Tveir reynsluboltar keppa um útnefningu Guðsteinn Bjarnason skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Tveir fyrrverandi forsætisráðherrar, Francois Fillon og Alain Juppé, keppa um að verða forsetaefni Lýðveldissinna, stærsta hægri flokks Frakklands. Nordicphotos/AFP Á morgun verður efnt til seinni umferðar forvals Flokks lýðveldissinna í Frakklandi, þar sem tveir fyrrverandi forsætisráðherrar keppa um að verða forsetaefni flokksins. Þeir Alain Juppé og François Fillon mættust í sjónvarpskappræðum á fimmtudagskvöld, og þótti Fillon hafa staðið sig betur. Fillon er gallharður frjálshyggjumaður sem lofar að gefa Frökkum raflost verði hann forseti. Raflostið eigi að gagnast fyrirtækjum, sem lengi hafa kvartað undan íþyngjandi regluverki sem hindri sveigjanleika í rekstri. Juppé þykir frjálslyndari. Hann hefur varað við harkalegum umbótum sem myndu ekki skila tilætluðum efnahagsárangri. Hann hefur einnig verið opnari fyrir fjölmenningu og réttindum minnihlutahópa. Samkvæmt skoðanakönnunum á Fillon meiri möguleika á sigri. Honum er spáð 65 prósentum atkvæða í forvalinu á morgun. Hann er einnig talinn eiga meiri möguleika en Juppé í forsetakosningunum, sem haldnar verða 23. apríl næstkomandi. Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti, náði ekki nógu miklu fylgi í fyrri umferð forvalsins til að komast í seinni umferðina. Það kom nokkuð á óvart, en hann er þar með úr leik. Sósíalistar, sem nú fara með stjórn landsins, eiga enn eftir að velja sér forsetaefni. Forval þeirra verður í janúar. François Hollande, núverandi forseti, hefur enn ekki tekið af skarið um hvort hann gefi kost á sér. Skoðanakannanir spá honum engum yfirburðasigri og reyndar þykir Sósíalistaflokkurinn enn sem komið er varla hafa roð við Lýðveldissinnum, hver svo sem frambjóðandi þeirra verður. Ekki mælist þjóðernissinninn Marine Le Pen heldur með nógu mikið fylgi til að geta gert sér raunhæfar vonir um forsetaembættið. Fylgi hennar hefur samt verið að aukast töluvert og óvæntar niðurstöður forsetakosninga í Bandaríkjunum og Brexit-kosninganna í Bretlandi hafa magnað upp óvissuna. Hún þykir að minnsta kosti eiga góða möguleika á að komast í gegnum fyrri umferð forsetakosninganna, þannig að kjósendur þurfi að velja á milli hennar og frambjóðanda Lýðveldissinna, hvort sem það verður Fillon eða Juppé, í seinni umferðinni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Á morgun verður efnt til seinni umferðar forvals Flokks lýðveldissinna í Frakklandi, þar sem tveir fyrrverandi forsætisráðherrar keppa um að verða forsetaefni flokksins. Þeir Alain Juppé og François Fillon mættust í sjónvarpskappræðum á fimmtudagskvöld, og þótti Fillon hafa staðið sig betur. Fillon er gallharður frjálshyggjumaður sem lofar að gefa Frökkum raflost verði hann forseti. Raflostið eigi að gagnast fyrirtækjum, sem lengi hafa kvartað undan íþyngjandi regluverki sem hindri sveigjanleika í rekstri. Juppé þykir frjálslyndari. Hann hefur varað við harkalegum umbótum sem myndu ekki skila tilætluðum efnahagsárangri. Hann hefur einnig verið opnari fyrir fjölmenningu og réttindum minnihlutahópa. Samkvæmt skoðanakönnunum á Fillon meiri möguleika á sigri. Honum er spáð 65 prósentum atkvæða í forvalinu á morgun. Hann er einnig talinn eiga meiri möguleika en Juppé í forsetakosningunum, sem haldnar verða 23. apríl næstkomandi. Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti, náði ekki nógu miklu fylgi í fyrri umferð forvalsins til að komast í seinni umferðina. Það kom nokkuð á óvart, en hann er þar með úr leik. Sósíalistar, sem nú fara með stjórn landsins, eiga enn eftir að velja sér forsetaefni. Forval þeirra verður í janúar. François Hollande, núverandi forseti, hefur enn ekki tekið af skarið um hvort hann gefi kost á sér. Skoðanakannanir spá honum engum yfirburðasigri og reyndar þykir Sósíalistaflokkurinn enn sem komið er varla hafa roð við Lýðveldissinnum, hver svo sem frambjóðandi þeirra verður. Ekki mælist þjóðernissinninn Marine Le Pen heldur með nógu mikið fylgi til að geta gert sér raunhæfar vonir um forsetaembættið. Fylgi hennar hefur samt verið að aukast töluvert og óvæntar niðurstöður forsetakosninga í Bandaríkjunum og Brexit-kosninganna í Bretlandi hafa magnað upp óvissuna. Hún þykir að minnsta kosti eiga góða möguleika á að komast í gegnum fyrri umferð forsetakosninganna, þannig að kjósendur þurfi að velja á milli hennar og frambjóðanda Lýðveldissinna, hvort sem það verður Fillon eða Juppé, í seinni umferðinni. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira