Hóf skothríð á umdeildum pítsustað Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2016 13:48 Maðurinn gekk inn og miðaði byssunni á starfsmann áður en hann skaut einu skoti í gólfið. Vísir/EPA Lögregla í Bandaríkjunum handtók mann sem skaut úr riffli á pítsastaðinn Comet Ping Pong í Washington í nótt. Veitingastaðurinn var skotmark falskrar fréttar sem hefur verið í mikilli dreifingu meðal „alt-right“ fólks svokallaðs um mánaðaskeið. Þar var því haldið fram að Hillary Clinton ræki barnaklámshring úr fyrirtækinu.Engan sakaði í árásinni en árásarmaðurinn sagðist hafa farið á veitingahúsið til að rannsaka samsæriskenninguna, sem hefur gengið undir nafninu „Pizzagate“. Maðurinn gekk inn og miðaði byssunni á starfsmann áður en hann skaut einu skoti í gólfið. Hann var með tvær byssur á sér og ein til viðbótar fannst í bílnum hans. Uppruna samsæriskenningunnar má, samkvæmt BBC, rekja til spjallborða 4chan þar sem umræðurnar byggðu á leka tölvupósta John Pedesta og Wikileaks. Podesta hafði rætt veitingastaðinn í tölvupóstum sínum og einn notandi stakk upp á því að orð eins og ostur, pylsa og pizza væru dulmál fyrir ung börn og kynlíf. Kenningum þessum, sem byggja á engu, hefur verið dreift á bloggsíðum eins og Infowars, sem Alex Jones, stuðningsmaður Donald Trump, sér um og víðar. Þar á meðal dreifði sonur þjóðaröryggisráðgjafa Trump, Michael Flynn, kenningunni. Eiganda og starfsmönnum Comet Ping Pong hefur margsinnis verið hótað á samfélagsmiðlum og jafnvel lífláti. „Ég vona að þeir sem taka þátt í að kynda undir eldana hugsi um það sem gerðist hérna í dag og hætti að dreifa þessum lygum strax,“ sagði James Alefantis, eigandi Comet Ping Pong. Donald Trump Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Lögregla í Bandaríkjunum handtók mann sem skaut úr riffli á pítsastaðinn Comet Ping Pong í Washington í nótt. Veitingastaðurinn var skotmark falskrar fréttar sem hefur verið í mikilli dreifingu meðal „alt-right“ fólks svokallaðs um mánaðaskeið. Þar var því haldið fram að Hillary Clinton ræki barnaklámshring úr fyrirtækinu.Engan sakaði í árásinni en árásarmaðurinn sagðist hafa farið á veitingahúsið til að rannsaka samsæriskenninguna, sem hefur gengið undir nafninu „Pizzagate“. Maðurinn gekk inn og miðaði byssunni á starfsmann áður en hann skaut einu skoti í gólfið. Hann var með tvær byssur á sér og ein til viðbótar fannst í bílnum hans. Uppruna samsæriskenningunnar má, samkvæmt BBC, rekja til spjallborða 4chan þar sem umræðurnar byggðu á leka tölvupósta John Pedesta og Wikileaks. Podesta hafði rætt veitingastaðinn í tölvupóstum sínum og einn notandi stakk upp á því að orð eins og ostur, pylsa og pizza væru dulmál fyrir ung börn og kynlíf. Kenningum þessum, sem byggja á engu, hefur verið dreift á bloggsíðum eins og Infowars, sem Alex Jones, stuðningsmaður Donald Trump, sér um og víðar. Þar á meðal dreifði sonur þjóðaröryggisráðgjafa Trump, Michael Flynn, kenningunni. Eiganda og starfsmönnum Comet Ping Pong hefur margsinnis verið hótað á samfélagsmiðlum og jafnvel lífláti. „Ég vona að þeir sem taka þátt í að kynda undir eldana hugsi um það sem gerðist hérna í dag og hætti að dreifa þessum lygum strax,“ sagði James Alefantis, eigandi Comet Ping Pong.
Donald Trump Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira