Krefjast þess að Vigdís dragi órökstuddar og ósannar ásakanir til baka Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2016 15:19 Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kastljóss og Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir „Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku,“ segir í yfirlýsingu frá Kastljósi vegna ummæla Vigdísar Hauksdóttur, fyrrverandi formanns fjárlaganefndar. Vigdís tjáði sig um fréttaskýringu Kastljóss um starfsemi Brúneggja en þar sagði Vigdís meðal annars: „Enda leikurinn til þess gerður að knésetja íslenskan landbúnað - það er agenda RÚV og „góða fólksins.“ Kastljós segir Vigdísi hafa haldið því fram að Kastljós sé þekkt fyrir að falsa myndir með umfjöllun og segir Vigdísi ekki hafa nefnt dæmi um slíkt því þau séu ekki til. „Þar gefur Vigdís í skyn að þær myndir sem héraðsdýralæknir Vesturlands tók í eftirlitsheimsóknum að Stafholtsveggjum 2 árin 2015-2016, og fylgdu skoðunarskýrslum þaðan, séu falsaðar. Hafi jafnvel verið teknar á „öðru hænsnabúi í öðru landi“. Þar er hún að vísa í umfjöllun Kastljóss um aðstæður á eggjabúum Brúneggja ehf. undanfarin ár,“ segir í yfirlýsingu Kastljóss. Kastljós segist hafa fengið aðgang að skoðunarskýrslum frá Matvælastofnun í krafti upplýsingalaga og þeim ljósmyndum og myndböndum sem fylgdu skýrslunum. „Í þættinum voru þær myndir eingöngu sýndar með frásögn af þeim heimsóknum. Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku. Ummæli þingmannsins fyrrverandi vega alvarlega að æru og starfsheiðri fréttamanna RÚV og við það verður ekki unað,“ segir í yfirlýsingunni. Krefst fréttastofa RÚV þess að Vigdís Hauksdóttir dragi órökstuddar og ósannar ásakanir sínar til baka en yfirlýsinguna má lesa í heild hér fyrir neðan: Brúneggjamálið Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
„Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku,“ segir í yfirlýsingu frá Kastljósi vegna ummæla Vigdísar Hauksdóttur, fyrrverandi formanns fjárlaganefndar. Vigdís tjáði sig um fréttaskýringu Kastljóss um starfsemi Brúneggja en þar sagði Vigdís meðal annars: „Enda leikurinn til þess gerður að knésetja íslenskan landbúnað - það er agenda RÚV og „góða fólksins.“ Kastljós segir Vigdísi hafa haldið því fram að Kastljós sé þekkt fyrir að falsa myndir með umfjöllun og segir Vigdísi ekki hafa nefnt dæmi um slíkt því þau séu ekki til. „Þar gefur Vigdís í skyn að þær myndir sem héraðsdýralæknir Vesturlands tók í eftirlitsheimsóknum að Stafholtsveggjum 2 árin 2015-2016, og fylgdu skoðunarskýrslum þaðan, séu falsaðar. Hafi jafnvel verið teknar á „öðru hænsnabúi í öðru landi“. Þar er hún að vísa í umfjöllun Kastljóss um aðstæður á eggjabúum Brúneggja ehf. undanfarin ár,“ segir í yfirlýsingu Kastljóss. Kastljós segist hafa fengið aðgang að skoðunarskýrslum frá Matvælastofnun í krafti upplýsingalaga og þeim ljósmyndum og myndböndum sem fylgdu skýrslunum. „Í þættinum voru þær myndir eingöngu sýndar með frásögn af þeim heimsóknum. Það er óviðunandi að hafður sé uppi slíkur atvinnurógur í garð fréttamanna sem sinna sínum störfum af heilindum og fagmennsku. Ummæli þingmannsins fyrrverandi vega alvarlega að æru og starfsheiðri fréttamanna RÚV og við það verður ekki unað,“ segir í yfirlýsingunni. Krefst fréttastofa RÚV þess að Vigdís Hauksdóttir dragi órökstuddar og ósannar ásakanir sínar til baka en yfirlýsinguna má lesa í heild hér fyrir neðan:
Brúneggjamálið Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir: Agenda RÚV og „góða fólksins“ að knésetja íslenskan landbúnað „Væri nú ekki gott ef við neytendur gætum treyst eftirlitsaðilum fyrir 1600 milljónir á ári. Hvert fer peningurinn eiginlega?“ 29. nóvember 2016 11:32