Taka „Gylfann“ á þetta? Guðríður Arnardóttir skrifar 23. nóvember 2016 14:56 Ég kann Gylfa Arnbjörnssyni, forseta Alþýðusambands Íslands, litlar þakkir fyrir að rífa niður kjarabaráttu kennara sem honum finnst greinilega komin á villigötur. Kennarar krefjast þess að fá laun til jafns við stéttir með sömu menntun og ábyrgð. Þeir láta sig þó ekki dreyma um launaleiðréttingar til jafns við almennan markað, þá bæri enn meira í milli deiluaðila. Samfélag þar sem menntun er metin til launa og virðing borin fyrir þeim stéttum sem koma börnum okkar til manns, er það ekki samfélag sem við viljum byggja? Kennarar hafa fengið sitt, segir Gylfi. Þeir kennarar sem eru í kjarabaráttu þessa dagana, kenna í grunnskóla og tónlistarskóla. Meðallaun grunnskólakennara eru 491 þúsund á mánuði en eins og við vitum er meðalaldur kennara orðinn mjög hár vegna lítillar nýliðunar, svo yngri kennarar eru með mun lægri laun en meðaltalið segir til um. Samkvæmt launaupplýsingum Hagstofu Íslands eru meðalheildarlaun sérfræðinga á almennum markaði 622 þúsund á mánuði. Meðallaun verkafólks á almennum markaði eru 475 þúsund á mánuði eða 16 þúsund krónum lægri en meðallaun grunnskólakennara með 5 ára háskólamenntun. Gylfa finnst sem sagt eðlilegt, að þótt menn verði af ævitekjum í 5 ár og lifi á námslánum sem ævin endist tæplega til að borga, fái þeir 16 þúsund krónum hærri laun á mánuði en félagsmenn í ASÍ sem hafa ekki lokið háskólanámi. Það er talsvert lægra en afborgun af námslánum á ársgrundvelli. Það er undarleg latína að í stað þess að Gylfi berjist fyrir hærri launum sinna félagsmanna, virðist hann berjast fyrir lægri launum annarra. Ef við hjá Kennarasambandi Íslands myndum taka „Gylfann á þetta“ þá værum við núna að berjast fyrir því að laun verkafólks í landinu lækkuðu. En við ætlum ekki að gera það. Við viljum bara fá frið til þess að semja fyrir okkar fólk. Ég vona að viðsemjendur láti ósmekklegar upphrópanir Gylfa eins og vind um eyru þjóta og færi laun kennara í eðlilegt horf í samhengi við aðrar stéttir með sömu menntun og reynslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég kann Gylfa Arnbjörnssyni, forseta Alþýðusambands Íslands, litlar þakkir fyrir að rífa niður kjarabaráttu kennara sem honum finnst greinilega komin á villigötur. Kennarar krefjast þess að fá laun til jafns við stéttir með sömu menntun og ábyrgð. Þeir láta sig þó ekki dreyma um launaleiðréttingar til jafns við almennan markað, þá bæri enn meira í milli deiluaðila. Samfélag þar sem menntun er metin til launa og virðing borin fyrir þeim stéttum sem koma börnum okkar til manns, er það ekki samfélag sem við viljum byggja? Kennarar hafa fengið sitt, segir Gylfi. Þeir kennarar sem eru í kjarabaráttu þessa dagana, kenna í grunnskóla og tónlistarskóla. Meðallaun grunnskólakennara eru 491 þúsund á mánuði en eins og við vitum er meðalaldur kennara orðinn mjög hár vegna lítillar nýliðunar, svo yngri kennarar eru með mun lægri laun en meðaltalið segir til um. Samkvæmt launaupplýsingum Hagstofu Íslands eru meðalheildarlaun sérfræðinga á almennum markaði 622 þúsund á mánuði. Meðallaun verkafólks á almennum markaði eru 475 þúsund á mánuði eða 16 þúsund krónum lægri en meðallaun grunnskólakennara með 5 ára háskólamenntun. Gylfa finnst sem sagt eðlilegt, að þótt menn verði af ævitekjum í 5 ár og lifi á námslánum sem ævin endist tæplega til að borga, fái þeir 16 þúsund krónum hærri laun á mánuði en félagsmenn í ASÍ sem hafa ekki lokið háskólanámi. Það er talsvert lægra en afborgun af námslánum á ársgrundvelli. Það er undarleg latína að í stað þess að Gylfi berjist fyrir hærri launum sinna félagsmanna, virðist hann berjast fyrir lægri launum annarra. Ef við hjá Kennarasambandi Íslands myndum taka „Gylfann á þetta“ þá værum við núna að berjast fyrir því að laun verkafólks í landinu lækkuðu. En við ætlum ekki að gera það. Við viljum bara fá frið til þess að semja fyrir okkar fólk. Ég vona að viðsemjendur láti ósmekklegar upphrópanir Gylfa eins og vind um eyru þjóta og færi laun kennara í eðlilegt horf í samhengi við aðrar stéttir með sömu menntun og reynslu.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar