Brynjar Níelsson segir Pírata enda á ruslahaugum sögunnar Jakob Bjarnar skrifar 24. nóvember 2016 10:49 Píratar fá það óþvegið hjá Brynjari og má fullyrða að seint eða aldrei koma upp að Sjálfstæðismenn og Píratar sitji saman í ríkisstjórn. Mikla ólgu má greina á samfélagsmiðlum eftir að slitnaði uppúr stjórnarmyndunarviðræðum Katrínar Jakobsdóttur, formanns vinstri grænna. Meðan flokkshollir Sjálfstæðismenn fagna með miklum látum þá eiga vinstri menn ekki gott með að leyna vonbrigðum sínum. Og skeytasendingarnar ganga á milli, ásakanir og svikabrigsl. En, þessar skeytasendingar geta verið heftar því ýmsir vilja ekki loka neinum dyrum varðandi varðandi það verkefni sem fyrir dyrum stendur sem er að prjóna saman ríkisstjórn.Píratar fá það óþvegið frá Brynjari Eitt er þó alveg víst að Sjálfstæðismenn og Píratar munu ekki starfa saman í næstu ríkisstjórn. Það er ef marka má orð Brynjars Níelssonar alþingismanns, sem hann var nú rétt í þessu að birta á Facebook: „Mér skilst að Píratar hafi verið stofnaðir til að berjast gegn spilltum, óheiðarlegum og valdasjúkum fjórflokki. Enginn skortur var á loforðum gagnvart kjósendum og ekki skyldi prinsippum haggað. Öllu þessu var svo hent á rusalhaugana til að geta myndað vinstri stjórn, sem kjósendur höfðu þó hafnað með afgerandi hætti. Einhver myndi kalla þetta hreina og tæra valdasýki. Auðvitað mun svona flokkur enda á ruslahaugum sögunnar eins og annar hrærigrautur af þessu tagi.“ Þarna er ekki verið að halda neinum dyrum opnum.Hátekjuskatturinn symbólísk aðgerð Illugi Jökulsson rithöfundur er með böggum hildar og leynir því hvergi; segir að sér hafi vart orðið svefnsamt í nótt. „Vakandi sofandi er ég búinn að brjóta um þetta heilann í alla nótt. Á maður virkilega að skilja viðtalið í Kastljósi þannig að á tíma þegar heilbrigðiskerfið emjar og kennarar ganga út vegna lélegra launa, þá hafi Benedikt í Viðreisn látið stjórnarmyndunarviðræður renna út í sandinn svo hann gæti passað upp á að sjómenn með 2,5 milljón á mánuði fengju ekki ögn hærri skatta? Er ég enn í svefnrofunum eða á maður að trúa þessu?“Illuga varð ekki svefnsamt í nótt eftir að uppúr viðræðunum slitnaði.Eins og svo margir aðrir vonsviknir vinstri menn vill Illugi gera Benedikt Jóhannesson og Viðreisn ábyrga fyrir því að ekki náðist saman með fimm flokka stjórn undir forsæti Katrínar. Þingmaður Viðreisnar, Pawel Bartoszek reynir fyrir sína parta að útskýra málin á síðu Illuga. Hann bendir á að tekjur ríkissjóðs af hátekjuskatti sé ekki uppá marga fiska, eða einn milljarður. „Þetta yrði fyrst og fremst symbólísk aðgerð, sem VG af hugmyndafræðilegum ástæðum styður, en ég af hugmyndafræðilegum ástæðum styð ekki.“Sú leiðinlega gamla afturhaldspólitík Vonbrigðin og svo gleðin eru víða. Björt Ólafsdóttir, þingkona BF líkir ástandinu við Svarta Pétur: „Það er ansi mikið verið að berjast um hver á að vera Svarti Péturinn í þessu síðasta spili. Ég vil bara segja, í fullri einlægni. Hugmyndin var mjög góð. Ég var sjálf á tíma ekki alveg viss hvort að vinstri vængurinn sannarlega vildi þetta. En trúði og vonaði. Og vildi allra helst styðja trausta konu til góðra verka.Björt segir ástandið farið að líkjast spilinu Svarta Pétri.vísir/antonÞað er vont að að tókst ekki. Svo má fólk bara kenna þeim um sem það vill. Það má hinsvegar gera ráð fyrir því að margir leikir hafi verið spilaðir á sama tíma. Æ hvað þessi gamla afturhaldspólitík er leiðinleg. Og bara vond fyrir allt og allt.“Sjallar stíga í vænginn við Kötu En, meðan þessu fer fram reyna Sjálfstæðismenn að safna vopnum sínum og eru nú teknir til við þar sem frá var horfið áður en til fimmflokka stjórnarmyndunarviðræðnanna kom; sem er að stíga í vænginn við Katrínu Jakobsdóttur. Fjölmargir Sjálfstæðismenn sjá í hyllingum það að fara í stjórn með Vinstri grænum. Einn þeirra er Elliði Vignisson bæjarstjóri í Eyjum. Hann var fljótur að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið, í gærkvöldi, og skrifaði pistil um málið sem hann vísar í á Facebook: „Bjarni og Katrín verða nú að sýna þá ábyrgð sem við kusum þau til og mynda þessa ríkisstjórn. Þau verða í öllu falli að sýna viljann til að taka hagsmuni þjóðarinnar fram yfir vantraustið hvert gagnvart öðru og því innan meini og vantrausti sem kann að vera innan þeirra eigin raða og taka upp formlegar viðræður ekki seinna en strax.“ Kosningar 2016 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Mikla ólgu má greina á samfélagsmiðlum eftir að slitnaði uppúr stjórnarmyndunarviðræðum Katrínar Jakobsdóttur, formanns vinstri grænna. Meðan flokkshollir Sjálfstæðismenn fagna með miklum látum þá eiga vinstri menn ekki gott með að leyna vonbrigðum sínum. Og skeytasendingarnar ganga á milli, ásakanir og svikabrigsl. En, þessar skeytasendingar geta verið heftar því ýmsir vilja ekki loka neinum dyrum varðandi varðandi það verkefni sem fyrir dyrum stendur sem er að prjóna saman ríkisstjórn.Píratar fá það óþvegið frá Brynjari Eitt er þó alveg víst að Sjálfstæðismenn og Píratar munu ekki starfa saman í næstu ríkisstjórn. Það er ef marka má orð Brynjars Níelssonar alþingismanns, sem hann var nú rétt í þessu að birta á Facebook: „Mér skilst að Píratar hafi verið stofnaðir til að berjast gegn spilltum, óheiðarlegum og valdasjúkum fjórflokki. Enginn skortur var á loforðum gagnvart kjósendum og ekki skyldi prinsippum haggað. Öllu þessu var svo hent á rusalhaugana til að geta myndað vinstri stjórn, sem kjósendur höfðu þó hafnað með afgerandi hætti. Einhver myndi kalla þetta hreina og tæra valdasýki. Auðvitað mun svona flokkur enda á ruslahaugum sögunnar eins og annar hrærigrautur af þessu tagi.“ Þarna er ekki verið að halda neinum dyrum opnum.Hátekjuskatturinn symbólísk aðgerð Illugi Jökulsson rithöfundur er með böggum hildar og leynir því hvergi; segir að sér hafi vart orðið svefnsamt í nótt. „Vakandi sofandi er ég búinn að brjóta um þetta heilann í alla nótt. Á maður virkilega að skilja viðtalið í Kastljósi þannig að á tíma þegar heilbrigðiskerfið emjar og kennarar ganga út vegna lélegra launa, þá hafi Benedikt í Viðreisn látið stjórnarmyndunarviðræður renna út í sandinn svo hann gæti passað upp á að sjómenn með 2,5 milljón á mánuði fengju ekki ögn hærri skatta? Er ég enn í svefnrofunum eða á maður að trúa þessu?“Illuga varð ekki svefnsamt í nótt eftir að uppúr viðræðunum slitnaði.Eins og svo margir aðrir vonsviknir vinstri menn vill Illugi gera Benedikt Jóhannesson og Viðreisn ábyrga fyrir því að ekki náðist saman með fimm flokka stjórn undir forsæti Katrínar. Þingmaður Viðreisnar, Pawel Bartoszek reynir fyrir sína parta að útskýra málin á síðu Illuga. Hann bendir á að tekjur ríkissjóðs af hátekjuskatti sé ekki uppá marga fiska, eða einn milljarður. „Þetta yrði fyrst og fremst symbólísk aðgerð, sem VG af hugmyndafræðilegum ástæðum styður, en ég af hugmyndafræðilegum ástæðum styð ekki.“Sú leiðinlega gamla afturhaldspólitík Vonbrigðin og svo gleðin eru víða. Björt Ólafsdóttir, þingkona BF líkir ástandinu við Svarta Pétur: „Það er ansi mikið verið að berjast um hver á að vera Svarti Péturinn í þessu síðasta spili. Ég vil bara segja, í fullri einlægni. Hugmyndin var mjög góð. Ég var sjálf á tíma ekki alveg viss hvort að vinstri vængurinn sannarlega vildi þetta. En trúði og vonaði. Og vildi allra helst styðja trausta konu til góðra verka.Björt segir ástandið farið að líkjast spilinu Svarta Pétri.vísir/antonÞað er vont að að tókst ekki. Svo má fólk bara kenna þeim um sem það vill. Það má hinsvegar gera ráð fyrir því að margir leikir hafi verið spilaðir á sama tíma. Æ hvað þessi gamla afturhaldspólitík er leiðinleg. Og bara vond fyrir allt og allt.“Sjallar stíga í vænginn við Kötu En, meðan þessu fer fram reyna Sjálfstæðismenn að safna vopnum sínum og eru nú teknir til við þar sem frá var horfið áður en til fimmflokka stjórnarmyndunarviðræðnanna kom; sem er að stíga í vænginn við Katrínu Jakobsdóttur. Fjölmargir Sjálfstæðismenn sjá í hyllingum það að fara í stjórn með Vinstri grænum. Einn þeirra er Elliði Vignisson bæjarstjóri í Eyjum. Hann var fljótur að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið, í gærkvöldi, og skrifaði pistil um málið sem hann vísar í á Facebook: „Bjarni og Katrín verða nú að sýna þá ábyrgð sem við kusum þau til og mynda þessa ríkisstjórn. Þau verða í öllu falli að sýna viljann til að taka hagsmuni þjóðarinnar fram yfir vantraustið hvert gagnvart öðru og því innan meini og vantrausti sem kann að vera innan þeirra eigin raða og taka upp formlegar viðræður ekki seinna en strax.“
Kosningar 2016 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira