Fjórir íslenskir sigrar á Evrópumótinu í MMA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2016 17:32 Magnús er kominn áfram. mynd/facebook-síða mjölnis Íslensku keppendurnir gerðu góða hluti á öðrum degi Evrópumótsins í MMA í Prag. Íslendingarnir unnu fjóra bardaga og töpuðu aðeins einum. Magnús Ingi Ingvarsson, Björn Þorleifur Þorleifsson, Hrólfur Ólafsson og Egill Øydvin Hjördísarson unnu allir sinn bardaga en Bjartur Guðlaugsson tapaði sínum. Bjartur reið á vaðið af íslensku keppendunum en hann þurfti að sætta sig við tap fyrir Daniel Schalander, hátt skrifuðum Svía, á dómaraúrskurði. Magnús kláraði heimamanninn Tomas Fiala með tæknilegu rothöggi í 3. lotu. Hann mætir Rússanum Ziiad Sadaily í átta manna úrslitum í veltivigtinni á morgun. Það tók Björn aðeins 53 sekúndur að sigra Tékkann Premysl Kucerka með kraftmiklum spörkum. Björn mætir Svíanum Rostem Akman á morgun í átta manna úrslitum í millivigtinni. Hrólfur bar sigurorð af Tommi Leinonen frá Finnlandi eftir klofna dómaraákvörðun. Hrólfur mætir Austurríkismanninum Florian Aberger á morgun í millivigtinni. Egill sigraði Bretann Navid Rostaie á dómaraúrskurði. Sú sérstaka staða er komin upp að herbergisfélagarnir Egill og Bjarni Kristjánsson eiga að mætast í átta manna úrslitum í léttþungavigtinni á morgun. „Það kemur í ljós á eftir hvað við ætlum að gera en munum funda um það. Þeir munu þó ekki berjast en við ætlum að sjá til hvernig við gerum þetta,“ sagði Jón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis, í samtali við mmafrettir.is um stöðuna sem upp er komin.Hrólfur fagnar sigri í sínum bardaga.mynd/facebook-síða mjölnis MMA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjá meira
Íslensku keppendurnir gerðu góða hluti á öðrum degi Evrópumótsins í MMA í Prag. Íslendingarnir unnu fjóra bardaga og töpuðu aðeins einum. Magnús Ingi Ingvarsson, Björn Þorleifur Þorleifsson, Hrólfur Ólafsson og Egill Øydvin Hjördísarson unnu allir sinn bardaga en Bjartur Guðlaugsson tapaði sínum. Bjartur reið á vaðið af íslensku keppendunum en hann þurfti að sætta sig við tap fyrir Daniel Schalander, hátt skrifuðum Svía, á dómaraúrskurði. Magnús kláraði heimamanninn Tomas Fiala með tæknilegu rothöggi í 3. lotu. Hann mætir Rússanum Ziiad Sadaily í átta manna úrslitum í veltivigtinni á morgun. Það tók Björn aðeins 53 sekúndur að sigra Tékkann Premysl Kucerka með kraftmiklum spörkum. Björn mætir Svíanum Rostem Akman á morgun í átta manna úrslitum í millivigtinni. Hrólfur bar sigurorð af Tommi Leinonen frá Finnlandi eftir klofna dómaraákvörðun. Hrólfur mætir Austurríkismanninum Florian Aberger á morgun í millivigtinni. Egill sigraði Bretann Navid Rostaie á dómaraúrskurði. Sú sérstaka staða er komin upp að herbergisfélagarnir Egill og Bjarni Kristjánsson eiga að mætast í átta manna úrslitum í léttþungavigtinni á morgun. „Það kemur í ljós á eftir hvað við ætlum að gera en munum funda um það. Þeir munu þó ekki berjast en við ætlum að sjá til hvernig við gerum þetta,“ sagði Jón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis, í samtali við mmafrettir.is um stöðuna sem upp er komin.Hrólfur fagnar sigri í sínum bardaga.mynd/facebook-síða mjölnis
MMA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjá meira