Hefur náð frábærum árangri á stuttum tíma 27. nóvember 2016 20:15 Kjartan Elvar Baldvinsson byrjaði að æfa ólympískar lyftingar í byrjun janúar á þessu ári. Það væri svosem ekki í frásögur færandi en formið og hæfileikarnir eru hreint með ólíkindum. Guðmundur Sigurðsson sem varð í 8.sæti í lyftingum á Ólympíuleikunum í Montreal árið 1976 er alltaf með augun opin fyrir nýjum mönnum. „Hann byrjaði nú ekki að lyfta nema rétt um fyrir ári síðan sem er svolítið seint miðað við afreksmenn, orðinn tvítugur. En hann er með grunn úr frjálsum íþróttum og sérstaklega fimleikum sem er ofsalega fínn grunnur ef menn ætla að breyta til yfir í lyftingar þar sem liðleiki, lipurð og fjaðurmagn þarf að vera fyrir hendi. Þannig að hann er með þessa þætti og þá er miklu minna mál að vinna úr framhaldinu,“ sagði Guðmundur í samtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann. Kjartan Elvar hefur aðeins keppt á einu móti. Tók 125 kíló í jafnhöttun og 100 kíló í snörun. Sprengikrafturinn og formið er í raun lyginni líkast. „Við höfum óhemju flott efni, líkamlegt og andlegt. Síðan er þetta mikil vinna. Hvað vill hann leggja hart að sér? Það tekur nokkur ár að byggja upp alvöru getu. Nú erum við að stefna að því að reyna að koma honum í landsliðshóp þannig að hann komist í 10 manna úrtakshóp fyrir mót sem er nú í janúar,“ bætti Guðmundur við. „Hann hefur í raun ekki nema eitt mót á bakvið sig sem hann hefur náð árangri í. Nú er jólamótið um miðjan desember og hann þarf að sanna sig þar. Ég vonast eftir því sem þjálfari að við Mosfellingar fáum einn í hópinn.“ Kjartan sjálfur er lítillátur yfir forminu og þeim hæfileikum sem hann býr yfir. „Það var nú eiginlega Hjalti sem dró mig inn í þetta. Hann bauð mér að koma á námskeið hjá Guðmundi í desember. Ég hafði ekkert að gera á þeim tíma, var nýhættur í fimleikunum og sagði bara já,“ sagði Kjartan Elvar. „Mér fannst þetta spennandi og tók þátt í þessu. Ég er búinn að æfa fimleika síðan ég var tíu ára og hef mikinn styrk þaðan. Grunnurinn er alveg til staðar og þess vegna hef ég náð góðum árangri á svona stuttum tíma,“ sagði þessi efnilegi kraftlyftingamaður að lokum. Aðrar íþróttir Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Sjá meira
Kjartan Elvar Baldvinsson byrjaði að æfa ólympískar lyftingar í byrjun janúar á þessu ári. Það væri svosem ekki í frásögur færandi en formið og hæfileikarnir eru hreint með ólíkindum. Guðmundur Sigurðsson sem varð í 8.sæti í lyftingum á Ólympíuleikunum í Montreal árið 1976 er alltaf með augun opin fyrir nýjum mönnum. „Hann byrjaði nú ekki að lyfta nema rétt um fyrir ári síðan sem er svolítið seint miðað við afreksmenn, orðinn tvítugur. En hann er með grunn úr frjálsum íþróttum og sérstaklega fimleikum sem er ofsalega fínn grunnur ef menn ætla að breyta til yfir í lyftingar þar sem liðleiki, lipurð og fjaðurmagn þarf að vera fyrir hendi. Þannig að hann er með þessa þætti og þá er miklu minna mál að vinna úr framhaldinu,“ sagði Guðmundur í samtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann. Kjartan Elvar hefur aðeins keppt á einu móti. Tók 125 kíló í jafnhöttun og 100 kíló í snörun. Sprengikrafturinn og formið er í raun lyginni líkast. „Við höfum óhemju flott efni, líkamlegt og andlegt. Síðan er þetta mikil vinna. Hvað vill hann leggja hart að sér? Það tekur nokkur ár að byggja upp alvöru getu. Nú erum við að stefna að því að reyna að koma honum í landsliðshóp þannig að hann komist í 10 manna úrtakshóp fyrir mót sem er nú í janúar,“ bætti Guðmundur við. „Hann hefur í raun ekki nema eitt mót á bakvið sig sem hann hefur náð árangri í. Nú er jólamótið um miðjan desember og hann þarf að sanna sig þar. Ég vonast eftir því sem þjálfari að við Mosfellingar fáum einn í hópinn.“ Kjartan sjálfur er lítillátur yfir forminu og þeim hæfileikum sem hann býr yfir. „Það var nú eiginlega Hjalti sem dró mig inn í þetta. Hann bauð mér að koma á námskeið hjá Guðmundi í desember. Ég hafði ekkert að gera á þeim tíma, var nýhættur í fimleikunum og sagði bara já,“ sagði Kjartan Elvar. „Mér fannst þetta spennandi og tók þátt í þessu. Ég er búinn að æfa fimleika síðan ég var tíu ára og hef mikinn styrk þaðan. Grunnurinn er alveg til staðar og þess vegna hef ég náð góðum árangri á svona stuttum tíma,“ sagði þessi efnilegi kraftlyftingamaður að lokum.
Aðrar íþróttir Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Sjá meira