Aron: Mjög leiðinlegt að Jürgen hafi misst starfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2016 08:00 Aron Jóhannsson fagnar góðum úrslitum á HM 2014. Vísir/EPA Aron Jóhannsson er ánægður með nýjan þjálfara bandaríska landsliðsins í fótbolta en sér eftir manninum sem fékk hann til að velja Bandaríkin frekar en Ísland. Jürgen Klinsmann fékk Aron til að spila með bandaríska landsliðinu árið 2013 og valdi Aron síðan í HM-hópinn sinn á HM í Brasilíu 2014. Aron hefur síðan verið inn í myndinni en hann missti þó mikið úr á síðasta ári vegna erfiða meiðsli sem héldu honum frá fótboltavellinum í langan tíma. Aron var þó kominn aftur inn í hópinn fyrir síðasta verkefni en tveir tapleikir bandaríska landsliðsins með nokkra daga millibili í undankeppni reyndust vera síðustu leikirnir undir stjórn Jürgen Klinsmann sem var rekinn í vikunni. „Mér finnst það mjög leiðinlegt að Jürgen hafi misst starfið sitt. Hann gaf mér tækifæri hjá landsliðinu í fyrsta skipti fyrir þremur árum; lagði mikla áherslu á að fá mig í liðið og hafði mikla trú á mér. Hann hjálpaði mér mikið innan sem utan vallar,“ sagði Aron Jóhannsson í viðtali við Brynjar Inga Erluson í Morgunblaðinu í dag. „Bruce var ráðinn núna og hann hefur náð góðum árangri áður með landsliðið svo mér líst bara vel á þessa ráðningu hjá þeim,“ sagði Aron. Bruce Arena, nýr þjálfari bandaríska liðsins, lét hafa eftir sér fyrir nokkrum árum að hann væri á móti því að nota leikmenn með tvöfalt ríkisfang. Aron fellur í þann hóp. „Það eru rúmlega 300 milljónir íbúa í Bandaríkjunum, þannig að það er eðlilegt að það séu ekki allir með sömu skoðun. Þegar Bruce var síðast með landsliðið voru líka nokkrir leikmenn með tvöfalt ríkisfang þannig að ég held að það verði ekkert vesen. Ég trúi því að menn sem eru með bandarískt vegabréf og eru nógu góðir fyrir landsliðið verði valdir,“ sagði Aron í fyrrnefndu viðtali. Aron er búinn að ná sér af meiðslunum en hann glímdi við meiðsli í bæði mjöðm og nára. Hann er hinsvegar ekki inn í myndinni hjá nýjum þjálfara Werder Bremen Alexander Nouri. „Eftir þrjá leiki er síðan þjálfarinn okkar rekinn og ég fær rautt spjald og tveggja leikja bann. Þá kom inn nýr þjálfari sem þurfti að treysta á aðra leikmenn og það gekk vel í byrjun svo það var erfitt að fá sénsinn. Núna er ég á byrjunarreit hjá liðinu og þarf að sanna mig til að fá spilatíma,“ sagði Aron í viðtalinu í Morgunblaðinu.Aron fær fá tækifæri hjá Werder Bremen þessa dagana.Vísir/EPA Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Góðar fréttir fyrir Aron | Nýr þjálfari Bandaríkjanna ætlar ekki að útiloka neinn Bruce Arena var í gær ráðinn nýr landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í fótbolta en hann tekur við starfi Jürgen Klinsmann. 23. nóvember 2016 08:30 Klinsmann-ævintýrið kostaði Bandaríkjamenn meira en tvo milljarða Jürgen Klinsmann hefur stýrt sínum síðasta leik hjá bandaríska landsliðinu. Endalok hans voru að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum í úrslitariðlinum í undankeppni HM 2018. 22. nóvember 2016 11:45 Versta tap Bandaríkjanna í áratugi | Aron á bekknum Jürgen Klinsmann er í miklu basli eftir að Bandaríkin steinlá fyrir Kostaríku, 4-0. 16. nóvember 2016 08:00 Ætti ekki að velja leikmenn í bandaríska landsliðið sem eru fæddir utan Bandaríkjanna Aron Jóhannsson valdi bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska á sínum tíma og Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur valið framherjann í hópinn sinn ef hann er leikfær. 18. nóvember 2016 16:58 Klinsmann rekinn Jürgen Klinsmann hefur verið rekinn úr starfi þjálfara bandaríska karlalandsliðsins í fótbolta. 21. nóvember 2016 20:25 Bruce Arena tekinn við bandaríska landsliðinu | Framtíð Arons í óvissu Bruce Arena hefur verið ráðinn þjálfari bandaríska landsliðsins í fótbolta. Hann tekur við þjálfarastarfinu af Jürgen Klinsmann sem var rekinn í gær. 22. nóvember 2016 19:28 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Aron Jóhannsson er ánægður með nýjan þjálfara bandaríska landsliðsins í fótbolta en sér eftir manninum sem fékk hann til að velja Bandaríkin frekar en Ísland. Jürgen Klinsmann fékk Aron til að spila með bandaríska landsliðinu árið 2013 og valdi Aron síðan í HM-hópinn sinn á HM í Brasilíu 2014. Aron hefur síðan verið inn í myndinni en hann missti þó mikið úr á síðasta ári vegna erfiða meiðsli sem héldu honum frá fótboltavellinum í langan tíma. Aron var þó kominn aftur inn í hópinn fyrir síðasta verkefni en tveir tapleikir bandaríska landsliðsins með nokkra daga millibili í undankeppni reyndust vera síðustu leikirnir undir stjórn Jürgen Klinsmann sem var rekinn í vikunni. „Mér finnst það mjög leiðinlegt að Jürgen hafi misst starfið sitt. Hann gaf mér tækifæri hjá landsliðinu í fyrsta skipti fyrir þremur árum; lagði mikla áherslu á að fá mig í liðið og hafði mikla trú á mér. Hann hjálpaði mér mikið innan sem utan vallar,“ sagði Aron Jóhannsson í viðtali við Brynjar Inga Erluson í Morgunblaðinu í dag. „Bruce var ráðinn núna og hann hefur náð góðum árangri áður með landsliðið svo mér líst bara vel á þessa ráðningu hjá þeim,“ sagði Aron. Bruce Arena, nýr þjálfari bandaríska liðsins, lét hafa eftir sér fyrir nokkrum árum að hann væri á móti því að nota leikmenn með tvöfalt ríkisfang. Aron fellur í þann hóp. „Það eru rúmlega 300 milljónir íbúa í Bandaríkjunum, þannig að það er eðlilegt að það séu ekki allir með sömu skoðun. Þegar Bruce var síðast með landsliðið voru líka nokkrir leikmenn með tvöfalt ríkisfang þannig að ég held að það verði ekkert vesen. Ég trúi því að menn sem eru með bandarískt vegabréf og eru nógu góðir fyrir landsliðið verði valdir,“ sagði Aron í fyrrnefndu viðtali. Aron er búinn að ná sér af meiðslunum en hann glímdi við meiðsli í bæði mjöðm og nára. Hann er hinsvegar ekki inn í myndinni hjá nýjum þjálfara Werder Bremen Alexander Nouri. „Eftir þrjá leiki er síðan þjálfarinn okkar rekinn og ég fær rautt spjald og tveggja leikja bann. Þá kom inn nýr þjálfari sem þurfti að treysta á aðra leikmenn og það gekk vel í byrjun svo það var erfitt að fá sénsinn. Núna er ég á byrjunarreit hjá liðinu og þarf að sanna mig til að fá spilatíma,“ sagði Aron í viðtalinu í Morgunblaðinu.Aron fær fá tækifæri hjá Werder Bremen þessa dagana.Vísir/EPA
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Góðar fréttir fyrir Aron | Nýr þjálfari Bandaríkjanna ætlar ekki að útiloka neinn Bruce Arena var í gær ráðinn nýr landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í fótbolta en hann tekur við starfi Jürgen Klinsmann. 23. nóvember 2016 08:30 Klinsmann-ævintýrið kostaði Bandaríkjamenn meira en tvo milljarða Jürgen Klinsmann hefur stýrt sínum síðasta leik hjá bandaríska landsliðinu. Endalok hans voru að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum í úrslitariðlinum í undankeppni HM 2018. 22. nóvember 2016 11:45 Versta tap Bandaríkjanna í áratugi | Aron á bekknum Jürgen Klinsmann er í miklu basli eftir að Bandaríkin steinlá fyrir Kostaríku, 4-0. 16. nóvember 2016 08:00 Ætti ekki að velja leikmenn í bandaríska landsliðið sem eru fæddir utan Bandaríkjanna Aron Jóhannsson valdi bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska á sínum tíma og Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur valið framherjann í hópinn sinn ef hann er leikfær. 18. nóvember 2016 16:58 Klinsmann rekinn Jürgen Klinsmann hefur verið rekinn úr starfi þjálfara bandaríska karlalandsliðsins í fótbolta. 21. nóvember 2016 20:25 Bruce Arena tekinn við bandaríska landsliðinu | Framtíð Arons í óvissu Bruce Arena hefur verið ráðinn þjálfari bandaríska landsliðsins í fótbolta. Hann tekur við þjálfarastarfinu af Jürgen Klinsmann sem var rekinn í gær. 22. nóvember 2016 19:28 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Góðar fréttir fyrir Aron | Nýr þjálfari Bandaríkjanna ætlar ekki að útiloka neinn Bruce Arena var í gær ráðinn nýr landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í fótbolta en hann tekur við starfi Jürgen Klinsmann. 23. nóvember 2016 08:30
Klinsmann-ævintýrið kostaði Bandaríkjamenn meira en tvo milljarða Jürgen Klinsmann hefur stýrt sínum síðasta leik hjá bandaríska landsliðinu. Endalok hans voru að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum í úrslitariðlinum í undankeppni HM 2018. 22. nóvember 2016 11:45
Versta tap Bandaríkjanna í áratugi | Aron á bekknum Jürgen Klinsmann er í miklu basli eftir að Bandaríkin steinlá fyrir Kostaríku, 4-0. 16. nóvember 2016 08:00
Ætti ekki að velja leikmenn í bandaríska landsliðið sem eru fæddir utan Bandaríkjanna Aron Jóhannsson valdi bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska á sínum tíma og Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur valið framherjann í hópinn sinn ef hann er leikfær. 18. nóvember 2016 16:58
Klinsmann rekinn Jürgen Klinsmann hefur verið rekinn úr starfi þjálfara bandaríska karlalandsliðsins í fótbolta. 21. nóvember 2016 20:25
Bruce Arena tekinn við bandaríska landsliðinu | Framtíð Arons í óvissu Bruce Arena hefur verið ráðinn þjálfari bandaríska landsliðsins í fótbolta. Hann tekur við þjálfarastarfinu af Jürgen Klinsmann sem var rekinn í gær. 22. nóvember 2016 19:28