Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Hulda Hólmkelsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 29. nóvember 2016 11:16 Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna funduðu í morgun hvor í sínu lagi. Að fundunum loknum liggur fyrir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag. Bjarni sagði í samtali við fréttastofu að markmiðið væri að sjá hvort einhver grundvöllur væri fyrir samstarfi flokkanna tveggja. Í samtali við fréttastofu sagði Bjarni að eftir viðræður sínar við formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar lægi fyrir að slíkur meirihluti yrði tæpur. „Það varð eiginlega niðurstaða mín og meðal annars eftir samtal við þá að leita leiða til þess að mynda breiðari ríkisstjórn,“ segir Bjarni. „Ég hef rætt um það við Katrínu Jakobsdóttur hvort við gætum átt samtal um það,“ segir Bjarni. „Ég vænti þess að við getum þá sest niður í dag með nokkur afmörkuð málefni til þess að fara betur yfir. Til þess að sjá hvort að þessir flokkar tveir geti verið einhverskonar kjarni í ríkisstjórn.“ Láta eigi reyna á þessar viðræður án þess að ákveðið sé að hvaða annar flokkur kæmi að ríkisstjórn en minnst þrjá flokka þarf til að ná tilskyldum meirihluta á þingi.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ræddi Katrín við Sjálfstæðisflokkinn um mögulegt samstarf áður en hún skilaði inn stjórnarmyndunarumboði sínu í síðustu viku. Þær viðræður strönduðu á því að ekki kom til greina að Katrínu að setjast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem þriðja hjólinu. Katrín hefur verið nokkuð afdráttarlaus í afstöðu sinni um samstarf flokkanna og hefur ítrekað sagt að ekki sé málefnalegur samhljómur milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna.Katrín og Bjarni hafa bæði fengið umboð til stjórnarmyndunar en bæði hafa skilað umboðinu aftur til forseta. Katrín gekk á fund forseta í síðustu viku og skilaði umboðinu og sagði þá við fjölmiðla að flokkarnir þyrftu mögulega að slaka á kröfum sínum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar Engin tíðindi af stjórnarmyndun hafa borist síðan um helgina. 29. nóvember 2016 10:41 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna funduðu í morgun hvor í sínu lagi. Að fundunum loknum liggur fyrir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag. Bjarni sagði í samtali við fréttastofu að markmiðið væri að sjá hvort einhver grundvöllur væri fyrir samstarfi flokkanna tveggja. Í samtali við fréttastofu sagði Bjarni að eftir viðræður sínar við formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar lægi fyrir að slíkur meirihluti yrði tæpur. „Það varð eiginlega niðurstaða mín og meðal annars eftir samtal við þá að leita leiða til þess að mynda breiðari ríkisstjórn,“ segir Bjarni. „Ég hef rætt um það við Katrínu Jakobsdóttur hvort við gætum átt samtal um það,“ segir Bjarni. „Ég vænti þess að við getum þá sest niður í dag með nokkur afmörkuð málefni til þess að fara betur yfir. Til þess að sjá hvort að þessir flokkar tveir geti verið einhverskonar kjarni í ríkisstjórn.“ Láta eigi reyna á þessar viðræður án þess að ákveðið sé að hvaða annar flokkur kæmi að ríkisstjórn en minnst þrjá flokka þarf til að ná tilskyldum meirihluta á þingi.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ræddi Katrín við Sjálfstæðisflokkinn um mögulegt samstarf áður en hún skilaði inn stjórnarmyndunarumboði sínu í síðustu viku. Þær viðræður strönduðu á því að ekki kom til greina að Katrínu að setjast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem þriðja hjólinu. Katrín hefur verið nokkuð afdráttarlaus í afstöðu sinni um samstarf flokkanna og hefur ítrekað sagt að ekki sé málefnalegur samhljómur milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna.Katrín og Bjarni hafa bæði fengið umboð til stjórnarmyndunar en bæði hafa skilað umboðinu aftur til forseta. Katrín gekk á fund forseta í síðustu viku og skilaði umboðinu og sagði þá við fjölmiðla að flokkarnir þyrftu mögulega að slaka á kröfum sínum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar Engin tíðindi af stjórnarmyndun hafa borist síðan um helgina. 29. nóvember 2016 10:41 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar Engin tíðindi af stjórnarmyndun hafa borist síðan um helgina. 29. nóvember 2016 10:41