Bandaríkjaþing byrjar að afnema Obamacare strax í janúar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2016 22:36 Donald Trump og Mitch McConnell. vísir/getty Bandaríkjaþing mun hefjast handa við það að afnema Obamacare strax í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í ræðu sem Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hélt í heimaborg Louisiana í dag. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins, auk þess sem Repúblikaninn Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. Repúblikanar hafa lengi haft horn í síðu Obamacare en lögin voru samþykkt árið 2010 og eru kennd við Barack Obama Bandaríkjaforseta. Markmið laganna var að gera úrbætur á bandaríska heilbrigðiskerfinu en lagasetningin veitti 20 milljónum manna aðgang að kerfinu sem ekki höfðu hann áður.Í ræðu sinni í dag fullyrti McConnell að þessum 20 milljónum manna yrði áfram tryggður aðgangur að heilbrigðiskerfinu þó að Obamacare yrði afnumið. Hann sagði þó að það gæti tekið tíma að afnema löggjöfina. „Þú getur ekki bara smellt fingrum og farið frá þeim stað sem við erum í dag og þangað sem við stefnum. Þetta þarf að gera af vandvirkni og í nokkrum skrefum yfir ákveðinn tíma,“ sagði McConnell. Þó að Repúblikanar séu almennt á móti Obamacare þá greinir þá á um hvað eigi að koma í staðinn. Þannig hefur Trump sagt að hann vilji halda í ákveðna hluti úr löggjöfinni, til dæmis það að ungt fólk geti verið undir heilbrigðistryggingu foreldra sinna til 26 ára aldurs og að það verði áfram svo að tryggingafyrirtækin geti ekki neitað fólki um tryggingu vegna undirliggjandi sjúkdóma. McConnell sagði að það væri skylda Repúblikana að afnema Obamacare og kallaði löggjöfina „vanskapning.“ Donald Trump Tengdar fréttir Trump ánægður með ýmislegt í Obamacare Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, er ánægður með sumar af þeim endurbótum sem Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur gert á heilbrigðiskerfi landsins og kallaðar hafa verið Obamacare. 11. nóvember 2016 23:48 Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22 10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Sjá meira
Bandaríkjaþing mun hefjast handa við það að afnema Obamacare strax í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í ræðu sem Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hélt í heimaborg Louisiana í dag. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins, auk þess sem Repúblikaninn Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. Repúblikanar hafa lengi haft horn í síðu Obamacare en lögin voru samþykkt árið 2010 og eru kennd við Barack Obama Bandaríkjaforseta. Markmið laganna var að gera úrbætur á bandaríska heilbrigðiskerfinu en lagasetningin veitti 20 milljónum manna aðgang að kerfinu sem ekki höfðu hann áður.Í ræðu sinni í dag fullyrti McConnell að þessum 20 milljónum manna yrði áfram tryggður aðgangur að heilbrigðiskerfinu þó að Obamacare yrði afnumið. Hann sagði þó að það gæti tekið tíma að afnema löggjöfina. „Þú getur ekki bara smellt fingrum og farið frá þeim stað sem við erum í dag og þangað sem við stefnum. Þetta þarf að gera af vandvirkni og í nokkrum skrefum yfir ákveðinn tíma,“ sagði McConnell. Þó að Repúblikanar séu almennt á móti Obamacare þá greinir þá á um hvað eigi að koma í staðinn. Þannig hefur Trump sagt að hann vilji halda í ákveðna hluti úr löggjöfinni, til dæmis það að ungt fólk geti verið undir heilbrigðistryggingu foreldra sinna til 26 ára aldurs og að það verði áfram svo að tryggingafyrirtækin geti ekki neitað fólki um tryggingu vegna undirliggjandi sjúkdóma. McConnell sagði að það væri skylda Repúblikana að afnema Obamacare og kallaði löggjöfina „vanskapning.“
Donald Trump Tengdar fréttir Trump ánægður með ýmislegt í Obamacare Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, er ánægður með sumar af þeim endurbótum sem Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur gert á heilbrigðiskerfi landsins og kallaðar hafa verið Obamacare. 11. nóvember 2016 23:48 Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22 10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Sjá meira
Trump ánægður með ýmislegt í Obamacare Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, er ánægður með sumar af þeim endurbótum sem Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur gert á heilbrigðiskerfi landsins og kallaðar hafa verið Obamacare. 11. nóvember 2016 23:48
Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22
10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00