Breitbart í stríði við Kelloggs Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2016 21:00 "Ef þú gefur fjölskyldu þinni vörur frá Kellog's að borða, ertu að bjóða upp á þröngsýni við morgunverðarborðið.“ Hægri sinnaða fréttasíðan Breitbart hefur lýst yfir „stríði“ við fyrirtækið Kellog‘s. Fréttasíðan hefur verið sökuð um að dreifa hatursáróðri og rasisma en fyrirtækið hætti í byrjun vikunnar að auglýsa á síðunni og í tilkynningu sagði fyrirtækið í gær að boðskapur Breitbart væri ekki í „samræmi við gildi“ Kellog‘s. Forsvarsmenn Breitbart lýstu því yfir að ákvörðun Kellog‘s væri liður í stríði gegn síðunni og stofnuðu til undirskriftasöfnunar þar sem fólk lýsir því yfir að það muni sniðganga vörur Kellog‘s. Í frétt sem birt var um ákvörðun Kellogs segir að fyrirtækið hafi lýst yfir hatri sínu á öllum lesendum Breitbart. Þá hafa fjölmargar fréttir um fyrirtækið verið birtar á vefnum. Meðal þeirra frétta er að níðst hafi verið á svörtum starfsmanni Kellog‘s og að fyrirtækið hafi stutt Black Lives Matter hreyfinguna fjárhagslega. Þá hafa þeir beitt #DumpKellogs á Twitter til að fá lesendur sína til að hætta að kaupa vörur fyrirtækisins og jafnvel til þess að henda þeim vörum sem þau eiga. „Ef þú gefur fjölskyldu þinni vörur frá Kellog's að borða, ertu að bjóða upp á þröngsýni við morgunverðarborðið,“ stendur við undirskriftasöfnun Breitbart. Enn fremur saka þeir fyrirtækið um heigulshátt og að móðga starfsfólk sitt og lesendur.Guess what day it is! Guess what dayyyyy it isssssss... https://t.co/bb0RD4gl4G— Breitbart News (@BreitbartNews) November 30, 2016 Kellog's segir þó að ákvörðun fyrirtækisins hafi ekki verið byggð á stjórnmálaskoðunum. Hins vegar hefðu viðskiptavinir fyrirtækisins verið að kvarta yfir auglýsingum þeirra á Breitbart. Margir hafa tekið kalli Breitbart vel og birt myndir af vörum frá Kellog's í ruslinu og hóta því að kaupa vörur þeirra aldrei aftur. Einnig hafa margir komið fyrirtækinu til aðstoðar og gert grín að uppátækinu. Breitbart hefur notið mikillar athygli að undanförnu, en fyrrverandi ritstjóri miðilsins, Steve Bannon, er nú orðinn sérstakur ráðgjafi Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna.#DumpKellogs Tweets Donald Trump Tengdar fréttir Hægri hönd Trump mokar inn peningum á hverju ári vegna Seinfeld Öðlaðist hlut í þáttunum áður en þeir urðu ofurvinsælir. 17. nóvember 2016 13:44 Þingmenn Demókrata biðla til Trump Þingmennirnir segja ráðningu Steve Bannon sem æðsta ráðgjafa Trump draga úr möguleika hans að sameina bandarísku þjóðina. 16. nóvember 2016 23:35 Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Donald Trump hefur skipað í tvær mikilvægar stöður ríkisstjórnar sinnar. 14. nóvember 2016 12:30 Vill ekkert við nýnasistana kannast Donald Trump segist afneita "hinu hægrinu“, hreyfingu hægri þjóðernissinna sem fagnað hafa kjöri hans. Hins vegar segir hann ekkert athugavert við að hafa gert Steve Bannon að helsta ráðgjafa sínum. Svo heldur hann áfram að kvarta undan 24. nóvember 2016 07:00 Hægri hönd Trumps seldi gull í World of Warcraft Steve Bannon, sem var framkvæmdastjóri forsetaframboðs Donalds Trump í Bandaríkjunum og hefur nú verið ráðinn sérlegur ráðgjafi forsetaefnisins, sat í stjórn fyrirtækis um miðjan síðasta áratug sem sérhæfði sig í að selja spilurum fjölspilunarleiksins World of Warcraft gull. 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
Hægri sinnaða fréttasíðan Breitbart hefur lýst yfir „stríði“ við fyrirtækið Kellog‘s. Fréttasíðan hefur verið sökuð um að dreifa hatursáróðri og rasisma en fyrirtækið hætti í byrjun vikunnar að auglýsa á síðunni og í tilkynningu sagði fyrirtækið í gær að boðskapur Breitbart væri ekki í „samræmi við gildi“ Kellog‘s. Forsvarsmenn Breitbart lýstu því yfir að ákvörðun Kellog‘s væri liður í stríði gegn síðunni og stofnuðu til undirskriftasöfnunar þar sem fólk lýsir því yfir að það muni sniðganga vörur Kellog‘s. Í frétt sem birt var um ákvörðun Kellogs segir að fyrirtækið hafi lýst yfir hatri sínu á öllum lesendum Breitbart. Þá hafa fjölmargar fréttir um fyrirtækið verið birtar á vefnum. Meðal þeirra frétta er að níðst hafi verið á svörtum starfsmanni Kellog‘s og að fyrirtækið hafi stutt Black Lives Matter hreyfinguna fjárhagslega. Þá hafa þeir beitt #DumpKellogs á Twitter til að fá lesendur sína til að hætta að kaupa vörur fyrirtækisins og jafnvel til þess að henda þeim vörum sem þau eiga. „Ef þú gefur fjölskyldu þinni vörur frá Kellog's að borða, ertu að bjóða upp á þröngsýni við morgunverðarborðið,“ stendur við undirskriftasöfnun Breitbart. Enn fremur saka þeir fyrirtækið um heigulshátt og að móðga starfsfólk sitt og lesendur.Guess what day it is! Guess what dayyyyy it isssssss... https://t.co/bb0RD4gl4G— Breitbart News (@BreitbartNews) November 30, 2016 Kellog's segir þó að ákvörðun fyrirtækisins hafi ekki verið byggð á stjórnmálaskoðunum. Hins vegar hefðu viðskiptavinir fyrirtækisins verið að kvarta yfir auglýsingum þeirra á Breitbart. Margir hafa tekið kalli Breitbart vel og birt myndir af vörum frá Kellog's í ruslinu og hóta því að kaupa vörur þeirra aldrei aftur. Einnig hafa margir komið fyrirtækinu til aðstoðar og gert grín að uppátækinu. Breitbart hefur notið mikillar athygli að undanförnu, en fyrrverandi ritstjóri miðilsins, Steve Bannon, er nú orðinn sérstakur ráðgjafi Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna.#DumpKellogs Tweets
Donald Trump Tengdar fréttir Hægri hönd Trump mokar inn peningum á hverju ári vegna Seinfeld Öðlaðist hlut í þáttunum áður en þeir urðu ofurvinsælir. 17. nóvember 2016 13:44 Þingmenn Demókrata biðla til Trump Þingmennirnir segja ráðningu Steve Bannon sem æðsta ráðgjafa Trump draga úr möguleika hans að sameina bandarísku þjóðina. 16. nóvember 2016 23:35 Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Donald Trump hefur skipað í tvær mikilvægar stöður ríkisstjórnar sinnar. 14. nóvember 2016 12:30 Vill ekkert við nýnasistana kannast Donald Trump segist afneita "hinu hægrinu“, hreyfingu hægri þjóðernissinna sem fagnað hafa kjöri hans. Hins vegar segir hann ekkert athugavert við að hafa gert Steve Bannon að helsta ráðgjafa sínum. Svo heldur hann áfram að kvarta undan 24. nóvember 2016 07:00 Hægri hönd Trumps seldi gull í World of Warcraft Steve Bannon, sem var framkvæmdastjóri forsetaframboðs Donalds Trump í Bandaríkjunum og hefur nú verið ráðinn sérlegur ráðgjafi forsetaefnisins, sat í stjórn fyrirtækis um miðjan síðasta áratug sem sérhæfði sig í að selja spilurum fjölspilunarleiksins World of Warcraft gull. 1. desember 2016 07:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
Hægri hönd Trump mokar inn peningum á hverju ári vegna Seinfeld Öðlaðist hlut í þáttunum áður en þeir urðu ofurvinsælir. 17. nóvember 2016 13:44
Þingmenn Demókrata biðla til Trump Þingmennirnir segja ráðningu Steve Bannon sem æðsta ráðgjafa Trump draga úr möguleika hans að sameina bandarísku þjóðina. 16. nóvember 2016 23:35
Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Donald Trump hefur skipað í tvær mikilvægar stöður ríkisstjórnar sinnar. 14. nóvember 2016 12:30
Vill ekkert við nýnasistana kannast Donald Trump segist afneita "hinu hægrinu“, hreyfingu hægri þjóðernissinna sem fagnað hafa kjöri hans. Hins vegar segir hann ekkert athugavert við að hafa gert Steve Bannon að helsta ráðgjafa sínum. Svo heldur hann áfram að kvarta undan 24. nóvember 2016 07:00
Hægri hönd Trumps seldi gull í World of Warcraft Steve Bannon, sem var framkvæmdastjóri forsetaframboðs Donalds Trump í Bandaríkjunum og hefur nú verið ráðinn sérlegur ráðgjafi forsetaefnisins, sat í stjórn fyrirtækis um miðjan síðasta áratug sem sérhæfði sig í að selja spilurum fjölspilunarleiksins World of Warcraft gull. 1. desember 2016 07:00