Henrik Larsson hættur eftir að stuðningsmennirnir réðust á son hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2016 07:30 Feðgarnir Henrik og Jordan Larsson ganga hér af velli eftir leikinn umrædda. Vísir/EPA Henrik Larsson er hættur sem þjálfari sænska fótboltaliðsins Helsingborg en það kemur ekki mikið á óvart eftir atburði síðustu helgar. 23 ára vera Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni endaði á sunnudaginn þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Halmstad og féll úr deildinni. Það var ekki nóg með að Henrik Larsson færi lið Helsingborg-liðið niður um deild heldur var einnig ráðist á soninn hans eftir leikinn. Jordan Larsson er 19 ára sonur Henrik Larsson lenti í grímuklæddum og öskureiðum stuðningsmönnum eftir leikinn og skipti þá engu að strákurinn hafi skorað í leiknum. Áhorfendurnir rifu af honum treyjuna og virtust vera að tjá óánægðu sína með feðgana á táknrænan en um leið óásættanlegan hátt. Hinn 45 ára gamli Henrik Larsson reyndi að koma drengnum til bjargar en varð þá einnig fyrir barðinu á þessum ósáttu stuðningsmönnum. Henrik var óhræddur við að setja pressu á soninn með því að skýra hann eftir NBA-körfuboltahetjunni Michael Jordan en strákurinn var byrjaður að spila hjá Helsingborg áður en pabbi hans varð þjálfari liðsins. Henrik Larsson, lék á sínum tíma fyrir lið Feyenoord, Celtic, Barcelona og Manchester United, en hann sló fyrst í gegn Helsingborgs IF þar sem hann skoraði 50 mörk í 56 leikjum frá 1992 til 1993. Henrik Larsson er fæddur í Helsingborg og ein allra stærsta íþróttastjarna borgarinnar en það hjálpaði lítið þegar þú ert búinn að fara með liðið niður. Henrik Larsson stýrði Helsingborg-liðinu frá 1. janúar 2015 og undir hans stjórn vann liðið 22 af 68 leikjum sínum en tapaði 34. Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Henrik Larsson er hættur sem þjálfari sænska fótboltaliðsins Helsingborg en það kemur ekki mikið á óvart eftir atburði síðustu helgar. 23 ára vera Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni endaði á sunnudaginn þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Halmstad og féll úr deildinni. Það var ekki nóg með að Henrik Larsson færi lið Helsingborg-liðið niður um deild heldur var einnig ráðist á soninn hans eftir leikinn. Jordan Larsson er 19 ára sonur Henrik Larsson lenti í grímuklæddum og öskureiðum stuðningsmönnum eftir leikinn og skipti þá engu að strákurinn hafi skorað í leiknum. Áhorfendurnir rifu af honum treyjuna og virtust vera að tjá óánægðu sína með feðgana á táknrænan en um leið óásættanlegan hátt. Hinn 45 ára gamli Henrik Larsson reyndi að koma drengnum til bjargar en varð þá einnig fyrir barðinu á þessum ósáttu stuðningsmönnum. Henrik var óhræddur við að setja pressu á soninn með því að skýra hann eftir NBA-körfuboltahetjunni Michael Jordan en strákurinn var byrjaður að spila hjá Helsingborg áður en pabbi hans varð þjálfari liðsins. Henrik Larsson, lék á sínum tíma fyrir lið Feyenoord, Celtic, Barcelona og Manchester United, en hann sló fyrst í gegn Helsingborgs IF þar sem hann skoraði 50 mörk í 56 leikjum frá 1992 til 1993. Henrik Larsson er fæddur í Helsingborg og ein allra stærsta íþróttastjarna borgarinnar en það hjálpaði lítið þegar þú ert búinn að fara með liðið niður. Henrik Larsson stýrði Helsingborg-liðinu frá 1. janúar 2015 og undir hans stjórn vann liðið 22 af 68 leikjum sínum en tapaði 34.
Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira