Umfjöllun, myndir og viðtöl: ÍR - Njarðvík 92-73 | ÍR-ingar unnu 19 stiga sigur á Njarðvík Kristinn Geir Friðriksson skrifar 8. desember 2016 20:45 Sveinbjörn Claessen dekkar Loga Gunnarsson í kvöld Vísir/Anton ÍR-ingar fögnuðu sínum öðrum sigri í röð í Domino´s deild karla í körfubolta þegar þeir unnu sannfærandi 19 stiga sigur á Njarðvík í Seljaskólanum í kvöld, 92-73.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og má sjá myndir hans hér fyrir ofan. Bæði lið þurftu á stigum að halda, ÍR í 11.sæti með 6 stig fyrir leik og Njarðvík í því sjötta með 8 stig. ÍR hóf leikinn betur og bætti síðan verulega í og hélt þessu tempói allan leikinn. Njarðvíkingar áttu engin svör við sprækum leik heimamanna, sem yfirspiluðu gestina á öllum vígstöðvum leiksins. Heimamenn leiddu 46-33 í hálfleik og bættu svo bara í við upphaf seinni sem gerði gestunum enn erfiðar fyrir að elta. Leikurinn endaði svo 92-73 og 19 stiga sigur ÍR staðreynd. Hjá heimamönnum var Quincy Hankins-Cole frábær, 32 stig og 9 fráköst. Matthías Orri Sigurðarson 17 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Aðrir minna en ekki síður mikilvægir þvi það var liðsheildin sem skóp sigurinn. Hjá Njarðvík var enginn í eðlilegum gír og liðsheildin ekki sjáanleg í öllum leiknum. Jeremy Atkinson átti spretti, Logi Gunnarsson átti það einnig en of seint. Jón Arnór Sverrisson átti flottan leik í fyrri hálfleik en aðrir voru undir pari og ekkert eðlilegt við leik Njarðvík í kvöld. Daníel Guðni: Þetta var virkilega lélegt og ég er hundóánægður Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var hundóánægður eftir tapið á móti ÍR í kvöld. „Sóknin var léleg í byrjun. Varnarleikur svo ekki til fyrirmyndar og ekki það sem við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir. Þetta var virkilega lélegt og ég er hundóánægður.“ Frákastabaráttan við mjög ójöfn í leiknum og getur verið Akkillesarhæll fyrir Njarðvík; liðið er einfaldlega of lágvaxið. „Ef við bætum ekki við okkur hæð verður þetta svona erfitt í vetur. Við erum að fá á okkur 92 hér og 100 í síðasta leik og endum þá báða með 24 fráköst! Það sýnir að við erum ekki að ná að stoppa. Þetta gengur ekki svona til lengdar að sýna svona varnarleik. Bara hundfúlt.“ sagði Daníel hundfúll. Njarðvíkingar skoruðu 86.9 stig að meðaltali fyrir leik kvöldsins. „ÍR-ingar voru að gera ágætlega í vörninni. Við náðum ekki að nýta völlinn og vorum að þröngva boltanum inná röngum stöðum. Flæðið í sókninni stoppaði alltaf of snemma. Vorum hugmyndasnauðir; bara léleg yfirhöfuð, bæði vörn og sókn.“ sagði Daníel. Aðspurður um hvort hægt væri að tala um krísu sagði Daníel, „Það fer allavega að líða að því.“ Matthías Orri: Það var smá eldur í okkur fyrir leik Matthías Orri Sigurðarson leikstjórnandi heimamanna átti skínandi leik og stjórnaði leiknum mjög vel. „Við byrjuðum með mikla orku strax í byrjun og meðvitaðir um að við töpuðum leik í Grindavík sem við áttum að vinna. Það var smá eldur í okkur fyrir leik, spenntir og glaðir að fá að spila. Það var allt bara mjög jákvætt fyrir leik og það skein í gegn. Byrjuðum vel; enduðum vel; spiluðum vel eiginlega allan leikinn.“ sagði Matthías vel sáttur við sitt lið. ÍR mætti skipulagt til leiks. Heimamenn tóku öll völd snemma og héldu mjög vel á þeim taumum út leikinn. „Karfan er leikur áhlaupa og það sýnir bara karakter hvernig maður tekur á því þegar hitt liðið tekur áhlaup. Við töluðum saman um að halda áfram að gera það sem hefur verið að ganga vel í síðustu leikjum. Við vorum skynsamir og agaðir að halda því áfram.“ sagði Matthías. „Við vildum stoppa Loga, hann er sálin í þessu liði og margir ungir í liðinu sem spila vel þegar hann spilar vel og er kraftur í honum. Við reyndum að slökkva á honum, sérstaklega í byrjun. Atkinson er svo bara erfiður. Mér fannst mikið af hans körfum vera að koma upp úr skrambli. Stóru mennirnir okkar spiluðu samt vel á hann og hann skoraði ekki mikið einn á einn undir körfunni. Við náðum að stoppa hann og Loga og það er nóg fyrir þetta lið.“ sagði Matthías en er þetta það sem koma skal hjá ÍR? „Já! Þetta er það sem koma skal og átti að koma og vera allt tímabilið. Við höfum sýnt alvöru karakter og meðvitaðir um að þegar illa gengur verðum við að rífa okkur upp. Ákváðum að vera alvöru menn og stíga fram og taka ábyrgð á sjálfum okkur. Við höfum tapað leikjum sem áttum alls ekki að tapa. Við erum búnir að laga það og höfum aðeins lært að klára leiki og fengið smá „winning attitude“ og það skiptir máli.“ sagði Matthías sigurreifur í leiks lok.Borce Ilievski: Mjög ánægður með liðið mitt núna en vona að það verði enn betra „Ef þú kíkir á töfluna og þá geturðu sagt að allt hafi gengið upp en það er fjarri að þetta hafi verið svo auðvelt. Við spiluðum af mikilli orku og reyndum að fá liðsheildina sterka inn. Við vitum hversu mikilvægir þessir þættir eru,“ sagði Borce Ilievski. þjálfari ÍR. „Við vissum hversu stór þessi leikur var og ég held að leikmenn hafi gefið meira af liðsandanum í leikinn en þeim tókst að láta skipulagið virka. Ég er hinsvegar mjög ánægður með leikinn og hvernig við unnum hann. Ég sagði strákunum í klefanum að við eigum að vinna og senda þau skilaboð að við séum að koma, sem lið! Við höfum gert það ég vona eftir betri dögum í næstunni.“ Vörnin hélt skotmönnum Njarðvíkur niðri. „Við vissum að ef við myndum stoppa Loga, Björn og Atkinson að þá næðum við góðum úrslitum. Þegar ég horfi á tölfræðina sé ég að þetta virkaði mjög vel. Við vorum með allskyns útfærslur í okkar varnarleik á Loga og Björn og þó við hefðum klikkað oft þá heppnaðist það oftar. Ég er mjög ánægður með liðið mitt núna og vona að það verði enn betra.“ sagði Borce kampakátur.Quincy Hankins-Cole var frábær í kvöld.Vísir/AntonVísir/Anton Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
ÍR-ingar fögnuðu sínum öðrum sigri í röð í Domino´s deild karla í körfubolta þegar þeir unnu sannfærandi 19 stiga sigur á Njarðvík í Seljaskólanum í kvöld, 92-73.Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og má sjá myndir hans hér fyrir ofan. Bæði lið þurftu á stigum að halda, ÍR í 11.sæti með 6 stig fyrir leik og Njarðvík í því sjötta með 8 stig. ÍR hóf leikinn betur og bætti síðan verulega í og hélt þessu tempói allan leikinn. Njarðvíkingar áttu engin svör við sprækum leik heimamanna, sem yfirspiluðu gestina á öllum vígstöðvum leiksins. Heimamenn leiddu 46-33 í hálfleik og bættu svo bara í við upphaf seinni sem gerði gestunum enn erfiðar fyrir að elta. Leikurinn endaði svo 92-73 og 19 stiga sigur ÍR staðreynd. Hjá heimamönnum var Quincy Hankins-Cole frábær, 32 stig og 9 fráköst. Matthías Orri Sigurðarson 17 stig, 6 fráköst og 7 stoðsendingar. Aðrir minna en ekki síður mikilvægir þvi það var liðsheildin sem skóp sigurinn. Hjá Njarðvík var enginn í eðlilegum gír og liðsheildin ekki sjáanleg í öllum leiknum. Jeremy Atkinson átti spretti, Logi Gunnarsson átti það einnig en of seint. Jón Arnór Sverrisson átti flottan leik í fyrri hálfleik en aðrir voru undir pari og ekkert eðlilegt við leik Njarðvík í kvöld. Daníel Guðni: Þetta var virkilega lélegt og ég er hundóánægður Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var hundóánægður eftir tapið á móti ÍR í kvöld. „Sóknin var léleg í byrjun. Varnarleikur svo ekki til fyrirmyndar og ekki það sem við vorum búnir að undirbúa okkur fyrir. Þetta var virkilega lélegt og ég er hundóánægður.“ Frákastabaráttan við mjög ójöfn í leiknum og getur verið Akkillesarhæll fyrir Njarðvík; liðið er einfaldlega of lágvaxið. „Ef við bætum ekki við okkur hæð verður þetta svona erfitt í vetur. Við erum að fá á okkur 92 hér og 100 í síðasta leik og endum þá báða með 24 fráköst! Það sýnir að við erum ekki að ná að stoppa. Þetta gengur ekki svona til lengdar að sýna svona varnarleik. Bara hundfúlt.“ sagði Daníel hundfúll. Njarðvíkingar skoruðu 86.9 stig að meðaltali fyrir leik kvöldsins. „ÍR-ingar voru að gera ágætlega í vörninni. Við náðum ekki að nýta völlinn og vorum að þröngva boltanum inná röngum stöðum. Flæðið í sókninni stoppaði alltaf of snemma. Vorum hugmyndasnauðir; bara léleg yfirhöfuð, bæði vörn og sókn.“ sagði Daníel. Aðspurður um hvort hægt væri að tala um krísu sagði Daníel, „Það fer allavega að líða að því.“ Matthías Orri: Það var smá eldur í okkur fyrir leik Matthías Orri Sigurðarson leikstjórnandi heimamanna átti skínandi leik og stjórnaði leiknum mjög vel. „Við byrjuðum með mikla orku strax í byrjun og meðvitaðir um að við töpuðum leik í Grindavík sem við áttum að vinna. Það var smá eldur í okkur fyrir leik, spenntir og glaðir að fá að spila. Það var allt bara mjög jákvætt fyrir leik og það skein í gegn. Byrjuðum vel; enduðum vel; spiluðum vel eiginlega allan leikinn.“ sagði Matthías vel sáttur við sitt lið. ÍR mætti skipulagt til leiks. Heimamenn tóku öll völd snemma og héldu mjög vel á þeim taumum út leikinn. „Karfan er leikur áhlaupa og það sýnir bara karakter hvernig maður tekur á því þegar hitt liðið tekur áhlaup. Við töluðum saman um að halda áfram að gera það sem hefur verið að ganga vel í síðustu leikjum. Við vorum skynsamir og agaðir að halda því áfram.“ sagði Matthías. „Við vildum stoppa Loga, hann er sálin í þessu liði og margir ungir í liðinu sem spila vel þegar hann spilar vel og er kraftur í honum. Við reyndum að slökkva á honum, sérstaklega í byrjun. Atkinson er svo bara erfiður. Mér fannst mikið af hans körfum vera að koma upp úr skrambli. Stóru mennirnir okkar spiluðu samt vel á hann og hann skoraði ekki mikið einn á einn undir körfunni. Við náðum að stoppa hann og Loga og það er nóg fyrir þetta lið.“ sagði Matthías en er þetta það sem koma skal hjá ÍR? „Já! Þetta er það sem koma skal og átti að koma og vera allt tímabilið. Við höfum sýnt alvöru karakter og meðvitaðir um að þegar illa gengur verðum við að rífa okkur upp. Ákváðum að vera alvöru menn og stíga fram og taka ábyrgð á sjálfum okkur. Við höfum tapað leikjum sem áttum alls ekki að tapa. Við erum búnir að laga það og höfum aðeins lært að klára leiki og fengið smá „winning attitude“ og það skiptir máli.“ sagði Matthías sigurreifur í leiks lok.Borce Ilievski: Mjög ánægður með liðið mitt núna en vona að það verði enn betra „Ef þú kíkir á töfluna og þá geturðu sagt að allt hafi gengið upp en það er fjarri að þetta hafi verið svo auðvelt. Við spiluðum af mikilli orku og reyndum að fá liðsheildina sterka inn. Við vitum hversu mikilvægir þessir þættir eru,“ sagði Borce Ilievski. þjálfari ÍR. „Við vissum hversu stór þessi leikur var og ég held að leikmenn hafi gefið meira af liðsandanum í leikinn en þeim tókst að láta skipulagið virka. Ég er hinsvegar mjög ánægður með leikinn og hvernig við unnum hann. Ég sagði strákunum í klefanum að við eigum að vinna og senda þau skilaboð að við séum að koma, sem lið! Við höfum gert það ég vona eftir betri dögum í næstunni.“ Vörnin hélt skotmönnum Njarðvíkur niðri. „Við vissum að ef við myndum stoppa Loga, Björn og Atkinson að þá næðum við góðum úrslitum. Þegar ég horfi á tölfræðina sé ég að þetta virkaði mjög vel. Við vorum með allskyns útfærslur í okkar varnarleik á Loga og Björn og þó við hefðum klikkað oft þá heppnaðist það oftar. Ég er mjög ánægður með liðið mitt núna og vona að það verði enn betra.“ sagði Borce kampakátur.Quincy Hankins-Cole var frábær í kvöld.Vísir/AntonVísir/Anton
Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira