagði Benedikt Guðmundsson.Benedikt Guðmundsson var ekki sáttur.Vísir/EyþórÞórir Guðmundur Þorbjarnarson á ferðinni í kvöld.Vísir/EyþórFinnur Freyr Stefánsson ræðir við sína menn.Vísir/Eyþór Dominos-deild karla Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Íslandsmeistarar KR komust aftur á sigurbraut í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir lögðu nýliða Þórs örugglega, 97-86. KR er nú með tíu stig eftir sex umferðir en Þórsarar, sem voru búnir að vinna tvo í röð fyrir kvöldið, eru með fjögur stig. Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísi og Fréttablaðsins, mætti í DHL-höllina í kvöld og náði þessum skemmtilegum myndum hér fyrir ofan. KR tók afgerandi forskot strax í byrjun og var 52-30 yfir í hálfleik. Heimamenn náðu 30 stiga forskoti í þriðja leikhluta en gestirnir náðu aðeins að svara undir lok þess fjórða og löguðu stöðuna. Lokatölur leiksins segja ekkert um gang hans því Þórsarar tóku á mikinn sprett undir lokin og náðu að bjarga andliti en gestirnir áttu aldrei möguleika í kvöld. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson átti stórleik af bekknum fyrir KR í kvöld og var stigahæstur með 20 stig. Brynjar Þór Björnsson og Taylor Bowen skoruðu 17 stig hvor en Bandaríkjamaðurinn Bowen bætti við 15 fráköstum. Danero Thomas skoraði 28 stig fyrir Þór og Darrell Lewis 24 en flest stig Lewis komu í rusltíma þegar leikurinn var löngu búinn.KR: Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 20, Snorri Hrafnkelsson 18/4 fráköst, Cedrick Taylor Bowen 17/15 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 17, Sigurður Á. Þorvaldsson 12/9 fráköst, Darri Hilmarsson 11, Pavel Ermolinskij 2/8 fráköst/8 stoðsendingar, Arnór Hermannsson 0, Orri Hilmarsson 0, Karvel Ágúst Schram 0, Þórir Lárusson 0, Benedikt Lárusson 0.Þór Ak.: Danero Thomas 28/8 fráköst/5 stoðsendingar, Darrel Keith Lewis 24/11 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 12/8 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 11, Sindri Davíðsson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 3/4 fráköst, Einar Ómar Eyjólfsson 2, Ingvi Rafn Ingvarsson 2, Jalen Ross Riley 0/4 fráköst, Arnór Jónsson 0, Jón Ágúst Eyjólfsson 0.Af hverju vann KR? Íslandsmeistaranir voru einfaldlega mörgum klössum ofar en nýliðarnir í kvöld. Frá fyrstu mínútu spilaði KR sterka vörn sem ekki bara hélt Þórsurum frá því að skora heldur gerði norðanmenn skíthrædda. Sóknaraðgerðir gestanna urðu vandræðalegar mjög snemma. Sóknarleikur KR gekk líka mjög vel og munar um að vera með tvo menn á bekknum sem skila þér 38 stigum (Þórir Guðmundur 20, Snorri 18). Það er ekkert leyndarmál í Dominos-deildinni að KR-liðið er djúpt og breitt og það sýndi sig í kvöld. Þegar KR spilar körfubolta eins og það gerði í fyrstu 30 mínúturnar í kvöld er ekki hægt að vinna það í DHL-höllinni. Fyrir utan að vera með fáránlega vel mannað lið var kveikt á öllum bæði í vörn og sókn.Bestu menn vallarins? Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Tóti Túrbó, átti stórleik af bekknum og skoraði 20 stig en hann hitti úr sjö af tólf skotum sínum, þar af þremur af fimm fyrir utan þriggja stiga línuna. Krafturinn sem kemur inn með Túrbómanninum er svakalegur en Þórsarar réðu ekkert við vesturbæinginn unga þegar að hann keyrði á körfuna eða fann sér pláss til að skjóta fyrir utan þriggja stiga línuna. Bandaríkjamaðurinn Taylor Bowen skoraði 17 stig líkt og Brynjar Þór Björnsson en hann tók að auki fimmtán fráköst, þar af átta sóknarfráköst. Kaninn fór illa með risann unga í Þórsliðinu, Tryggva Snæ Hlinason, og kom í veg fyrir að gestirnir gátu notað stóra manninn af viti undir körfunni.Hvað gekk illa? Varnarleikur Þórs var í besta falli ömurlegur. Það verður ekki tekið af KR-liðinu að það var að spila vel en stundum litu meistararnir út eins og NBA-leikmenn gegn áhugalausum Þórsurum sem settu hökuna niður í bringu í öðrum leikhluta. Jalen Riley, bakvörður Þórs, skoraði heldur ekki eitt einasta stig í leiknum. Hann spilaði 16 mínútur og tók sjö skot en hitti ekki einu einasta. Það er ekki í boði fyrir atvinnumann sem er skorari að hverfa svona í leik gegn góðu liði og skora ekki stig.Tölfræði sem vakti athygli? Á meðan KR fékk 38 stig af bekknum frá tveimur leikmönnum fékk Þór ekki nema ellefu frá fjórum spilurum. Nýliðarnir fundu engar lausnir og þær voru svo sannarlega ekki á bekknum. Snorri Hrafnkelsson skoraði 18 stig í leiknum en aðeins fjögur í fyrri hálfleik. Hann setti fjórtán stig í þeim síðari, flest eftir glæsilegan sóknarleik KR. Finnur Freyr: Endirinn lélegur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var ánægður með leik sinna manna í kvöld og sérstaklega hvernig meistaranir svöruðu fyrir tapið gegn Þór Þorlákshöfn í síðustu umferð sem Finnur var ekki sáttur við. „Menn voru hundsvekktir með síðasta leik þar sem við vorum allir lélegir. Ég ætla ekkert að taka af hinum Þórsurunum en við vorum ekki að spila vel. Svo horfði ég á leikinn aftur og þá vorum við enn þá lélegri. Við vildum gera betur í dag og gerðum það í þrjá leikhluta,“ sagði Finnur við Vísi. Þjálfarinn var þó alls ekki nógu kátur með síðustu mínútur leiksins þar sem Þórsarar minnkuðu muninn úr tæpum 30 stigum í ellefu og létu þetta líta vel út. „Þetta var bara lélegt. Menn eiga ekki að detta svona niður heldur vera 100 prósent einbeittir allan tímann. Það eru ekki margir leikir sem við fáum og þeir sem fá tækifæri verða að nýta það til að setja í reynslubankann. Það þýðir ekkert að spila bara vel þegar allt er í blóma,“ sagði hann. „Við lærum af þessu og skoðum betur hvað gerðist. Ég er ekki sáttur við endirinn á leiknum en það eru tvö stig í húsi og Pavel var að spila þannig það eru jákvæðir hlutir í þessu auðvitað.“ KR-liðið breytist í algjöra hakkavél þegar það er að spila eins og fyrstu 30 mínúturnar í dag. Er hægt að vinna KR í þessum ham? „Já, það er alveg hægt. Við erum á Íslandi og það eru til betri deildir en okkar. Mér finnst við samt eiga mikið inni. Þessi vika var erfið og þung og biðin eftir leiknum var löng. Við spiluðum bikarleik á milli sem var algjört djók en nú getum við farið að bæta í og gera betur,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson.Benedikt:Eigum það til að hengja haus þegar illa gengur „Það er bara góð spurning,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, við Vísi aðspurður eftir leik hvað leikmenn hans voru einfaldlega að gera fyrstu 30 mínútur leiksins í kvöld. „Við vorum bara tveimur númerum of litlir lengst af og KR-liðið með töluverða yfirburði. Þeir voru miklu betri en við.“ KR-liðið er gott. Það er vitað. Það er líka sérstaklega gott á heimavelli en það afasakar ekki andleysi Þórsarar sem byrjuðu að skrúfa hausinn niður í bringu í öðrum leikhluta. „Ég er alveg sammála því. Þetta er eitthvað sem við höfum átt til þegar illa gengur. Þá fara menn að hengja haus og við sökkvum enn þá dýpra. Við vorum að geta ráðið við mótlæti töluvert betur en þetta,“ sagði Benedikt, en Þórsararnir minnkuðu muninn niður í ellefu stig á lokamínútunum. „Þessar lokatölur gefa ekki rétta mynd af leiknum sjálfum en maður er að reyna að taka eitthvað jákvætt út úr leiknum. Við settum okkur markmið að koma þessu niður í ákveðin mun en við vorum samt lélegir í þessum leik.“ Jalen Riley, bandarískur bakvörður Þórs, skoraði ekki eitt stig í leiknum. Hann spilaði 16 mínútur og skaut sjö sinnum á körfuna án þess að skora. „Hann gerði ekkert í dag og var með mínus framlag,“ sagði Benedikt ósáttur. „Þetta er skorari sem á að geta skorað. Auðvitað er ég ósáttur við hann í þessum leik en ég kenni honum ekki um tapið. Það voru margir lélegir í kvöld þó sumir þeirra hafi hrokkið í gang undir lokin. Við töpuðum þessu sem lið,“ sagði Benedikt Guðmundsson.Benedikt Guðmundsson var ekki sáttur.Vísir/EyþórÞórir Guðmundur Þorbjarnarson á ferðinni í kvöld.Vísir/EyþórFinnur Freyr Stefánsson ræðir við sína menn.Vísir/Eyþór
Dominos-deild karla Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum