MALM-glerplata sprakk með hvelli í svefnherbergi í Garðabæ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. desember 2016 12:00 Glerbrotin dreifðust víða. Mynd/Margrét Rósa Bergmann Malm-glerplata frá IKEA sprakk með hvelli í gærkvöldi á heimili Margrétar Rósu Bergmann í Garðabæ. Hún þakkar fyrir að dóttir sín hafi ekki verið í herberginu. Er þetta annað tilvikið á skömmum tíma sem Malm-glerplata springur með látum hér á landi. Framkvæmdastjóri IKEA segir ljóst að skoða þurfi hvað veldur. „Ég er á leiðinni í háttinn þegar það heyrist rosa hvellur,“ segir Margrét í samtali við Vísi. „Ég þori varla að standa úr stressi, labba inn í herbergi hjá dóttur minni og það eru glerbrot út um allt.“Glerbrotin fóru víða.Mynd/Margrét Rósa BergmannRúmlega ársgömul glerplatan var ofan á Malm-kommóðu og þaðan dreifðust glerbrotin um herbergið. Með glerplötunni fylgja leiðbeiningar þar sem segir að brotni platan eigi hún að brotna í litla bita en líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru sumir bitarnir í stærri kantinum. Nítján ára gömul dóttir Margrétar var að læra fyrir próf og var því ekki inn í herberginu líkt og Margrét taldi í fyrstu. „Ég hefði ekki boðið í það ef hún hefði verið í herberginu. Hún hefði stórslasast og skorið sig,“ segir Margrét. „Ég myndi ekki hafa þetta í herberginu hjá barninu mínu aftur.“ Hvellurinn var svo hávær að sextán ára sonur hennar vaknaði. Hún telur víst að glerplatan, úr svokölluðu hertu gleri, hafi ekki orðið fyrir höggi en í fyrrgreindum leiðbeiningum er varað við því að rispað yfirborð geti valdið því að glerið brotni skyndilega.Annað svipað tilvik kom upp fyrir skömmu hér á landi Þetta er ekki einangrað atvik en á vef Neytendaeftirlits Bandaríkjanna er greint frá samskonar atviki í Bandaríkjunum árið 2013. Malm-glerplata hafi sprungið með hvelli og glerbrotin dreifst um herbergið.Sum molarnir eru smáir, aðrir stærri.Mynd/Margrét Rósa BergmannÍ samtali við Vísi segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, að svipað atvik og lýst er hér að ofan hafi komið upp fyrir skömmu hér á landi. Skoða þurfi hvað veldur en platan sé hönnuð þannig að hún eigi að brotna á sem öruggastan hátt. „Það getur allt gler sprungið,“ segir Þórarinn. Því sé öryggisgler í plötunum sem eigi að brotna í smáperlur en að glerið geti sprungið löngu eftir að rispur eða högg komi á plötuna. Hann segir að IKEA hér á landi hafi tilkynnt samskonar tilvik og átti sér stað í gær á heimili Margrétar en að fyrirtækið úti telji ekki tilefni til þess að láta innkalla vöruna. „IKEA er með ákveðið kerfi sem býður manni að tilkynna þegar eitthvað svona kemur upp á. Þeir hafa tekið á móti þessum ábendingum og bent okkur á að þetta geti gerst við hitastigsbreytingar eða högg eða sprungur en hafa ekki viljað gera neitt meira í þessu. Að þeirra mati hefur ekki komið til tals að kalla þetta inn,“ segir Þórarinn.Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi.Vísir„Vekur mann til umhugsunar“ Þórarinn segir þó að miðað við lýsingar af atvikinu í gærkvöldi og því sem átti sér stað fyrr á árinu að ljóst sé að kanna þurfi hvað sé að valda. „Auðvitað er þetta óhugnanlegt. Nú er þetta dæmi að koma upp í hendurnar á mér ekki mörgum vikum eftir að annað svipað gerðist og það vekur mann til umhugsunar. Ég er ekki í neinni afneitun um það að þetta þurfi að skoða ef þetta er að aukast.“ Þórarinn segir það á hreinu að hann muni hafa samband við Margréti til að fá nánari upplýsingar um vöruna. Hún muni jafnframt frá endurgreitt og aðra aðstoð eftir atvikum. „Að sjálfsögðu fær hún endurgreitt, það er alveg lágmarkið.“ Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Malm-glerplata frá IKEA sprakk með hvelli í gærkvöldi á heimili Margrétar Rósu Bergmann í Garðabæ. Hún þakkar fyrir að dóttir sín hafi ekki verið í herberginu. Er þetta annað tilvikið á skömmum tíma sem Malm-glerplata springur með látum hér á landi. Framkvæmdastjóri IKEA segir ljóst að skoða þurfi hvað veldur. „Ég er á leiðinni í háttinn þegar það heyrist rosa hvellur,“ segir Margrét í samtali við Vísi. „Ég þori varla að standa úr stressi, labba inn í herbergi hjá dóttur minni og það eru glerbrot út um allt.“Glerbrotin fóru víða.Mynd/Margrét Rósa BergmannRúmlega ársgömul glerplatan var ofan á Malm-kommóðu og þaðan dreifðust glerbrotin um herbergið. Með glerplötunni fylgja leiðbeiningar þar sem segir að brotni platan eigi hún að brotna í litla bita en líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru sumir bitarnir í stærri kantinum. Nítján ára gömul dóttir Margrétar var að læra fyrir próf og var því ekki inn í herberginu líkt og Margrét taldi í fyrstu. „Ég hefði ekki boðið í það ef hún hefði verið í herberginu. Hún hefði stórslasast og skorið sig,“ segir Margrét. „Ég myndi ekki hafa þetta í herberginu hjá barninu mínu aftur.“ Hvellurinn var svo hávær að sextán ára sonur hennar vaknaði. Hún telur víst að glerplatan, úr svokölluðu hertu gleri, hafi ekki orðið fyrir höggi en í fyrrgreindum leiðbeiningum er varað við því að rispað yfirborð geti valdið því að glerið brotni skyndilega.Annað svipað tilvik kom upp fyrir skömmu hér á landi Þetta er ekki einangrað atvik en á vef Neytendaeftirlits Bandaríkjanna er greint frá samskonar atviki í Bandaríkjunum árið 2013. Malm-glerplata hafi sprungið með hvelli og glerbrotin dreifst um herbergið.Sum molarnir eru smáir, aðrir stærri.Mynd/Margrét Rósa BergmannÍ samtali við Vísi segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, að svipað atvik og lýst er hér að ofan hafi komið upp fyrir skömmu hér á landi. Skoða þurfi hvað veldur en platan sé hönnuð þannig að hún eigi að brotna á sem öruggastan hátt. „Það getur allt gler sprungið,“ segir Þórarinn. Því sé öryggisgler í plötunum sem eigi að brotna í smáperlur en að glerið geti sprungið löngu eftir að rispur eða högg komi á plötuna. Hann segir að IKEA hér á landi hafi tilkynnt samskonar tilvik og átti sér stað í gær á heimili Margrétar en að fyrirtækið úti telji ekki tilefni til þess að láta innkalla vöruna. „IKEA er með ákveðið kerfi sem býður manni að tilkynna þegar eitthvað svona kemur upp á. Þeir hafa tekið á móti þessum ábendingum og bent okkur á að þetta geti gerst við hitastigsbreytingar eða högg eða sprungur en hafa ekki viljað gera neitt meira í þessu. Að þeirra mati hefur ekki komið til tals að kalla þetta inn,“ segir Þórarinn.Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi.Vísir„Vekur mann til umhugsunar“ Þórarinn segir þó að miðað við lýsingar af atvikinu í gærkvöldi og því sem átti sér stað fyrr á árinu að ljóst sé að kanna þurfi hvað sé að valda. „Auðvitað er þetta óhugnanlegt. Nú er þetta dæmi að koma upp í hendurnar á mér ekki mörgum vikum eftir að annað svipað gerðist og það vekur mann til umhugsunar. Ég er ekki í neinni afneitun um það að þetta þurfi að skoða ef þetta er að aukast.“ Þórarinn segir það á hreinu að hann muni hafa samband við Margréti til að fá nánari upplýsingar um vöruna. Hún muni jafnframt frá endurgreitt og aðra aðstoð eftir atvikum. „Að sjálfsögðu fær hún endurgreitt, það er alveg lágmarkið.“
Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira