Trump hefur rætt við níu þjóðarleiðtoga Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2016 14:00 Donald Trump hefur rætt við Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, en ekki Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/AFP Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur rætt við að minnsta kosti níu þjóðarleiðtoga eftir að hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna á þriðjudag. Athygli vekur að hann hefur ekki rætt við leiðtoga stærstu ríkja Evrópu – leiðtoga Bretlands, Þýskalands, Frakklands og Rússlands. Í frétt Independent segir að Trump hafi rætt við leiðtoga Egyptalands, Írlands, Mexíkó, Ísrael, Tyrklands, Indlands, Japans, Ástralíu og Suður-Kóreu. Independent segir að Trump hafi enn ekki rætt við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, sem lýsti sambandi Bretlands og Bandaríkjanna sem „sérstöku“ þegar hún óskaði Trump til hamingju með sigurinn í gær. Trump hefur þó ekki heyrt í May frá því að hann var kjörinn, nokkuð sem blaðið segir draga upp efasemdir um hvort samband ríkjanna sé svo „sérstakt“. Talsmaður Trump segir hann ekki vera með sérstök plön að heimsækja Evrópu áður en hann sver embættiseið þann 20. janúar næstkomandi. May hefur þó sagst vilja eiga fund með Trump við fyrsta tækifæri til að ræða viðskiptatengsl ríkjanna í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Trump átti um tíu mínútna spjall við Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, og bauð honum til að sækja sérstaka veislu í Hvíta húsinu á degi heilags Patreks á næsta ári. Trump ræddi einnig við Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, í um tuttugu mínútur og munu þeir eiga sérstakan fund fyrir leiðtogafund ASEAN-ríkja, í næstu viku. Í yfirlýsingu frá egypsku forsetaskrifstofunni segir að Abdel Fattah al-Sissi, forseti Egyptalands, hafi verið fyrsti þjóðarleiðtogi heims sem ræddi við Trump eftir að hann varð kjörinn. Ræddu þeir að efla tengsl ríkjanna. Tim Farron, formaður Frjálslyndra demókrata í Bretlandi, segir í tísti að sú staðreynd að Trump og May hafi ekki rætt saman, fái hann til að halda að Bretland sé nú einhvers staðar „aftarlega í röðinni“ meðal ríkja.Trump yet to call May, but has called Egypt Ireland Mexico Israel Turkey India Japan & Australia...almost like we are 'back of the queue'— Tim Farron (@timfarron) November 10, 2016 Donald Trump Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur rætt við að minnsta kosti níu þjóðarleiðtoga eftir að hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna á þriðjudag. Athygli vekur að hann hefur ekki rætt við leiðtoga stærstu ríkja Evrópu – leiðtoga Bretlands, Þýskalands, Frakklands og Rússlands. Í frétt Independent segir að Trump hafi rætt við leiðtoga Egyptalands, Írlands, Mexíkó, Ísrael, Tyrklands, Indlands, Japans, Ástralíu og Suður-Kóreu. Independent segir að Trump hafi enn ekki rætt við Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, sem lýsti sambandi Bretlands og Bandaríkjanna sem „sérstöku“ þegar hún óskaði Trump til hamingju með sigurinn í gær. Trump hefur þó ekki heyrt í May frá því að hann var kjörinn, nokkuð sem blaðið segir draga upp efasemdir um hvort samband ríkjanna sé svo „sérstakt“. Talsmaður Trump segir hann ekki vera með sérstök plön að heimsækja Evrópu áður en hann sver embættiseið þann 20. janúar næstkomandi. May hefur þó sagst vilja eiga fund með Trump við fyrsta tækifæri til að ræða viðskiptatengsl ríkjanna í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Trump átti um tíu mínútna spjall við Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, og bauð honum til að sækja sérstaka veislu í Hvíta húsinu á degi heilags Patreks á næsta ári. Trump ræddi einnig við Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, í um tuttugu mínútur og munu þeir eiga sérstakan fund fyrir leiðtogafund ASEAN-ríkja, í næstu viku. Í yfirlýsingu frá egypsku forsetaskrifstofunni segir að Abdel Fattah al-Sissi, forseti Egyptalands, hafi verið fyrsti þjóðarleiðtogi heims sem ræddi við Trump eftir að hann varð kjörinn. Ræddu þeir að efla tengsl ríkjanna. Tim Farron, formaður Frjálslyndra demókrata í Bretlandi, segir í tísti að sú staðreynd að Trump og May hafi ekki rætt saman, fái hann til að halda að Bretland sé nú einhvers staðar „aftarlega í röðinni“ meðal ríkja.Trump yet to call May, but has called Egypt Ireland Mexico Israel Turkey India Japan & Australia...almost like we are 'back of the queue'— Tim Farron (@timfarron) November 10, 2016
Donald Trump Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira