Forsetinn vitnar í Bubba og Bjartmar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú. vísir/ernir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vitnaði í söngvaskáldin Bubba Morthens og Bjartmar Guðlaugsson í ávarpi við setningu Sjávarútvegsráðstefnunnar í gær. Forsetinn sagði tuttugustu öldina hafa verið sjávarútvegsöld í Íslandssögunni. „En hvað með þá tuttugustu og fyrstu? Hlutfall sjávarafla í útflutningstekjum okkar hefur minnkað til muna. Stóriðja stækkaði þjóðarkökuna. Ferðamennina með gjaldeyri sinn má meta til ótalmargra þorskígildistonna,“ sagði Guðni og benti á að á höfuðborgarsvæðinu sæki nú fáir unglingar sumarvinnu í fiski. „Og fátítt að þeir svari á fullorðinsárum kallinu góðkunna sem sungið var inn á hljómplötu árið 1982: Háseta vantar á bát, háseta vantar á línu og net,“ vitnaði forsetinn í texta Bjartmars Guðlaugssonar sem hann sagði hafa farið á sína fyrstu vertíð fimmtán ára gamall. „Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær,“ vísaði Guðni síðan í Bubba Morthens frá upphafi níunda áratugarins. „En allt er í heiminum hverfult. Þau eru að hverfa eða að minnsta kosti snarminnka, þessi áhrif útvegsins á þjóðarsálina, sköpunina, mannfólkið. Óskalög sjómanna eru löngu horfin af öldum ljósvakans, ný lög um sjómennsku og fiskvinnslu heyrast sjaldan. Bubbi, Bjartmar og aðrir af þeirra kynslóð áttu kannski lokaorðin, að minnsta kosti í bili.“ Bjartmar, sem kveðst hafa farið á sína síðustu vertíð 1984, segir að það sem hafi glatt hann hvað mest í þróuninni sé að sjómenn séu í dag öruggir á sínum vinnustað.Bjartmar Guðlaugsson.„Þeir eru ekki að ferðast í jólasiglingar á einhverjum 70 tonna bátum og sjóslysum hefur fækkað – það voru slysin sem kvöldu mig mest í æsku,“ segir Bjartmar sem er ánægður með ræðu forsetans. „Ég er stoltur af Guðna og ef hann minnist á mig er ég bara enn þá stoltari af honum. Og ég veit að hann skilur sjómannasögur mörgum öðrum betur,“ segir Bjartmar. Forsetinn sagði í ávarpinu að ef rétt væri haldið á málum væri framtíðin björt í íslenskum sjávarútvegi. „Um fyrirsjáanlega framtíð verða fiskveiðar og vinnsla einn okkar mikilvægustu atvinnuvega,“ sagði Guðni og benti á að menntun væri frumskilyrði framfara. „Þótt börnin hér á höfuðborgarsvæðinu og kannski víðar um landið standi ekki lengur við færibandið og rói aldrei á línu og net er aldrei að vita nema þau leggist nú samt á árarnar.“ Ávarp forsetans má lesa á forseti.is.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vitnaði í söngvaskáldin Bubba Morthens og Bjartmar Guðlaugsson í ávarpi við setningu Sjávarútvegsráðstefnunnar í gær. Forsetinn sagði tuttugustu öldina hafa verið sjávarútvegsöld í Íslandssögunni. „En hvað með þá tuttugustu og fyrstu? Hlutfall sjávarafla í útflutningstekjum okkar hefur minnkað til muna. Stóriðja stækkaði þjóðarkökuna. Ferðamennina með gjaldeyri sinn má meta til ótalmargra þorskígildistonna,“ sagði Guðni og benti á að á höfuðborgarsvæðinu sæki nú fáir unglingar sumarvinnu í fiski. „Og fátítt að þeir svari á fullorðinsárum kallinu góðkunna sem sungið var inn á hljómplötu árið 1982: Háseta vantar á bát, háseta vantar á línu og net,“ vitnaði forsetinn í texta Bjartmars Guðlaugssonar sem hann sagði hafa farið á sína fyrstu vertíð fimmtán ára gamall. „Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær,“ vísaði Guðni síðan í Bubba Morthens frá upphafi níunda áratugarins. „En allt er í heiminum hverfult. Þau eru að hverfa eða að minnsta kosti snarminnka, þessi áhrif útvegsins á þjóðarsálina, sköpunina, mannfólkið. Óskalög sjómanna eru löngu horfin af öldum ljósvakans, ný lög um sjómennsku og fiskvinnslu heyrast sjaldan. Bubbi, Bjartmar og aðrir af þeirra kynslóð áttu kannski lokaorðin, að minnsta kosti í bili.“ Bjartmar, sem kveðst hafa farið á sína síðustu vertíð 1984, segir að það sem hafi glatt hann hvað mest í þróuninni sé að sjómenn séu í dag öruggir á sínum vinnustað.Bjartmar Guðlaugsson.„Þeir eru ekki að ferðast í jólasiglingar á einhverjum 70 tonna bátum og sjóslysum hefur fækkað – það voru slysin sem kvöldu mig mest í æsku,“ segir Bjartmar sem er ánægður með ræðu forsetans. „Ég er stoltur af Guðna og ef hann minnist á mig er ég bara enn þá stoltari af honum. Og ég veit að hann skilur sjómannasögur mörgum öðrum betur,“ segir Bjartmar. Forsetinn sagði í ávarpinu að ef rétt væri haldið á málum væri framtíðin björt í íslenskum sjávarútvegi. „Um fyrirsjáanlega framtíð verða fiskveiðar og vinnsla einn okkar mikilvægustu atvinnuvega,“ sagði Guðni og benti á að menntun væri frumskilyrði framfara. „Þótt börnin hér á höfuðborgarsvæðinu og kannski víðar um landið standi ekki lengur við færibandið og rói aldrei á línu og net er aldrei að vita nema þau leggist nú samt á árarnar.“ Ávarp forsetans má lesa á forseti.is.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira