Innlent

Allmikil hlýindi væntanleg til landsins

Birgir Olgeirsson skrifar
Hitaspá Veðurstofu Íslands fyrir fimmtudag.
Hitaspá Veðurstofu Íslands fyrir fimmtudag. Vísir/vedur.is
Búist er við allmiklum hlýindum á landinu á fimmtudag þegar hitaskil ganga yfir landið með rigningu.

Þetta kemur fram í hugleiðingu veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en búist er við sunnan og suðvestan átt á morgun, 5 - 13 metrum á sekúndu, ásamt snjókomu eða slyddu og síðar rigningu, fyrst um landið vestanvert. Það mun hlána smám saman á morgun en á fimmtudag hlýnar sem fyrr segir allmikið.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á fimmtudag:

Sunnan- og suðvestan 10-18 m/s. Talsverð rigning sunnan- og vestan til, en úrkomulítið norðaustanlands fram eftir degi. Hiti 4 til 9 stig.

Á föstudag:

Vestlæg átt, víða 8-15 m/s og él en léttskýjað á SA- og A-landi. Dregur úr vindi og úrkomu síðdegis. Vægt frost, en yfirleitt frostlaust við ströndina.

Á laugardag:

Suðaustan 8-15 m/s með rigningu, en hægari og þurrt norðan jökla. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost austan til fram á kvöld.

Á sunnudag:

Ákveðin sunnanátt og rigning eða slydda S- og V-lands annars skýjað með köflum en úrkomulítið. Hiti 1 til 5 stig. Kólnar smám saman seinnipartinn með slydduéljum um landið vestanvert.

Á mánudag og þriðjudag:

Sunnanátt og él, en bjartviðri N- og A-lands. Vægt frost inn til landsins en annars um frostmark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×