Er lélegt áhorf á NFL Kaepernick að kenna? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. desember 2016 14:15 Máttur Kaepernick virðist vera mikill. vísir/getty Yfirmenn NFL-deildarinnar hafa miklar áhyggjur af minnkandi áhorfi á íþróttina í vetur. Ástæðan fyrir þessu minnkandi áhorfi er eitthvað sem ekki virðist vera hægt að festa fingur á. Framan af tímabili tók kapphlaupið um forsetaembættið mikið af áhorfinu en það var viðbúið. Strax eftir að búið var að kjósa forseta rauk áhorfið upp vikuna á eftir. Aðalleikurinn á sunnudegi var með 13 prósent meira áhorf en leikurinn árinu á undan. Þetta var besta áhorf á sunnudagsleik síðan 2011. Svo fóru áhorfstölur aftur að minnka og menn klóruðu sér bara í kollinum yfir þessu. Nú vilja menn kenna Colin Kaepernick, leikstjórnanda San Francisco 49ers, um þetta minnkandi áhorf. Hann byrjaði að mótmæla í þjóðsöngnum fyrir leiki sem var afar umdeilt og ein af fréttum ársins í Bandaríkjunum. Fleiri fylgdu í kjölfarið og þessu fylgdi mikil umræða. Í hvert skipti sem Yahoo hefur skrifað um NFL-áhorf þá skrifa flestir undir fréttirnar, eða á Twitter, að þetta sé út af Kaepernick. „Harðir aðdáendur eins og ég eru móðgaðir yfir því að deildin og eigendur liðanna leyfi leikmönnunum að mótmæla svona fyrir leiki. Þetta er móðgun við Bandaríkin og ég mótmæli með því að horfa ekki,“ skrifaði einn lesandi og margir hafa skrifað á sömu nótum. Menn finna ekki betri skýringu en áhorfendur séu einfaldlega að mótmæla enda hafa mótmæli Keapernick klofið þjóðina. Áhorfið á NFL-deildina er engu að síður frábært þó svo það hafi dalað. NFL Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Yfirmenn NFL-deildarinnar hafa miklar áhyggjur af minnkandi áhorfi á íþróttina í vetur. Ástæðan fyrir þessu minnkandi áhorfi er eitthvað sem ekki virðist vera hægt að festa fingur á. Framan af tímabili tók kapphlaupið um forsetaembættið mikið af áhorfinu en það var viðbúið. Strax eftir að búið var að kjósa forseta rauk áhorfið upp vikuna á eftir. Aðalleikurinn á sunnudegi var með 13 prósent meira áhorf en leikurinn árinu á undan. Þetta var besta áhorf á sunnudagsleik síðan 2011. Svo fóru áhorfstölur aftur að minnka og menn klóruðu sér bara í kollinum yfir þessu. Nú vilja menn kenna Colin Kaepernick, leikstjórnanda San Francisco 49ers, um þetta minnkandi áhorf. Hann byrjaði að mótmæla í þjóðsöngnum fyrir leiki sem var afar umdeilt og ein af fréttum ársins í Bandaríkjunum. Fleiri fylgdu í kjölfarið og þessu fylgdi mikil umræða. Í hvert skipti sem Yahoo hefur skrifað um NFL-áhorf þá skrifa flestir undir fréttirnar, eða á Twitter, að þetta sé út af Kaepernick. „Harðir aðdáendur eins og ég eru móðgaðir yfir því að deildin og eigendur liðanna leyfi leikmönnunum að mótmæla svona fyrir leiki. Þetta er móðgun við Bandaríkin og ég mótmæli með því að horfa ekki,“ skrifaði einn lesandi og margir hafa skrifað á sömu nótum. Menn finna ekki betri skýringu en áhorfendur séu einfaldlega að mótmæla enda hafa mótmæli Keapernick klofið þjóðina. Áhorfið á NFL-deildina er engu að síður frábært þó svo það hafi dalað.
NFL Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum