Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri Birgir Olgeirsson skrifar 24. nóvember 2016 18:40 Lilja Alfreðsdóttir Vísir/Eyþór „Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, starfandi utanríkisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, þegar Vísir heyrði í henni um mögulega þátttöku Framsóknar í stjórnarmyndunarviðræðum. Flokkurinn er sá eini á þingi sem ekki hefur tekið þátt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum nú eftir kosningar en bæði forsvarsmenn flokksins hafa lýst því yfir að Framsóknarflokkurinn útiloki ekki neitt og séu tilbúinn að axla ábyrgð til að koma á starfhæfri stjórn. „Það eru óvenjulegar aðstæður uppi og okkur ber lýðræðisleg skylda að kanna hvaða leiðir eru færar í þessu því verkefnið sem við fáum er að mynda starfhæfa og sterka stjórn og í þeim efnum er verið að velta upp hinu og þessu, hvað gæti gengið, hverjir gætu unnið saman, hvaða málefnalegi ágreiningur er og svona,“ segir Lilja. Einhverjir hafa lýst því yfir að mögulega gæti Framsóknarflokkurinn tekið sæti Viðreisnar í fjölflokkastjórninni svokölluðu, en viðræður Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar voru stöðvaðar í gær því of langt var á milli Viðreisnar og Vinstri grænna í skattamálum og sjávarútvegsmálum. „Við getum vel hugsað okkur að vinna með Vinstri grænum og flokkunum þarna en okkur hefur fundist það að fara í fimm flokka stjórn sé ekki eins sterk stjórn og að fara í þriggja flokka stjórn. Það er það sem við höfum verið að líta til. Við höfum ekki verið að útiloka neitt. Það voru þessir fimm flokkar sem byrjuðu að tala saman, það tók ekki allt of langan tíma svo komust menn að þeirri niðurstöðu að það gengi ekki upp. Það var svona í raun og veru okkar áhyggjur og þess vegna vorum við skeptísk á það, þess vegna teljum við þriggja flokka stjórn betri,“ segir Lilja.Eru þá viðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins á næstunni? „Það er bara full snemmt að segja til um það. En allir flokkarnir eru að tala saman,“ segir Lilja. Hún segir það vera kröfu kjósenda að allir flokkarnir vinni betur saman og leggist yfir það hver staðan og reyna að ná saman. „Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur ekki tekið þátt í viðræðum og ég held að það sé svolítið mikilvægt að nálgast þetta verkefni með öðrum hætti og nýjum hugmyndum eða lausnum, hugsa út fyrir boxið. Hver er lausnin varðandi skattamálin? Hver er lausnin varðandi sjávarútveginn? Hvernig náum við saman?“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: Framsóknarflokkurinn tilbúinn til að axla ábyrgð Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn nú sem fyrr tilbúinn til að stíga inn í stjórnarmyndunarviðræður. 23. nóvember 2016 23:45 Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
„Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, starfandi utanríkisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, þegar Vísir heyrði í henni um mögulega þátttöku Framsóknar í stjórnarmyndunarviðræðum. Flokkurinn er sá eini á þingi sem ekki hefur tekið þátt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum nú eftir kosningar en bæði forsvarsmenn flokksins hafa lýst því yfir að Framsóknarflokkurinn útiloki ekki neitt og séu tilbúinn að axla ábyrgð til að koma á starfhæfri stjórn. „Það eru óvenjulegar aðstæður uppi og okkur ber lýðræðisleg skylda að kanna hvaða leiðir eru færar í þessu því verkefnið sem við fáum er að mynda starfhæfa og sterka stjórn og í þeim efnum er verið að velta upp hinu og þessu, hvað gæti gengið, hverjir gætu unnið saman, hvaða málefnalegi ágreiningur er og svona,“ segir Lilja. Einhverjir hafa lýst því yfir að mögulega gæti Framsóknarflokkurinn tekið sæti Viðreisnar í fjölflokkastjórninni svokölluðu, en viðræður Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar voru stöðvaðar í gær því of langt var á milli Viðreisnar og Vinstri grænna í skattamálum og sjávarútvegsmálum. „Við getum vel hugsað okkur að vinna með Vinstri grænum og flokkunum þarna en okkur hefur fundist það að fara í fimm flokka stjórn sé ekki eins sterk stjórn og að fara í þriggja flokka stjórn. Það er það sem við höfum verið að líta til. Við höfum ekki verið að útiloka neitt. Það voru þessir fimm flokkar sem byrjuðu að tala saman, það tók ekki allt of langan tíma svo komust menn að þeirri niðurstöðu að það gengi ekki upp. Það var svona í raun og veru okkar áhyggjur og þess vegna vorum við skeptísk á það, þess vegna teljum við þriggja flokka stjórn betri,“ segir Lilja.Eru þá viðræður Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins á næstunni? „Það er bara full snemmt að segja til um það. En allir flokkarnir eru að tala saman,“ segir Lilja. Hún segir það vera kröfu kjósenda að allir flokkarnir vinni betur saman og leggist yfir það hver staðan og reyna að ná saman. „Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur ekki tekið þátt í viðræðum og ég held að það sé svolítið mikilvægt að nálgast þetta verkefni með öðrum hætti og nýjum hugmyndum eða lausnum, hugsa út fyrir boxið. Hver er lausnin varðandi skattamálin? Hver er lausnin varðandi sjávarútveginn? Hvernig náum við saman?“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: Framsóknarflokkurinn tilbúinn til að axla ábyrgð Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn nú sem fyrr tilbúinn til að stíga inn í stjórnarmyndunarviðræður. 23. nóvember 2016 23:45 Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Sigurður Ingi: Framsóknarflokkurinn tilbúinn til að axla ábyrgð Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn nú sem fyrr tilbúinn til að stíga inn í stjórnarmyndunarviðræður. 23. nóvember 2016 23:45
Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04