Gaupi og Henson ræða Hemma Gunn í 70 ára afmælinu: „Það var eðal Hemmi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2016 19:00 Hermann Gunnarsson hefði verið sjötugur í dag en hann var brákvaddur sumarið 2013 þá aðeins 66 ára gamall. Hermann fæddist 9. desember 1946. Hermann var einn ástsælasti fjölmiðlamaður þjóðarinnar. Vinir og vandamenn voru mættir í 70 ára afmælisveisluna í hádeginu í dag. Guðjón Guðmundsson skellti sér í afmælisveislu Hemma þar sem vinir hans hittust og minntust einstaks manns sem vann huga og hjörtu íslensku þjóðarinnar, fyrst sem knattspyrnuhetja og svo sem sjónvarpsstjarna í þættinum „Á tali hjá Hemma Gunn“ vinsælasta spjallþætti Íslandssögunnar. „Hann hefði getað skorað mörk í hvað deild sem var. Það var alveg klárt mál,“ sagði vinur hans Halldór Einarsson, betur þekktur undir gælunafninu Henson. Þeir voru báðir harðir Valsmenn og á sínum tíma leikmenn liðsins til fjölda ára. „Hann hafði aldrei metnað til þess að verða alvöru atvinnumaður. Ég held að það hafi verið of mikill órói í honum. Hann hafði aldrei getað farið með sig undir þann daga sem tilheyrir atvinnumennsku í fóbolta,“ sagði Halldór. Hermann Gunnarsson varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Val (1966, 1967, 1976 og 1980) og þrisvar sinnum markakóngur íslensku deildarinnar (1967, 1970 og 1973) og enginn hefur skorað fleiri þrennur í efstu deild á Íslandi (9). Hermann Gunnarsson er fimmti markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi (var sá markahæsti í nokkur ár á áttunda áratugnum) og hann skoraði á sínum tíma bæði fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta (45 mörk í 15 leikjum) og karlalandsliðið í fótbolta (6 mörk í 20 leikjum). Hermann skoraði meðal annars sautján mörk í handboltalandsleik á í 41-19 sigri á móti Bandaríkjunum í New Jersey 17. maí 1966 og tvennu í 2-0 sigri á Norðmönnum á Laugardalsvellinum 20. júlí 1970. „Að tala um Hemma er ekkert auðvelt mál vegna þess að það voru svo margar hliðar á honum. Bestu hliðina sýndi hann þegar hann var búinn að deyja og kominn til baka, þakklátur fyrir að vera ennþá á lífi. Hann gantaðist þá með og rifjaði upp hverja hann hefði hitt hinum megin,“ sagði Halldór Einarsson. „Nú var hann kominn aftur, andaði og tók þátt í lífinu. Hann átti ekki neitt, bara litlar skuldir og var eins auðmjúkur eins og nokkur maður gat verið. Það var eðal Hemmi,“ sagði Halldór. „Ég segi bara, verið hress, ekkert stress og bless,“ sagði Halldór að lokum en það má sjá viðtalið við hann í innslagi Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Sjá meira
Hermann Gunnarsson hefði verið sjötugur í dag en hann var brákvaddur sumarið 2013 þá aðeins 66 ára gamall. Hermann fæddist 9. desember 1946. Hermann var einn ástsælasti fjölmiðlamaður þjóðarinnar. Vinir og vandamenn voru mættir í 70 ára afmælisveisluna í hádeginu í dag. Guðjón Guðmundsson skellti sér í afmælisveislu Hemma þar sem vinir hans hittust og minntust einstaks manns sem vann huga og hjörtu íslensku þjóðarinnar, fyrst sem knattspyrnuhetja og svo sem sjónvarpsstjarna í þættinum „Á tali hjá Hemma Gunn“ vinsælasta spjallþætti Íslandssögunnar. „Hann hefði getað skorað mörk í hvað deild sem var. Það var alveg klárt mál,“ sagði vinur hans Halldór Einarsson, betur þekktur undir gælunafninu Henson. Þeir voru báðir harðir Valsmenn og á sínum tíma leikmenn liðsins til fjölda ára. „Hann hafði aldrei metnað til þess að verða alvöru atvinnumaður. Ég held að það hafi verið of mikill órói í honum. Hann hafði aldrei getað farið með sig undir þann daga sem tilheyrir atvinnumennsku í fóbolta,“ sagði Halldór. Hermann Gunnarsson varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Val (1966, 1967, 1976 og 1980) og þrisvar sinnum markakóngur íslensku deildarinnar (1967, 1970 og 1973) og enginn hefur skorað fleiri þrennur í efstu deild á Íslandi (9). Hermann Gunnarsson er fimmti markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi (var sá markahæsti í nokkur ár á áttunda áratugnum) og hann skoraði á sínum tíma bæði fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta (45 mörk í 15 leikjum) og karlalandsliðið í fótbolta (6 mörk í 20 leikjum). Hermann skoraði meðal annars sautján mörk í handboltalandsleik á í 41-19 sigri á móti Bandaríkjunum í New Jersey 17. maí 1966 og tvennu í 2-0 sigri á Norðmönnum á Laugardalsvellinum 20. júlí 1970. „Að tala um Hemma er ekkert auðvelt mál vegna þess að það voru svo margar hliðar á honum. Bestu hliðina sýndi hann þegar hann var búinn að deyja og kominn til baka, þakklátur fyrir að vera ennþá á lífi. Hann gantaðist þá með og rifjaði upp hverja hann hefði hitt hinum megin,“ sagði Halldór Einarsson. „Nú var hann kominn aftur, andaði og tók þátt í lífinu. Hann átti ekki neitt, bara litlar skuldir og var eins auðmjúkur eins og nokkur maður gat verið. Það var eðal Hemmi,“ sagði Halldór. „Ég segi bara, verið hress, ekkert stress og bless,“ sagði Halldór að lokum en það má sjá viðtalið við hann í innslagi Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Sjá meira