Katrín segir flokkana þurfa að hugsa út fyrir kassann og útilokar ekki minnihlutastjórn Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2016 00:00 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir formenn flokkanna þurfa að hugsa út fyrir kassann í þeirri stöðu sem nú er komin upp í stjórnmálum landsins. Hún útilokar ekki að mynduð verði minnihlutastjórn í landinu eftir að hún skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar í dag. Katrín kom á fund forseta Íslands klukkan tíu í morgun og skilaði skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar eftir að hafa haft það í níu daga. Hún greindi forseta frá því að ekki hefði tekist að mynda þá fimm flokka stjórn sem hún vildi mynda og benti ekki á neinn annan sem taldi að ætti að fá umboð til myndun stjórnar. Það eru kannski ekki margir möguleikar eftir. Það er auðvitað hægt að mynda sömu þriggja flokka stjórnina og Bjarni Benediktsson reyndi að mynda með Viðreisn og Bjartri framtíð. Hún hefði minnsta mögulega meirihluta á Alþingi. En Bjarni skilaði sínu umboði eftir að hann taldi að ekki væri næg samstaða um lykilmálefni og að við þær aðstæður væri meirihlutinn of knappur.Er kannski komið að því sem Píratar ræddu, að mynda minnihlutastjórn sem myndi þá þurfa að semja við aðra flokka um einstök mál eða jafnvel þjóðstjórn?„Ég held að það sé ekkert útilokað í stöðunni núna. Þótt það sé eðlilegt að fyrst hafi verið reynt að ná að mynda hér meirihlutastjórnir held ég að þetta sé eitt af því sem flokkarnir verða að ræða í sínum röðum. Hvað þeir eru tilbúnirn að gera í þessum málum. Ég held að við þurfum að hugsa svolítið út fyrir kassann,“ sagði Katrín. Vinstri græn hafi lagt áherslu á tiltekin málefni í kosningabaráttunni og viðræðum við aðra flokka að loknum kosningum. „Og þau munu áfram ráða för í okkar vinnu í þessum málum. En auðvitað þurfum við að fara yfir hvaða málamiðlanir við teljum raunhæft að gera,“ sagði formaður VG.Þarf þá ekki að semja um færri mál sem skipta þjóðina öllu máli heldur en að búa til mjög ítarlegan stjórnarsáttmála?„Það kann að vera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt hrifsaði með sér Svarta-Péturinn Össur greinir stöðuna og telur víst að Katrín verði ráðherra innan tíðar. 25. nóvember 2016 13:11 „Forsetinn getur ekkert barið þá saman“ Sagnfræðingur telur það klókt af forseta Íslands að veita engum stjórnarmyndunarumboð. Það gæti haft þveröfugáhrif ef hann myndi skipta sér of mikið af. 25. nóvember 2016 14:22 Þorsteinn: Málefnaleg samstaða mikilvægari en sterkur meirihluti Segir að viðræður þar sem stór hluti hins pólitíska litrófs komi saman verði til þess að allir þurfi að gefa of mikið eftir af sínum stefnumálum. 25. nóvember 2016 18:03 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir formenn flokkanna þurfa að hugsa út fyrir kassann í þeirri stöðu sem nú er komin upp í stjórnmálum landsins. Hún útilokar ekki að mynduð verði minnihlutastjórn í landinu eftir að hún skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar í dag. Katrín kom á fund forseta Íslands klukkan tíu í morgun og skilaði skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar eftir að hafa haft það í níu daga. Hún greindi forseta frá því að ekki hefði tekist að mynda þá fimm flokka stjórn sem hún vildi mynda og benti ekki á neinn annan sem taldi að ætti að fá umboð til myndun stjórnar. Það eru kannski ekki margir möguleikar eftir. Það er auðvitað hægt að mynda sömu þriggja flokka stjórnina og Bjarni Benediktsson reyndi að mynda með Viðreisn og Bjartri framtíð. Hún hefði minnsta mögulega meirihluta á Alþingi. En Bjarni skilaði sínu umboði eftir að hann taldi að ekki væri næg samstaða um lykilmálefni og að við þær aðstæður væri meirihlutinn of knappur.Er kannski komið að því sem Píratar ræddu, að mynda minnihlutastjórn sem myndi þá þurfa að semja við aðra flokka um einstök mál eða jafnvel þjóðstjórn?„Ég held að það sé ekkert útilokað í stöðunni núna. Þótt það sé eðlilegt að fyrst hafi verið reynt að ná að mynda hér meirihlutastjórnir held ég að þetta sé eitt af því sem flokkarnir verða að ræða í sínum röðum. Hvað þeir eru tilbúnirn að gera í þessum málum. Ég held að við þurfum að hugsa svolítið út fyrir kassann,“ sagði Katrín. Vinstri græn hafi lagt áherslu á tiltekin málefni í kosningabaráttunni og viðræðum við aðra flokka að loknum kosningum. „Og þau munu áfram ráða för í okkar vinnu í þessum málum. En auðvitað þurfum við að fara yfir hvaða málamiðlanir við teljum raunhæft að gera,“ sagði formaður VG.Þarf þá ekki að semja um færri mál sem skipta þjóðina öllu máli heldur en að búa til mjög ítarlegan stjórnarsáttmála?„Það kann að vera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt hrifsaði með sér Svarta-Péturinn Össur greinir stöðuna og telur víst að Katrín verði ráðherra innan tíðar. 25. nóvember 2016 13:11 „Forsetinn getur ekkert barið þá saman“ Sagnfræðingur telur það klókt af forseta Íslands að veita engum stjórnarmyndunarumboð. Það gæti haft þveröfugáhrif ef hann myndi skipta sér of mikið af. 25. nóvember 2016 14:22 Þorsteinn: Málefnaleg samstaða mikilvægari en sterkur meirihluti Segir að viðræður þar sem stór hluti hins pólitíska litrófs komi saman verði til þess að allir þurfi að gefa of mikið eftir af sínum stefnumálum. 25. nóvember 2016 18:03 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Benedikt hrifsaði með sér Svarta-Péturinn Össur greinir stöðuna og telur víst að Katrín verði ráðherra innan tíðar. 25. nóvember 2016 13:11
„Forsetinn getur ekkert barið þá saman“ Sagnfræðingur telur það klókt af forseta Íslands að veita engum stjórnarmyndunarumboð. Það gæti haft þveröfugáhrif ef hann myndi skipta sér of mikið af. 25. nóvember 2016 14:22
Þorsteinn: Málefnaleg samstaða mikilvægari en sterkur meirihluti Segir að viðræður þar sem stór hluti hins pólitíska litrófs komi saman verði til þess að allir þurfi að gefa of mikið eftir af sínum stefnumálum. 25. nóvember 2016 18:03
Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13
Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41