Hamskipti Haukanna í handboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2016 06:30 Haukar fagna Íslandsmeistaratitlinum eftir sigur á Aftureldingu í oddaleik í vor. vísir/vilhelm Fyrir aðeins fimmtíu dögum sátu Haukarnir í fallsæti Olís-deildarinnar með aðeins fjögur stig í húsi af fjórtán mögulegum. Íslandsmeistararnir voru búnir að tapa fimm af sjö fyrstu leikjum sínum og höfðu fengið á sig 31 mark að meðaltali í leik. Það er því ekkert skrítið að þjálfarinn Gunnar Magnússon hafi sofið illa þessa daga í september og október þegar meistaraliðið var nánast óþekkjanlegt úti á gólfinu. Nú, sjö vikum síðar, hafa hans menn farið í gegnum algjör hamskipti og nú síðast unnið hvern stórsigurinn á fætur öðrum á efstu liðum deildarinnar. Hvernig fór hann að þessu?Framleikurinn vekjaraklukkan Gunnar segir að vekjaraklukkan hafi farið í gang eftir 41-37 tap á móti Fram á heimavelli í lok september. „Við héldum alltaf fram að því að þetta væri að koma og væri að koma. Eftir það tap, þar sem við fengum á okkur 41 mark, þá áttum við okkur á vandamálinu að við værum bara lélegir og þyrftum að spýta verulega í lófana,“ segir Gunnar. Það fór ekki fram hjá mörgum að varnarleikurinn var akkillesarhæll liðsins í upphafi móts. „Við vorum í miklum vandræðum með vörnina hjá okkur. Við vorum með nýja leikmenn í nýjum stöðum sem tók smá tíma,“ segir Gunnar og bendir á eina tölfræði sem sýnir vel muninn á varnarleiknum. „Við erum búnir að tvöfalda fjöldann hjá okkur í fríköstum frá þessum Framleik. Það sýnir líka baráttuna og hugarástandið. Fá meiri baráttu og fá fleiri fríköst. Við erum búnir að tvöfalda fjölda hraðaupphlaupa og tvöfalda fjölda fríkasta sem við höfum fengið á okkur með því að bæta þessa vörn. Um leið og vörnin hefur skánað hjá okkur þá hefur markvarslan líka verið betri,“ segir Gunnar. „Ég sagði það eftir þennan septembermánuð, þar sem við gátum ekki rassgat, að ég héldi að við kæmum bara sterkari út úr þessu. Í öllu þessu mótlæti, þegar við töpuðum fimm leikjum af sjö, þá var aldrei einhver örvænting og aldrei datt mórallinn niður. Við umturnuðum engu. Við vissum bara að við vorum lélegir og að við þyrftum að leggja harðar að okkur,“ segir Gunnar. Hann hugsaði þó um lítið annað en hvað hann gæti gert.grafík/fréttablaðiðSvaf ekki rólegur „Ég svaf ekkert rólegur á meðan liðið spilaði mjög illa. Mér stóð ekki á sama því ég fékk það til að virka sem við vorum að fara með inn í leikina. Ég lagði þá bara helmingi meira á mig eins og strákarnir. Ég vann bara myrkranna á milli til að finna lausnir og hvernig ég gæti snúið þessu við,“ sagði Gunnar og hann breytti nokkrum hlutum. Gunnar veltir einnig upp möguleikanum á að hans menn hafi verið saddir eftir velgengni síðustu ára. „Eitt af því sem ég skynjaði eftir þennan Framleik var að mér fannst við ekki ná því að gíra okkur inn í leikina. Mér fannst við vera í mjög góðu formi og það var því ekki vandamálið. Við náðum ekki að gíra okkur almennilega inn í þessa leiki,“ segir Gunnar og bætir við: „Margir í liðinu voru búnir að vinna tvö ár í röð og umræðan var síðan þannig að við værum langbestir og í undirmeðvitundinni héldu menn að þetta kæmi svolítið af sjálfu sér.“ Það var magnað að fylgjast með Haukalestinni á fullri ferð fyrr í þessum mánuðum þegar liðið vann fjögur topplið í deildinni með meira en 40 mörkum samanlagt.Koma sterkari út úr þessu „Við erum búnir að bæta okkar leik meira með því að fara í alla þessa vinnu innan og utan vallar. Við komum sterkari út úr þessu af því að við tókum á vandamálunum. Við vorum bara lélegir og hin liðin voru bara betri en við í byrjun október,“ segir Gunnar. Næsti leikur er einmitt á móti Fram í kvöld. Mótherjar kvöldsins voru vekjaraklukka Haukaliðsins fyrir tveimur mánuðum en hvernig verður framhaldið nú þegar allt er komið í lag? „Við erum ekkert komnir á þann stað sem við viljum vera á í deildinni. Við erum alls ekkert sáttir við stöðuna enn, því okkur langar að sjálfsögðu að komast á toppinn. Þangað stefnum við og við erum ekkert sáttir þangað til,“ segir Gunnar. Hann sér hungrið og leikgleðina aftur í sínum mönnum.Sér það í augunum á þeim „Inni í klefa, þegar við erum að fara í leikina, þá sér maður bara í augunum á mönnum hvort þeir eru tilbúnir. Maður þarf ekkert að öskra þá í gang lengur því maður sér það bara að þeir eru tilbúnir. Það er allt annað að horfa á liðið í dag,“ segir Gunnar. Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Fyrir aðeins fimmtíu dögum sátu Haukarnir í fallsæti Olís-deildarinnar með aðeins fjögur stig í húsi af fjórtán mögulegum. Íslandsmeistararnir voru búnir að tapa fimm af sjö fyrstu leikjum sínum og höfðu fengið á sig 31 mark að meðaltali í leik. Það er því ekkert skrítið að þjálfarinn Gunnar Magnússon hafi sofið illa þessa daga í september og október þegar meistaraliðið var nánast óþekkjanlegt úti á gólfinu. Nú, sjö vikum síðar, hafa hans menn farið í gegnum algjör hamskipti og nú síðast unnið hvern stórsigurinn á fætur öðrum á efstu liðum deildarinnar. Hvernig fór hann að þessu?Framleikurinn vekjaraklukkan Gunnar segir að vekjaraklukkan hafi farið í gang eftir 41-37 tap á móti Fram á heimavelli í lok september. „Við héldum alltaf fram að því að þetta væri að koma og væri að koma. Eftir það tap, þar sem við fengum á okkur 41 mark, þá áttum við okkur á vandamálinu að við værum bara lélegir og þyrftum að spýta verulega í lófana,“ segir Gunnar. Það fór ekki fram hjá mörgum að varnarleikurinn var akkillesarhæll liðsins í upphafi móts. „Við vorum í miklum vandræðum með vörnina hjá okkur. Við vorum með nýja leikmenn í nýjum stöðum sem tók smá tíma,“ segir Gunnar og bendir á eina tölfræði sem sýnir vel muninn á varnarleiknum. „Við erum búnir að tvöfalda fjöldann hjá okkur í fríköstum frá þessum Framleik. Það sýnir líka baráttuna og hugarástandið. Fá meiri baráttu og fá fleiri fríköst. Við erum búnir að tvöfalda fjölda hraðaupphlaupa og tvöfalda fjölda fríkasta sem við höfum fengið á okkur með því að bæta þessa vörn. Um leið og vörnin hefur skánað hjá okkur þá hefur markvarslan líka verið betri,“ segir Gunnar. „Ég sagði það eftir þennan septembermánuð, þar sem við gátum ekki rassgat, að ég héldi að við kæmum bara sterkari út úr þessu. Í öllu þessu mótlæti, þegar við töpuðum fimm leikjum af sjö, þá var aldrei einhver örvænting og aldrei datt mórallinn niður. Við umturnuðum engu. Við vissum bara að við vorum lélegir og að við þyrftum að leggja harðar að okkur,“ segir Gunnar. Hann hugsaði þó um lítið annað en hvað hann gæti gert.grafík/fréttablaðiðSvaf ekki rólegur „Ég svaf ekkert rólegur á meðan liðið spilaði mjög illa. Mér stóð ekki á sama því ég fékk það til að virka sem við vorum að fara með inn í leikina. Ég lagði þá bara helmingi meira á mig eins og strákarnir. Ég vann bara myrkranna á milli til að finna lausnir og hvernig ég gæti snúið þessu við,“ sagði Gunnar og hann breytti nokkrum hlutum. Gunnar veltir einnig upp möguleikanum á að hans menn hafi verið saddir eftir velgengni síðustu ára. „Eitt af því sem ég skynjaði eftir þennan Framleik var að mér fannst við ekki ná því að gíra okkur inn í leikina. Mér fannst við vera í mjög góðu formi og það var því ekki vandamálið. Við náðum ekki að gíra okkur almennilega inn í þessa leiki,“ segir Gunnar og bætir við: „Margir í liðinu voru búnir að vinna tvö ár í röð og umræðan var síðan þannig að við værum langbestir og í undirmeðvitundinni héldu menn að þetta kæmi svolítið af sjálfu sér.“ Það var magnað að fylgjast með Haukalestinni á fullri ferð fyrr í þessum mánuðum þegar liðið vann fjögur topplið í deildinni með meira en 40 mörkum samanlagt.Koma sterkari út úr þessu „Við erum búnir að bæta okkar leik meira með því að fara í alla þessa vinnu innan og utan vallar. Við komum sterkari út úr þessu af því að við tókum á vandamálunum. Við vorum bara lélegir og hin liðin voru bara betri en við í byrjun október,“ segir Gunnar. Næsti leikur er einmitt á móti Fram í kvöld. Mótherjar kvöldsins voru vekjaraklukka Haukaliðsins fyrir tveimur mánuðum en hvernig verður framhaldið nú þegar allt er komið í lag? „Við erum ekkert komnir á þann stað sem við viljum vera á í deildinni. Við erum alls ekkert sáttir við stöðuna enn, því okkur langar að sjálfsögðu að komast á toppinn. Þangað stefnum við og við erum ekkert sáttir þangað til,“ segir Gunnar. Hann sér hungrið og leikgleðina aftur í sínum mönnum.Sér það í augunum á þeim „Inni í klefa, þegar við erum að fara í leikina, þá sér maður bara í augunum á mönnum hvort þeir eru tilbúnir. Maður þarf ekkert að öskra þá í gang lengur því maður sér það bara að þeir eru tilbúnir. Það er allt annað að horfa á liðið í dag,“ segir Gunnar.
Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira