Þingmaður Vinstri grænna: Ríkisstjórn VG, Pírata og Sjálfstæðisflokks spennandi kostur Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2016 12:08 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Vísir/Eyþór Þingmaður Vinstri grænna segir að það gæti verið spennandi kostur að reyna myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokki og Pírötum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að skoða þurfi myndun ríkisstjórnar með Vinstri grænum ef aðrir möguleikar eru ekki í stöðunni. Engin formleg tilboð um stjórnarmyndunarviðræður hafa komið fram síðan Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar. Forystufólk flokkanna var sammála um að gærdagurinn hefði verið rólegur en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði á Bessastöðum fyrir helgi að hann vænti þess að um helgina eða í byrjun næstu viku í síðasta lagi hafi línur skýrst og unnt verði að ákveða næstu skref í viðræðunum.Skynsamlegast að þing komi samanBjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir alla flokka vera að ræða saman.„Þó að fólk hafi haft hægt um sig í gær að þá auðvitað áttu sér stað samtöl og allt slíkt en óformlegt með öllu. En ég auðvitað tel og hef sagt það að það væri skynsamlegast að þingið komi saman og fari að vinna við fjárlög. Skipað verði í nefndir til bráðabirgða burtséð frá því hvort það verði búið að mynda ríkisstjórn hér eftir helgina. Mér finnst óþarfi að bíða til 6. desember,” segir Bjarkey. Það gæti orðið til þess að hraða myndun nýrrar ríkisstjórnar að kalla saman Alþingi. Vilji er til þess innan Pírata og Samfylkingar að hefja aftur viðræður um myndun fimm flokka ríkisstjórnar með Vinstri grænum, Bjartri framtíð og Viðreisn. Bjarkey segir það hins vegar ekki raunhæft. „Mér finnst það endurspeglast í orðum Benedikt Jóhannssonar í gær þar sem að hann segir að það hafi verið lengra á milli þessara fimm flokka heldur en þeirra og sjálfstæðismanna. Það finnst mér eiginlega segja meira en margt annað. Þannig að ég sé ekki að það gæti gengið,“ segir Bjarkey og vísar til ummæla Benedikt Jóhannssonar, formanns Viðreisnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær.Spennandi kosturVarðandi framhaldið sé allt opið.„Það er auðvitað hægt að gera ýmislegt. Ég hef sagt að það gæti verið spennandi kostur, og kannski ákall eftir því með niðurstöðum kosninganna þar sem þær eru flóknar, að sjá saman Vinstri græn, Pírata og Sjálfstæðisflokkinn. Þó að það virðist vera útilokað, það er að segja bæði Sjálfstæðisflokkur og Píratar hafa útilokað hvorn annan. En þá gæti það verið svona spennandi niðurstaða,” segir Bjarkey.Skoða samstarf við VG ef annað gengur ekki uppGuðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir þá flokka sem ætla að starfa saman í ríkisstjórn þurfa að gefa eftir sínar ítrustu kröfur. „Auðvitað snýst þetta um að ná annars vegar þeim málefnum sem að við leggjum áherslu á, ná þeim fram í stjórnarsáttmála, og hins vegar að það sé stjórnarmeirihluti sem að þoli þá ágjöf sem að verður alltaf þegar að ríkisstjórn starfar,” segir Guðlaugur.Telur þú líklegt að það gæti orðið sátt um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og þriðja flokks?„Það er einn af valkostunum. Ef að önnur módel ganga ekki saman að þá verða menn að skoða þann þáttinn, það segir sig sjálft,” segir Guðlaugur. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín reyndi við Sjálfstæðismenn Stjórnmálamenn eru dasaðir eftir að síðustu stjórnarmyndunarviðræður runnu út í sandinn. Enginn fer með stjórnarmyndunarumboðið. Forseti Íslands segir að nú verði stjórnmálamenn að rísa til ábyrgðar. 26. nóvember 2016 07:00 Ekki bara málefnin sem stóðu í vegi fyrir viðræðunum heldur einnig „menningarmunur“ flokkanna "Ég hefði talið að við hefðum átt að geta náð saman um þetta“ segir Katrín Jakobsdóttir sem var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni, þjóðmálaþætti Stöðvar 2 í hádeginu. 26. nóvember 2016 13:05 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
Þingmaður Vinstri grænna segir að það gæti verið spennandi kostur að reyna myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokki og Pírötum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir augljóst að skoða þurfi myndun ríkisstjórnar með Vinstri grænum ef aðrir möguleikar eru ekki í stöðunni. Engin formleg tilboð um stjórnarmyndunarviðræður hafa komið fram síðan Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar. Forystufólk flokkanna var sammála um að gærdagurinn hefði verið rólegur en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði á Bessastöðum fyrir helgi að hann vænti þess að um helgina eða í byrjun næstu viku í síðasta lagi hafi línur skýrst og unnt verði að ákveða næstu skref í viðræðunum.Skynsamlegast að þing komi samanBjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir alla flokka vera að ræða saman.„Þó að fólk hafi haft hægt um sig í gær að þá auðvitað áttu sér stað samtöl og allt slíkt en óformlegt með öllu. En ég auðvitað tel og hef sagt það að það væri skynsamlegast að þingið komi saman og fari að vinna við fjárlög. Skipað verði í nefndir til bráðabirgða burtséð frá því hvort það verði búið að mynda ríkisstjórn hér eftir helgina. Mér finnst óþarfi að bíða til 6. desember,” segir Bjarkey. Það gæti orðið til þess að hraða myndun nýrrar ríkisstjórnar að kalla saman Alþingi. Vilji er til þess innan Pírata og Samfylkingar að hefja aftur viðræður um myndun fimm flokka ríkisstjórnar með Vinstri grænum, Bjartri framtíð og Viðreisn. Bjarkey segir það hins vegar ekki raunhæft. „Mér finnst það endurspeglast í orðum Benedikt Jóhannssonar í gær þar sem að hann segir að það hafi verið lengra á milli þessara fimm flokka heldur en þeirra og sjálfstæðismanna. Það finnst mér eiginlega segja meira en margt annað. Þannig að ég sé ekki að það gæti gengið,“ segir Bjarkey og vísar til ummæla Benedikt Jóhannssonar, formanns Viðreisnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær.Spennandi kosturVarðandi framhaldið sé allt opið.„Það er auðvitað hægt að gera ýmislegt. Ég hef sagt að það gæti verið spennandi kostur, og kannski ákall eftir því með niðurstöðum kosninganna þar sem þær eru flóknar, að sjá saman Vinstri græn, Pírata og Sjálfstæðisflokkinn. Þó að það virðist vera útilokað, það er að segja bæði Sjálfstæðisflokkur og Píratar hafa útilokað hvorn annan. En þá gæti það verið svona spennandi niðurstaða,” segir Bjarkey.Skoða samstarf við VG ef annað gengur ekki uppGuðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir þá flokka sem ætla að starfa saman í ríkisstjórn þurfa að gefa eftir sínar ítrustu kröfur. „Auðvitað snýst þetta um að ná annars vegar þeim málefnum sem að við leggjum áherslu á, ná þeim fram í stjórnarsáttmála, og hins vegar að það sé stjórnarmeirihluti sem að þoli þá ágjöf sem að verður alltaf þegar að ríkisstjórn starfar,” segir Guðlaugur.Telur þú líklegt að það gæti orðið sátt um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og þriðja flokks?„Það er einn af valkostunum. Ef að önnur módel ganga ekki saman að þá verða menn að skoða þann þáttinn, það segir sig sjálft,” segir Guðlaugur.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín reyndi við Sjálfstæðismenn Stjórnmálamenn eru dasaðir eftir að síðustu stjórnarmyndunarviðræður runnu út í sandinn. Enginn fer með stjórnarmyndunarumboðið. Forseti Íslands segir að nú verði stjórnmálamenn að rísa til ábyrgðar. 26. nóvember 2016 07:00 Ekki bara málefnin sem stóðu í vegi fyrir viðræðunum heldur einnig „menningarmunur“ flokkanna "Ég hefði talið að við hefðum átt að geta náð saman um þetta“ segir Katrín Jakobsdóttir sem var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni, þjóðmálaþætti Stöðvar 2 í hádeginu. 26. nóvember 2016 13:05 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
Katrín reyndi við Sjálfstæðismenn Stjórnmálamenn eru dasaðir eftir að síðustu stjórnarmyndunarviðræður runnu út í sandinn. Enginn fer með stjórnarmyndunarumboðið. Forseti Íslands segir að nú verði stjórnmálamenn að rísa til ábyrgðar. 26. nóvember 2016 07:00
Ekki bara málefnin sem stóðu í vegi fyrir viðræðunum heldur einnig „menningarmunur“ flokkanna "Ég hefði talið að við hefðum átt að geta náð saman um þetta“ segir Katrín Jakobsdóttir sem var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni, þjóðmálaþætti Stöðvar 2 í hádeginu. 26. nóvember 2016 13:05