Erlent

Bretar skammaðir fyrir stefnuleysi

Samúel Karl Ólason skrifar
Evrópuþingið í Strasbourg.
Evrópuþingið í Strasbourg. Vísir/AFP
Embættismenn ESB hafa gagnrýnt yfirvöld Bretlands fyrir stefnuleysi og takmarkað upplýsingaflæði. David Davis, sérstakur Brexit-ráðherra, hefur verið í Strabourg að ræða við embættismenn ESB, en þeir segja Breta ekki hafa hugmynd um hvað Brexit þýði í raun og veru.

Samkvæmt Sky News sögðu Guy Verhofstadt, yfirmaður nefndar evrópuþingsins varðandi Brexit, og þingmenn Davis að samningaviðræður vegna Brexit verði erfiðar. Þá hafa þeir ítrekað að Bretlandi muni ekki fá að vera áfram á innri markaði ESB án frjáls flæðis fólks.

Verhofstadt segir að samningaviðræðum Breta og ESB verði að vera lokið um tveimur árum eftir að 50. grein Lissabonsáttmálans hefur verið virkjuð. Reiknað er með því að hún verði virkjuð í mars. Því yrðu samningarnir líklegast klárir fyrir evrópuþingskosningarnar árið 2019.

Hann sagði einnig að ómögulegt væri að finna lausn þar farið væri gegn „frelsunum fjórum“ eins og þau eru kölluð. Þar er um að ræða frjálst flæði fjármagns, vara, þjónustu og fólks.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×