Ekki fyrsta einvígið í Formúlu 1 Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. nóvember 2016 08:00 Niki Lauda og James Hunt árið 1976. vísir/getty Einvígi Rosbergs og Hamiltons um helgina gæti komist í sögubækurnar sem eitt af frægari einvígjum Formúlusögunnar. Fyrsta alvöru einvígið var á milli Niki Lauda og James Hunt árið 1976. Því einvígi voru gerð skil í hinni stórgóðu mynd Rush sem kom út fyrir þremur árum. Þá missti Lauda aðeins af tveimur keppnum eftir að hafa brennst mjög illa og var í raun heppinn að hafa lifað af. Í dramatískri lokakeppni i Japan hætti Lauda í rigningunni á öðrum hring og Hunt náði að lokum þriðja sæti og varð heimsmeistari með einu stigi. Alain Prost háði mikið einvígi við Nigel Mansell og Nelson Piquet árið 1986. Prost var svo aftur á ferðinni í ógleymanlegu einvígi við Ayrton Senna þremur árum síðar. Fræg einvígi á síðari árum voru meðal annars á milli Michaels Schumacher og Damons Hill árið 1994. Schumacher háði einnig mikið einvígi við Jacques Villenueve árið 1997. Formúla Tengdar fréttir Einvígi æskuvina í eyðimörkinni Mercedes-félagarnir Nico Rosberg og Lewis Hamilton munu berjast um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í lokakeppni tímabilsins sem fram fer í Abú Dabí á morgun. Rosberg stendur vel að vígi í einvíginu. 26. nóvember 2016 06:00 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Einvígi Rosbergs og Hamiltons um helgina gæti komist í sögubækurnar sem eitt af frægari einvígjum Formúlusögunnar. Fyrsta alvöru einvígið var á milli Niki Lauda og James Hunt árið 1976. Því einvígi voru gerð skil í hinni stórgóðu mynd Rush sem kom út fyrir þremur árum. Þá missti Lauda aðeins af tveimur keppnum eftir að hafa brennst mjög illa og var í raun heppinn að hafa lifað af. Í dramatískri lokakeppni i Japan hætti Lauda í rigningunni á öðrum hring og Hunt náði að lokum þriðja sæti og varð heimsmeistari með einu stigi. Alain Prost háði mikið einvígi við Nigel Mansell og Nelson Piquet árið 1986. Prost var svo aftur á ferðinni í ógleymanlegu einvígi við Ayrton Senna þremur árum síðar. Fræg einvígi á síðari árum voru meðal annars á milli Michaels Schumacher og Damons Hill árið 1994. Schumacher háði einnig mikið einvígi við Jacques Villenueve árið 1997.
Formúla Tengdar fréttir Einvígi æskuvina í eyðimörkinni Mercedes-félagarnir Nico Rosberg og Lewis Hamilton munu berjast um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í lokakeppni tímabilsins sem fram fer í Abú Dabí á morgun. Rosberg stendur vel að vígi í einvíginu. 26. nóvember 2016 06:00 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Einvígi æskuvina í eyðimörkinni Mercedes-félagarnir Nico Rosberg og Lewis Hamilton munu berjast um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í lokakeppni tímabilsins sem fram fer í Abú Dabí á morgun. Rosberg stendur vel að vígi í einvíginu. 26. nóvember 2016 06:00