MALM-glerplata sprakk með hvelli í svefnherbergi í Garðabæ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. desember 2016 12:00 Glerbrotin dreifðust víða. Mynd/Margrét Rósa Bergmann Malm-glerplata frá IKEA sprakk með hvelli í gærkvöldi á heimili Margrétar Rósu Bergmann í Garðabæ. Hún þakkar fyrir að dóttir sín hafi ekki verið í herberginu. Er þetta annað tilvikið á skömmum tíma sem Malm-glerplata springur með látum hér á landi. Framkvæmdastjóri IKEA segir ljóst að skoða þurfi hvað veldur. „Ég er á leiðinni í háttinn þegar það heyrist rosa hvellur,“ segir Margrét í samtali við Vísi. „Ég þori varla að standa úr stressi, labba inn í herbergi hjá dóttur minni og það eru glerbrot út um allt.“Glerbrotin fóru víða.Mynd/Margrét Rósa BergmannRúmlega ársgömul glerplatan var ofan á Malm-kommóðu og þaðan dreifðust glerbrotin um herbergið. Með glerplötunni fylgja leiðbeiningar þar sem segir að brotni platan eigi hún að brotna í litla bita en líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru sumir bitarnir í stærri kantinum. Nítján ára gömul dóttir Margrétar var að læra fyrir próf og var því ekki inn í herberginu líkt og Margrét taldi í fyrstu. „Ég hefði ekki boðið í það ef hún hefði verið í herberginu. Hún hefði stórslasast og skorið sig,“ segir Margrét. „Ég myndi ekki hafa þetta í herberginu hjá barninu mínu aftur.“ Hvellurinn var svo hávær að sextán ára sonur hennar vaknaði. Hún telur víst að glerplatan, úr svokölluðu hertu gleri, hafi ekki orðið fyrir höggi en í fyrrgreindum leiðbeiningum er varað við því að rispað yfirborð geti valdið því að glerið brotni skyndilega.Annað svipað tilvik kom upp fyrir skömmu hér á landi Þetta er ekki einangrað atvik en á vef Neytendaeftirlits Bandaríkjanna er greint frá samskonar atviki í Bandaríkjunum árið 2013. Malm-glerplata hafi sprungið með hvelli og glerbrotin dreifst um herbergið.Sum molarnir eru smáir, aðrir stærri.Mynd/Margrét Rósa BergmannÍ samtali við Vísi segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, að svipað atvik og lýst er hér að ofan hafi komið upp fyrir skömmu hér á landi. Skoða þurfi hvað veldur en platan sé hönnuð þannig að hún eigi að brotna á sem öruggastan hátt. „Það getur allt gler sprungið,“ segir Þórarinn. Því sé öryggisgler í plötunum sem eigi að brotna í smáperlur en að glerið geti sprungið löngu eftir að rispur eða högg komi á plötuna. Hann segir að IKEA hér á landi hafi tilkynnt samskonar tilvik og átti sér stað í gær á heimili Margrétar en að fyrirtækið úti telji ekki tilefni til þess að láta innkalla vöruna. „IKEA er með ákveðið kerfi sem býður manni að tilkynna þegar eitthvað svona kemur upp á. Þeir hafa tekið á móti þessum ábendingum og bent okkur á að þetta geti gerst við hitastigsbreytingar eða högg eða sprungur en hafa ekki viljað gera neitt meira í þessu. Að þeirra mati hefur ekki komið til tals að kalla þetta inn,“ segir Þórarinn.Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi.Vísir„Vekur mann til umhugsunar“ Þórarinn segir þó að miðað við lýsingar af atvikinu í gærkvöldi og því sem átti sér stað fyrr á árinu að ljóst sé að kanna þurfi hvað sé að valda. „Auðvitað er þetta óhugnanlegt. Nú er þetta dæmi að koma upp í hendurnar á mér ekki mörgum vikum eftir að annað svipað gerðist og það vekur mann til umhugsunar. Ég er ekki í neinni afneitun um það að þetta þurfi að skoða ef þetta er að aukast.“ Þórarinn segir það á hreinu að hann muni hafa samband við Margréti til að fá nánari upplýsingar um vöruna. Hún muni jafnframt frá endurgreitt og aðra aðstoð eftir atvikum. „Að sjálfsögðu fær hún endurgreitt, það er alveg lágmarkið.“ Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Malm-glerplata frá IKEA sprakk með hvelli í gærkvöldi á heimili Margrétar Rósu Bergmann í Garðabæ. Hún þakkar fyrir að dóttir sín hafi ekki verið í herberginu. Er þetta annað tilvikið á skömmum tíma sem Malm-glerplata springur með látum hér á landi. Framkvæmdastjóri IKEA segir ljóst að skoða þurfi hvað veldur. „Ég er á leiðinni í háttinn þegar það heyrist rosa hvellur,“ segir Margrét í samtali við Vísi. „Ég þori varla að standa úr stressi, labba inn í herbergi hjá dóttur minni og það eru glerbrot út um allt.“Glerbrotin fóru víða.Mynd/Margrét Rósa BergmannRúmlega ársgömul glerplatan var ofan á Malm-kommóðu og þaðan dreifðust glerbrotin um herbergið. Með glerplötunni fylgja leiðbeiningar þar sem segir að brotni platan eigi hún að brotna í litla bita en líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru sumir bitarnir í stærri kantinum. Nítján ára gömul dóttir Margrétar var að læra fyrir próf og var því ekki inn í herberginu líkt og Margrét taldi í fyrstu. „Ég hefði ekki boðið í það ef hún hefði verið í herberginu. Hún hefði stórslasast og skorið sig,“ segir Margrét. „Ég myndi ekki hafa þetta í herberginu hjá barninu mínu aftur.“ Hvellurinn var svo hávær að sextán ára sonur hennar vaknaði. Hún telur víst að glerplatan, úr svokölluðu hertu gleri, hafi ekki orðið fyrir höggi en í fyrrgreindum leiðbeiningum er varað við því að rispað yfirborð geti valdið því að glerið brotni skyndilega.Annað svipað tilvik kom upp fyrir skömmu hér á landi Þetta er ekki einangrað atvik en á vef Neytendaeftirlits Bandaríkjanna er greint frá samskonar atviki í Bandaríkjunum árið 2013. Malm-glerplata hafi sprungið með hvelli og glerbrotin dreifst um herbergið.Sum molarnir eru smáir, aðrir stærri.Mynd/Margrét Rósa BergmannÍ samtali við Vísi segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, að svipað atvik og lýst er hér að ofan hafi komið upp fyrir skömmu hér á landi. Skoða þurfi hvað veldur en platan sé hönnuð þannig að hún eigi að brotna á sem öruggastan hátt. „Það getur allt gler sprungið,“ segir Þórarinn. Því sé öryggisgler í plötunum sem eigi að brotna í smáperlur en að glerið geti sprungið löngu eftir að rispur eða högg komi á plötuna. Hann segir að IKEA hér á landi hafi tilkynnt samskonar tilvik og átti sér stað í gær á heimili Margrétar en að fyrirtækið úti telji ekki tilefni til þess að láta innkalla vöruna. „IKEA er með ákveðið kerfi sem býður manni að tilkynna þegar eitthvað svona kemur upp á. Þeir hafa tekið á móti þessum ábendingum og bent okkur á að þetta geti gerst við hitastigsbreytingar eða högg eða sprungur en hafa ekki viljað gera neitt meira í þessu. Að þeirra mati hefur ekki komið til tals að kalla þetta inn,“ segir Þórarinn.Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi.Vísir„Vekur mann til umhugsunar“ Þórarinn segir þó að miðað við lýsingar af atvikinu í gærkvöldi og því sem átti sér stað fyrr á árinu að ljóst sé að kanna þurfi hvað sé að valda. „Auðvitað er þetta óhugnanlegt. Nú er þetta dæmi að koma upp í hendurnar á mér ekki mörgum vikum eftir að annað svipað gerðist og það vekur mann til umhugsunar. Ég er ekki í neinni afneitun um það að þetta þurfi að skoða ef þetta er að aukast.“ Þórarinn segir það á hreinu að hann muni hafa samband við Margréti til að fá nánari upplýsingar um vöruna. Hún muni jafnframt frá endurgreitt og aðra aðstoð eftir atvikum. „Að sjálfsögðu fær hún endurgreitt, það er alveg lágmarkið.“
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira