Tólf marka leikur í Dortmund | Sjáðu öll mörk kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2016 22:15 Marco Reus skoraði þrennu í ótrúlegum leik Dortmund og Legia. vísir/getty Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.Tottenham er úr leik í E-riðli eftir 2-1 tap fyrir Monaco á útivelli.Í hinum leik riðilsins gerðu CSKA Moskva og Bayer Leverkusen 1-1 jafntefli. Monaco og Leverkusen eru komin áfram í 16-liða úrslit. Það hafði enginn áhuga á að spila vörn þegar Dortmund fékk Legia Varsjá í heimsókn í F-riðli. Lokatölur 8-4, Dortmund í vil. Marco Reus sneri aftur í lið Dortmund og minnti hressilega á sig, skoraði þrennu og lagði upp eitt mark til viðbótar. Aldrei hafa jafn mörg mörk verið skoruð í einum leik í sögu Meistaradeildarinnar.Í hinum leik riðilsins vann Real Madrid 1-2 sigur á Sporting í Lissabon. Karim Benzema tryggði Evrópumeisturunum sigurinn með marki þremur mínútum fyrir leikslok. Dortmund og Real Madrid eru komin áfram og mætast í hreinum úrslitaleik um efsta sætið í riðlinum á Santíago Bernabeu í næstu umferð.Leicester tryggði sér sigur í G-riðli og sæti í 16-liða úrslitunum með 2-1 sigri á Club Brugge á heimavelli. FC Köbenhavn og Porto gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins. FCK og Porto berjast um 2. sætið í riðlinum en Leicester er sem áður sagði komið áfram. Juventus er komið með farseðilinn í 16-liða úrslitin eftir 1-3 sigur á Sevilla á útivelli í H-riðli. Sevilla komst yfir með marki Nicolas Pareja á 9. mínútu. Heimamenn voru ósáttir við störf enska dómarans Marks Clattenburg í leiknum en hann rak Franco Vazquez af velli á 36. mínútu og dæmdi svo umdeilda vítaspyrnu á Sevilla í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Claudio Marchisio skoraði úr vítinu. Tíu leikmenn Sevilla héldu jöfnu fram á 84. mínútu þegar Leonardo Bonucci kom Juventus yfir með góðu skoti fyrir utan teig. Mario Mandzukic gulltryggði svo sigur ítölsku meistarana með marki í uppbótartíma. Í hinum leik riðilsins vann Lyon Dinamo Zagreb á útivelli. Alexandre Lacazette skoraði eina mark leiksins. Juventus og Sevilla eru komin áfram í 16-liða úrslit.Úrslit kvöldsins:E-riðill:Monaco 2-1 Tottenham 0-1 Djibril Sidibé (48.), 1-1 Harry Kane, víti (52.), 2-1 Thomas Lemar (53.)CSKA Moskva 1-1 Leverkusen 0-1 Kevin Volland (16.), 1-1 Bebars Natcho, víti (76.).F-riðill:Sporting 1-2 Real Madrid 0-1 Raphaël Varane (29.), 1-1 Adrien Silva, víti (80.), 1-2 Karim Benzema (87.) Rautt spjald: Joao Pereira, Sporting (64.)Dortmund 8-4 Legia 0-1 Aleksandar Prijovic (10.), 1-1 Shinji Kagawa (17.), 2-1 Kagawa (18.), 3-1 Nuri Sahin (20.), 3-2 Prijovic (24.), 4-2 Ousmane Dembélé (29.), 5-2 Marco Reus (32.), 6-2 Reus (52.), 6-3 Michal Kucharczyk (57.), 7-3 Felix Passlack (81.), 7-4 Nemanja Nikolic (83.), 8-4 Marco Reus (90+2.).G-riðill:Leicester 2-1 Club Brugge 1-0 Shinji Okazaki (5.), 2-0 Riyad Mahrez, víti (30.), José Izquierdo (52.)FCK 0-0 PortoH-riðill:Sevilla 1-3 Juventus 1-0 Nicolas Pareja (9.), 1-1 Claudio Marchisio, víti (45+2.), 1-2 Leonardo Bonucci (84.), 1-3 Mario Mandzukic (90+4.).Rautt spjald: Franco Vazquez, Sevilla (36.)Dinamo Zagreb 0-1 Lyon 0-1 Alexandre Lacazette (72.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Sjá meira
Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.Tottenham er úr leik í E-riðli eftir 2-1 tap fyrir Monaco á útivelli.Í hinum leik riðilsins gerðu CSKA Moskva og Bayer Leverkusen 1-1 jafntefli. Monaco og Leverkusen eru komin áfram í 16-liða úrslit. Það hafði enginn áhuga á að spila vörn þegar Dortmund fékk Legia Varsjá í heimsókn í F-riðli. Lokatölur 8-4, Dortmund í vil. Marco Reus sneri aftur í lið Dortmund og minnti hressilega á sig, skoraði þrennu og lagði upp eitt mark til viðbótar. Aldrei hafa jafn mörg mörk verið skoruð í einum leik í sögu Meistaradeildarinnar.Í hinum leik riðilsins vann Real Madrid 1-2 sigur á Sporting í Lissabon. Karim Benzema tryggði Evrópumeisturunum sigurinn með marki þremur mínútum fyrir leikslok. Dortmund og Real Madrid eru komin áfram og mætast í hreinum úrslitaleik um efsta sætið í riðlinum á Santíago Bernabeu í næstu umferð.Leicester tryggði sér sigur í G-riðli og sæti í 16-liða úrslitunum með 2-1 sigri á Club Brugge á heimavelli. FC Köbenhavn og Porto gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins. FCK og Porto berjast um 2. sætið í riðlinum en Leicester er sem áður sagði komið áfram. Juventus er komið með farseðilinn í 16-liða úrslitin eftir 1-3 sigur á Sevilla á útivelli í H-riðli. Sevilla komst yfir með marki Nicolas Pareja á 9. mínútu. Heimamenn voru ósáttir við störf enska dómarans Marks Clattenburg í leiknum en hann rak Franco Vazquez af velli á 36. mínútu og dæmdi svo umdeilda vítaspyrnu á Sevilla í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Claudio Marchisio skoraði úr vítinu. Tíu leikmenn Sevilla héldu jöfnu fram á 84. mínútu þegar Leonardo Bonucci kom Juventus yfir með góðu skoti fyrir utan teig. Mario Mandzukic gulltryggði svo sigur ítölsku meistarana með marki í uppbótartíma. Í hinum leik riðilsins vann Lyon Dinamo Zagreb á útivelli. Alexandre Lacazette skoraði eina mark leiksins. Juventus og Sevilla eru komin áfram í 16-liða úrslit.Úrslit kvöldsins:E-riðill:Monaco 2-1 Tottenham 0-1 Djibril Sidibé (48.), 1-1 Harry Kane, víti (52.), 2-1 Thomas Lemar (53.)CSKA Moskva 1-1 Leverkusen 0-1 Kevin Volland (16.), 1-1 Bebars Natcho, víti (76.).F-riðill:Sporting 1-2 Real Madrid 0-1 Raphaël Varane (29.), 1-1 Adrien Silva, víti (80.), 1-2 Karim Benzema (87.) Rautt spjald: Joao Pereira, Sporting (64.)Dortmund 8-4 Legia 0-1 Aleksandar Prijovic (10.), 1-1 Shinji Kagawa (17.), 2-1 Kagawa (18.), 3-1 Nuri Sahin (20.), 3-2 Prijovic (24.), 4-2 Ousmane Dembélé (29.), 5-2 Marco Reus (32.), 6-2 Reus (52.), 6-3 Michal Kucharczyk (57.), 7-3 Felix Passlack (81.), 7-4 Nemanja Nikolic (83.), 8-4 Marco Reus (90+2.).G-riðill:Leicester 2-1 Club Brugge 1-0 Shinji Okazaki (5.), 2-0 Riyad Mahrez, víti (30.), José Izquierdo (52.)FCK 0-0 PortoH-riðill:Sevilla 1-3 Juventus 1-0 Nicolas Pareja (9.), 1-1 Claudio Marchisio, víti (45+2.), 1-2 Leonardo Bonucci (84.), 1-3 Mario Mandzukic (90+4.).Rautt spjald: Franco Vazquez, Sevilla (36.)Dinamo Zagreb 0-1 Lyon 0-1 Alexandre Lacazette (72.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Sjá meira