Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land Birgir Olgeirsson skrifar 22. nóvember 2016 19:03 Lilja Rafney, Björt Ólafsdóttir, Jón Steindór og Jón Þór Ólafsson eru öll í málefnahópum um atvinnuvegamál í meirihltuaviðræðum VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar ásamt Gunnari Tryggvasyni. Vísir „Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem situr í málefnahóp um atvinnuvegamál í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.vísir/eyþórKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í gær við fréttastofu Ríkisútvarpsins að sjávarútvegsmálin og skattamál væru helstu ágreiningsmál flokkanna. Lilja Rafney Magnúsdóttir er fulltrúi Vinstri grænna í málefnahópnum um atvinnuvegamál, Jón Þór Ólafsson fyrir Pírata, Jón Steindór Valdimarsson fyrir Viðreisn, Gunnar Tryggvason fyrir Samfylkinguna og fyrrnefnd Björt fyrir Bjarta framtíð. Björt segir í samtali við Vísi að það liggi fyrir að Píratar, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylkingin hafi talað fyrir markaðslausnum. „Og hafa talað dálítið heilt yfir á svipuðum nótum,“ segir Björt. „Eftir daginn í dag finnst mér tilefni til að halda viðræðunum áfram því mér finnst fólk vera opið fyrir því að finna lendingu í þessum málum.“Píratar, Björt framtíð, Samfylkingin og Viðreisn hafa talað fyrir markaðslausnum en Vinstri græn hafa ekki verið eins hlynnt þeirri leið.vísir/vilhelmHún segist finna fyrir vilja til að hlusta á aðrar hugmyndir og að mæta ýmsum sjónarmiðum. „Það fólk sem var ekki að ræða áður markaðslausnir og var kannski hrætt við þær, er tilbúið að hlusta hvernig er hægt að mæta ýmsum sjónarmiðum, eins og byggðasjónarmiðum með þessum leiðum. Það veit á gott.“ Jón Steindór hjá Viðreisn segir það liggja ljóst fyrir hverjir vilja fara markaðsleið og Vinstri græn hafi ekki verið þeirrar skoðunar að það sé leiðin sem á að fara. „Hins vegar höfum við verið að ræða þetta fram og til baka og það er ekkert útséð hvernig það endar. Við skulum segja að það sé meiningarmunur á aðferðum og ýmsu sem tengist fyrirkomulagi kvótamála, sérstaklega hvað varðar byggðarkvóta og byggðapotta og þess háttar sem við erum kannski ekki sammála. En það eru kannski stærsta atriðið í málinu, með markaðstenginguna,“ segir Jón Steindór. Hann segir flokkanna hafa þokast nær í viðræðunum í dag. „Við fórum í aðra umferð sjávarútvegsmálunum og menn viðruðu hugmyndir og hugsanlega einhverjar leiðir til að reyna að nálgast meira. Það gekk í sjálfu sér ekkert illa en það er langt í land ennþá. En menn þokuðust nær.“ Formlegum viðræðum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartar framtíðar var slitið í síðustu viku vegna þess að flokkarnir náðu ekki saman í Evrópumálum og sjávarútvegsmálum. Viðreisn vildi fara uppboðsleiðina og Björt framtíð talaði á svipuðum nótum en Sjálfstæðisflokkurinn vildi óbreytt kerfi. Tengdar fréttir Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00 Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47 Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Þorsteinn: Strandaði fyrst og fremst á sjávarútvegsmálum „Mér þætti líklegt að ef menn hefðu náð saman þar hefði mögulega verið hægt að leysa úr hinu.“ 15. nóvember 2016 15:16 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem situr í málefnahóp um atvinnuvegamál í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.vísir/eyþórKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í gær við fréttastofu Ríkisútvarpsins að sjávarútvegsmálin og skattamál væru helstu ágreiningsmál flokkanna. Lilja Rafney Magnúsdóttir er fulltrúi Vinstri grænna í málefnahópnum um atvinnuvegamál, Jón Þór Ólafsson fyrir Pírata, Jón Steindór Valdimarsson fyrir Viðreisn, Gunnar Tryggvason fyrir Samfylkinguna og fyrrnefnd Björt fyrir Bjarta framtíð. Björt segir í samtali við Vísi að það liggi fyrir að Píratar, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylkingin hafi talað fyrir markaðslausnum. „Og hafa talað dálítið heilt yfir á svipuðum nótum,“ segir Björt. „Eftir daginn í dag finnst mér tilefni til að halda viðræðunum áfram því mér finnst fólk vera opið fyrir því að finna lendingu í þessum málum.“Píratar, Björt framtíð, Samfylkingin og Viðreisn hafa talað fyrir markaðslausnum en Vinstri græn hafa ekki verið eins hlynnt þeirri leið.vísir/vilhelmHún segist finna fyrir vilja til að hlusta á aðrar hugmyndir og að mæta ýmsum sjónarmiðum. „Það fólk sem var ekki að ræða áður markaðslausnir og var kannski hrætt við þær, er tilbúið að hlusta hvernig er hægt að mæta ýmsum sjónarmiðum, eins og byggðasjónarmiðum með þessum leiðum. Það veit á gott.“ Jón Steindór hjá Viðreisn segir það liggja ljóst fyrir hverjir vilja fara markaðsleið og Vinstri græn hafi ekki verið þeirrar skoðunar að það sé leiðin sem á að fara. „Hins vegar höfum við verið að ræða þetta fram og til baka og það er ekkert útséð hvernig það endar. Við skulum segja að það sé meiningarmunur á aðferðum og ýmsu sem tengist fyrirkomulagi kvótamála, sérstaklega hvað varðar byggðarkvóta og byggðapotta og þess háttar sem við erum kannski ekki sammála. En það eru kannski stærsta atriðið í málinu, með markaðstenginguna,“ segir Jón Steindór. Hann segir flokkanna hafa þokast nær í viðræðunum í dag. „Við fórum í aðra umferð sjávarútvegsmálunum og menn viðruðu hugmyndir og hugsanlega einhverjar leiðir til að reyna að nálgast meira. Það gekk í sjálfu sér ekkert illa en það er langt í land ennþá. En menn þokuðust nær.“ Formlegum viðræðum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartar framtíðar var slitið í síðustu viku vegna þess að flokkarnir náðu ekki saman í Evrópumálum og sjávarútvegsmálum. Viðreisn vildi fara uppboðsleiðina og Björt framtíð talaði á svipuðum nótum en Sjálfstæðisflokkurinn vildi óbreytt kerfi.
Tengdar fréttir Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00 Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47 Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Þorsteinn: Strandaði fyrst og fremst á sjávarútvegsmálum „Mér þætti líklegt að ef menn hefðu náð saman þar hefði mögulega verið hægt að leysa úr hinu.“ 15. nóvember 2016 15:16 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00
Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47
Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47
Þorsteinn: Strandaði fyrst og fremst á sjávarútvegsmálum „Mér þætti líklegt að ef menn hefðu náð saman þar hefði mögulega verið hægt að leysa úr hinu.“ 15. nóvember 2016 15:16