Vilja borga íslenskum Instagram-stjörnum Sæunn Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Íslendingar með yfir 1.000 fylgjendur á Instagram geta fengið greitt fyrir að auglýsa vörur í gegnum Takumi. Mynd/Takumi „Appið okkar er hannað þannig að við viljum að áhrifavaldar (e. influencers) velji sér fyrirtæki til að vinna með en ekki öfugt. Þú átt aldrei að vera að auglýsa vöru sem þú fílar ekki,“ segir María Jonný Sæmundsdóttir hjá Takumi. „Við förum af stað á Íslandi í desember. Þá geta allir með þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram náð í appið okkar á iOS/Android. Við förum svo yfir alla reikningana og hleypum þeim inn sem eru með flottar myndir og hafa ekki keypt sér fylgjendur,“ segir hún. Takumi er íslenskt frumkvöðlafyrirtæki sem vinnur að því að tengja saman áhrifavalda á samfélagsmiðlum og fyrirtæki. Áhrifavaldar sem taka þátt í herferð Takumi fá að lágmarki fimmtíu evrur, 6.000 krónur, fyrir mynd sem auglýsir vöru. „Svo fylgja oft vörur með og þá fá notendur að lágmarki fimmtíu evrur og vöruna,“ segir María.Takumi-appið fer af stað á Íslandi í desember en það hefur nú þegar komið út í Bretlandi og í Þýskalandi.Mynd/María Jonný SæmundsdóttirÍslendingar hafa verið að auglýsa í gegnum kostaðar bloggfærslur og Snapchat. María segir þó þróunina ekki vera komna á sama stað á Instagram. Í Bretlandi sé þetta hins vegar komið á alvöru skrið. Duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggum hafa sætt nokkurri gagnrýni, en lagt er upp úr því hjá Takumi að augljóst sé að umfjöllun sé kostuð. „Hjá okkur verður þú að nota myllumerkið ad og myllumerki fyrirtækisins sem og myllumerki herferðarinnar svo að augljóst sé að um auglýsingu er að ræða. Fólk á líka að velja vörur sem það fílar og er stolt af að auglýsa og þá er ekkert að því að fá borgað fyrir það,“ segir María. Takumi-appið kom fyrst út í Bretlandi í nóvember í fyrra og í Þýskalandi í október síðastliðnum. „Við erum búin að vera með yfir 300 herferðir í Bretlandi en erum rétt að fara á skrið í Þýskalandi. Það fór svolítið hægt af stað í Bretlandi en hefur gengið mjög vel frá því í vor," segir María. Stefnt er að því að koma öllu í gang um miðjan desember hérlendis. „Það er íslensk herferð sem fer í gang fyrir jól. Þannig að þetta verður farið í gang þá,“ segir María. Instagram-stjörnur geta því náð í appið og auglýsendur geta haft samband við Takumi áður. Takumi hefur vaxið ört á síðustu misserum, sjö manns vinna hjá Takumi í Reykjavík, tólf í London og einn í Berlín. Fyrirtækið tilkynnti um 162 milljóna hlutafjáraukningu í haust. Næst er stefnt á Bandaríkjamarkað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Sjá meira
„Appið okkar er hannað þannig að við viljum að áhrifavaldar (e. influencers) velji sér fyrirtæki til að vinna með en ekki öfugt. Þú átt aldrei að vera að auglýsa vöru sem þú fílar ekki,“ segir María Jonný Sæmundsdóttir hjá Takumi. „Við förum af stað á Íslandi í desember. Þá geta allir með þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram náð í appið okkar á iOS/Android. Við förum svo yfir alla reikningana og hleypum þeim inn sem eru með flottar myndir og hafa ekki keypt sér fylgjendur,“ segir hún. Takumi er íslenskt frumkvöðlafyrirtæki sem vinnur að því að tengja saman áhrifavalda á samfélagsmiðlum og fyrirtæki. Áhrifavaldar sem taka þátt í herferð Takumi fá að lágmarki fimmtíu evrur, 6.000 krónur, fyrir mynd sem auglýsir vöru. „Svo fylgja oft vörur með og þá fá notendur að lágmarki fimmtíu evrur og vöruna,“ segir María.Takumi-appið fer af stað á Íslandi í desember en það hefur nú þegar komið út í Bretlandi og í Þýskalandi.Mynd/María Jonný SæmundsdóttirÍslendingar hafa verið að auglýsa í gegnum kostaðar bloggfærslur og Snapchat. María segir þó þróunina ekki vera komna á sama stað á Instagram. Í Bretlandi sé þetta hins vegar komið á alvöru skrið. Duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum og bloggum hafa sætt nokkurri gagnrýni, en lagt er upp úr því hjá Takumi að augljóst sé að umfjöllun sé kostuð. „Hjá okkur verður þú að nota myllumerkið ad og myllumerki fyrirtækisins sem og myllumerki herferðarinnar svo að augljóst sé að um auglýsingu er að ræða. Fólk á líka að velja vörur sem það fílar og er stolt af að auglýsa og þá er ekkert að því að fá borgað fyrir það,“ segir María. Takumi-appið kom fyrst út í Bretlandi í nóvember í fyrra og í Þýskalandi í október síðastliðnum. „Við erum búin að vera með yfir 300 herferðir í Bretlandi en erum rétt að fara á skrið í Þýskalandi. Það fór svolítið hægt af stað í Bretlandi en hefur gengið mjög vel frá því í vor," segir María. Stefnt er að því að koma öllu í gang um miðjan desember hérlendis. „Það er íslensk herferð sem fer í gang fyrir jól. Þannig að þetta verður farið í gang þá,“ segir María. Instagram-stjörnur geta því náð í appið og auglýsendur geta haft samband við Takumi áður. Takumi hefur vaxið ört á síðustu misserum, sjö manns vinna hjá Takumi í Reykjavík, tólf í London og einn í Berlín. Fyrirtækið tilkynnti um 162 milljóna hlutafjáraukningu í haust. Næst er stefnt á Bandaríkjamarkað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun