Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. nóvember 2016 11:13 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna Vísir/Anton Brink Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafund á Bessastöðum rétt í þessu. Þegar hafa tveir formenn fengið umboð til myndunar ríkisstjórnar og hafa þeir báðir skilað því umboði til forseta. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins skilaði umboðinu til forseta þann 15. nóvember síðastliðinn og hlaut Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, umboðið daginn eftir. Katrín sleit formlegum viðræðum fimm flokka í fyrradag og mætti á fund forseta í morgun þar sem hún skilaði umboðinu. „Í beinu framhaldi af þeim fundi ræddi ég í síma við formenn eða fulltrúa allra flokka sem eiga sæti á Alþingi um þá stöðu sem upp er komin. Um leið og ég aflaði upplýsinga um afstöðu þeirra til stjórnarmyndunar minnti ég á þá miklu ábyrgð, sem hvílir á þinginu, að sjá til þess að ný ríkisstjórn verði mynduð þegar fyrri stjórn hefur misst þingmeirihluta og beðist lausnar,” sagði Guðni. „Í ljósi þess hvernig viðræður um stjórnarmyndun hafa þróast frá kosningum og þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið í samtölum mínum við forvígismenn flokkanna hef ég ákveðið að veita ekki einum tilteknum formanni eða fulltrúa flokks umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Fyrir slíku skrefi eru bæði hefð og gildar ástæður eins og málum er komið.” Guðni sagði að skynsamlegast væri að forystufólk á þingi kanni óformlega hvers konar samstarf sé mögulegt og að slíkar viðræður séu þegar hafnar. Þá áréttaði hann mikilvægi þess að stjórnmálamenn rísi undir þeirri ábyrgð sem er lögð á þeirra hendur og innti á þá nauðsyn ðað kalla þing saman. Hann telur jafnframt æskilegast að búið verði að mynda ríkisstjórn þegar þing kemur saman „Ég vænti þess að um helgina eða í byrjun næstu viku í síðasta lagi hafi línur skýrst og unnt verði að ákveða næstu skref í þessum stjórnarmyndunarviðræðum.” Guðni sagðist bjartsýnn á að óformlegar viðræður flokkanna muni skila árangri. „Ég er nýbúinn að tala við fulltrúa allra flokka og allir sannfærðu mig um það sem ég lagði brýna áherslu á, að það mætti ekki útiloka leiðir fyrirfram. Ég vildi ekki segja að nú væru þeir tímar liðnir en ég bað alla um að átta sig á þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir og það tóku allir undir það að það væri í þeirra verkahring að hér væri starfhæf ríkisstjórn.“ Þá sagði hann að brýnt sé að þingið komi saman hið fyrsta. „Við kusum til þings fyrir tæpum mánuði og það segir sig sjálft að það þing þarf senn að koma saman. Við vitum það líka að það þarf að afgreiða fjárlög eða í það minnsta sjá til þess að það sé hægt að standa við skuldbindingar.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðir Katrínar lokaðar Útilokað er að Katrín Jakobsdóttir nái að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Framsóknarflokki í stað Viðreisnar ef marka má orð þingmanns Pírata. 25. nóvember 2016 07:00 Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafund á Bessastöðum rétt í þessu. Þegar hafa tveir formenn fengið umboð til myndunar ríkisstjórnar og hafa þeir báðir skilað því umboði til forseta. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins skilaði umboðinu til forseta þann 15. nóvember síðastliðinn og hlaut Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, umboðið daginn eftir. Katrín sleit formlegum viðræðum fimm flokka í fyrradag og mætti á fund forseta í morgun þar sem hún skilaði umboðinu. „Í beinu framhaldi af þeim fundi ræddi ég í síma við formenn eða fulltrúa allra flokka sem eiga sæti á Alþingi um þá stöðu sem upp er komin. Um leið og ég aflaði upplýsinga um afstöðu þeirra til stjórnarmyndunar minnti ég á þá miklu ábyrgð, sem hvílir á þinginu, að sjá til þess að ný ríkisstjórn verði mynduð þegar fyrri stjórn hefur misst þingmeirihluta og beðist lausnar,” sagði Guðni. „Í ljósi þess hvernig viðræður um stjórnarmyndun hafa þróast frá kosningum og þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið í samtölum mínum við forvígismenn flokkanna hef ég ákveðið að veita ekki einum tilteknum formanni eða fulltrúa flokks umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Fyrir slíku skrefi eru bæði hefð og gildar ástæður eins og málum er komið.” Guðni sagði að skynsamlegast væri að forystufólk á þingi kanni óformlega hvers konar samstarf sé mögulegt og að slíkar viðræður séu þegar hafnar. Þá áréttaði hann mikilvægi þess að stjórnmálamenn rísi undir þeirri ábyrgð sem er lögð á þeirra hendur og innti á þá nauðsyn ðað kalla þing saman. Hann telur jafnframt æskilegast að búið verði að mynda ríkisstjórn þegar þing kemur saman „Ég vænti þess að um helgina eða í byrjun næstu viku í síðasta lagi hafi línur skýrst og unnt verði að ákveða næstu skref í þessum stjórnarmyndunarviðræðum.” Guðni sagðist bjartsýnn á að óformlegar viðræður flokkanna muni skila árangri. „Ég er nýbúinn að tala við fulltrúa allra flokka og allir sannfærðu mig um það sem ég lagði brýna áherslu á, að það mætti ekki útiloka leiðir fyrirfram. Ég vildi ekki segja að nú væru þeir tímar liðnir en ég bað alla um að átta sig á þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir og það tóku allir undir það að það væri í þeirra verkahring að hér væri starfhæf ríkisstjórn.“ Þá sagði hann að brýnt sé að þingið komi saman hið fyrsta. „Við kusum til þings fyrir tæpum mánuði og það segir sig sjálft að það þing þarf senn að koma saman. Við vitum það líka að það þarf að afgreiða fjárlög eða í það minnsta sjá til þess að það sé hægt að standa við skuldbindingar.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðir Katrínar lokaðar Útilokað er að Katrín Jakobsdóttir nái að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Framsóknarflokki í stað Viðreisnar ef marka má orð þingmanns Pírata. 25. nóvember 2016 07:00 Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Leiðir Katrínar lokaðar Útilokað er að Katrín Jakobsdóttir nái að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Framsóknarflokki í stað Viðreisnar ef marka má orð þingmanns Pírata. 25. nóvember 2016 07:00
Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33