Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2016 13:30 Friðrik Kristjánsson lét síðast vita af sér 31. mars, 2013, af flugvelli í Brasilíu og sagðist þá vera á leið til Paragvæ. Vísir/Getty „Þetta er mjög viðkvæmt mál, það er óhætt að segja það,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um rannsókn á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Í Stundinni í dag birtist sláandi úttekt á máli Friðriks þar sem er meðal annars fullyrt að Íslendingur hefði greint lögreglu frá því í yfirheyrslu að annar Íslendingur hefði hrósað sér af því að hafa myrt Friðrik. Fyrstu fregnir bárust í apríl 2013Fregnir af hvarfi Friðriks bárust fyrst í apríl árið 2013 en þá sagði Stöð 2 til að mynda frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefði nýlega borist ábendingar um það að íslenskur karlmaður, fæddur 1983, hefði verið myrtur í Suður Ameríku. Hafði þá Friðriks verið saknað í nokkrar vikur. Fjölskylda mannsins og aðstandendur óttuðust á þeim tíma hið versta og töldu ábendingar sem lögregla hafði fengið væru trúverðugar. Grunur beindist fljótt að íslenskum manni Í janúar árið 2014 sagði fréttastofa Stöðvar 2 frá því að talskona alþjóðalögreglunnar Interpol í Paragvæ hefði sagt lögregluna á Íslandi gruna að íslenskur maður hefði orðið Friðriki Kristjánssyni að bana í Suður-Ameríku, en Friðrik hafði verið á ferðalagi í heimsálfunni þegar hann hvarf. Þegar fjölskylda Friðriks heyrði síðast í honum var hann á flugvelli í Brasilíu á leið til Paragvæ, en hann hvarf að því er virðist sporlaust í Paragvæ. Karl Steinar Valsson er tengiliður Íslands hjá Europol. Aldrei staðið frammi fyrir svona máli Í janúar síðastliðnum fjallaði Fréttablaðið um mál Friðriks en þá sagði Karl Steinar Valsson, tengslafulltrúi hjá Europol, að lögreglan á Íslandi hefði aldrei staðið frammi fyrir svona máli áður. Háværar sögusagnir voru uppi um að hvarf Friðriks tengdist skipulagðri glæpastarfsemi en þær fengust aldrei staðfestar af lögreglu. Karl Steinar gegndi stöðu yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar þegar mál Friðriks kom fyrst upp. „Við höfðum ástæðu til að ætla að Friðrik hefði farið til Paragvæ, frá Brasilíu. Þar hafi hann meðal annars átt að hitta Guðmund Spartakus Ómarsson, sem við leituðum líka vegna málsins,“ sagði Karl Steinar við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum. Í úttekt Stundarinnar er fullyrt að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði náð tali af Guðmundi Spartakus hér á landi fyrir fimm vikum síðan. Var hann yfirheyrður og svo látinn laus að henni lokinni, en Stundin segir það ekki liggja fyrir hvað hafi komið fram við yfirheyrsluna. Nýjar upplýsingar í haustbyrjun Grímur Grímsson segir lögreglu hafa fengið nýjar upplýsingar vegna málsins í haustbyrjun, eða síðsumars, sem verið er að skoða. Hann vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um málið eða staðfesta hvort einhver hefði verið yfirheyrður eða hvað hafi komið fram við yfirheyrslur. „Málið er til rannsóknar hérna og ég get ekki farið út í það hvað kemur fram í yfirheyrslu hjá lögreglu,“ segir Grímur Grímsson við Vísi um málið. Blaðamaður sem vann úttekt um mál Friðriks fékk sér neyðarhnapp eftir ráðleggingu frá lögreglu.Vísir/GVA Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp Það er blaðamaðurinn Atli Már Gylfason sem vinnur þessa úttekt sem birt er í Stundinni en hann tekur fram að eftir að hann hóf vinnslu hennar fór honum að berast nafnlausar símhringingar að næturlagi. Fór hann því eftir ráðleggingum lögreglunnar og fékk sér neyðarhnapp. Grímur Grímsson staðfestir að málið sé afar viðkvæmt. Aðspurður hvort það hafi valdi mikilli hræðslu hjá fólki svarar hann: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir.“ „Þetta er bara hryllilega sorglegt“ Í umfjöllun Fréttablaðsins í janúar síðastliðnum kom fram að Karl Steinar hefði meðal annars farið út til Brasilíu í tengslum við málið árið 2013. Hann fór ekki til Paragvæ það ár því lögreglunni hafði verið ráðlagt frá því ótryggs stjórnmálaástands en fóru þangað hins vegar árið 2014, rúmu ári frá hvarfi Friðriks. Karl sagði lögregluna hafa beitt öllum ráðum sem hún átti til að fá svör um ferðir Friðriks og utanríkisráðuneytið hafi aðstoðað í því að afla gagna, meðal annars að lýsa eftir honum í gegnum Interpol, en ekkert af því gekk. „Þetta reyndi á mann. Við höfum reynt að gera allt sem við höfum getað til þess að fá botn í þetta, en það hefur ekki enn tekist. Þarna er á ferðinni kornungur drengur og efnilegur. Þetta er bara hryllilega sorglegt,“ sagði Karl Steinar um málið í janúar síðastliðnum. Paragvæ Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
„Þetta er mjög viðkvæmt mál, það er óhætt að segja það,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um rannsókn á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Í Stundinni í dag birtist sláandi úttekt á máli Friðriks þar sem er meðal annars fullyrt að Íslendingur hefði greint lögreglu frá því í yfirheyrslu að annar Íslendingur hefði hrósað sér af því að hafa myrt Friðrik. Fyrstu fregnir bárust í apríl 2013Fregnir af hvarfi Friðriks bárust fyrst í apríl árið 2013 en þá sagði Stöð 2 til að mynda frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefði nýlega borist ábendingar um það að íslenskur karlmaður, fæddur 1983, hefði verið myrtur í Suður Ameríku. Hafði þá Friðriks verið saknað í nokkrar vikur. Fjölskylda mannsins og aðstandendur óttuðust á þeim tíma hið versta og töldu ábendingar sem lögregla hafði fengið væru trúverðugar. Grunur beindist fljótt að íslenskum manni Í janúar árið 2014 sagði fréttastofa Stöðvar 2 frá því að talskona alþjóðalögreglunnar Interpol í Paragvæ hefði sagt lögregluna á Íslandi gruna að íslenskur maður hefði orðið Friðriki Kristjánssyni að bana í Suður-Ameríku, en Friðrik hafði verið á ferðalagi í heimsálfunni þegar hann hvarf. Þegar fjölskylda Friðriks heyrði síðast í honum var hann á flugvelli í Brasilíu á leið til Paragvæ, en hann hvarf að því er virðist sporlaust í Paragvæ. Karl Steinar Valsson er tengiliður Íslands hjá Europol. Aldrei staðið frammi fyrir svona máli Í janúar síðastliðnum fjallaði Fréttablaðið um mál Friðriks en þá sagði Karl Steinar Valsson, tengslafulltrúi hjá Europol, að lögreglan á Íslandi hefði aldrei staðið frammi fyrir svona máli áður. Háværar sögusagnir voru uppi um að hvarf Friðriks tengdist skipulagðri glæpastarfsemi en þær fengust aldrei staðfestar af lögreglu. Karl Steinar gegndi stöðu yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar þegar mál Friðriks kom fyrst upp. „Við höfðum ástæðu til að ætla að Friðrik hefði farið til Paragvæ, frá Brasilíu. Þar hafi hann meðal annars átt að hitta Guðmund Spartakus Ómarsson, sem við leituðum líka vegna málsins,“ sagði Karl Steinar við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum. Í úttekt Stundarinnar er fullyrt að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði náð tali af Guðmundi Spartakus hér á landi fyrir fimm vikum síðan. Var hann yfirheyrður og svo látinn laus að henni lokinni, en Stundin segir það ekki liggja fyrir hvað hafi komið fram við yfirheyrsluna. Nýjar upplýsingar í haustbyrjun Grímur Grímsson segir lögreglu hafa fengið nýjar upplýsingar vegna málsins í haustbyrjun, eða síðsumars, sem verið er að skoða. Hann vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um málið eða staðfesta hvort einhver hefði verið yfirheyrður eða hvað hafi komið fram við yfirheyrslur. „Málið er til rannsóknar hérna og ég get ekki farið út í það hvað kemur fram í yfirheyrslu hjá lögreglu,“ segir Grímur Grímsson við Vísi um málið. Blaðamaður sem vann úttekt um mál Friðriks fékk sér neyðarhnapp eftir ráðleggingu frá lögreglu.Vísir/GVA Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp Það er blaðamaðurinn Atli Már Gylfason sem vinnur þessa úttekt sem birt er í Stundinni en hann tekur fram að eftir að hann hóf vinnslu hennar fór honum að berast nafnlausar símhringingar að næturlagi. Fór hann því eftir ráðleggingum lögreglunnar og fékk sér neyðarhnapp. Grímur Grímsson staðfestir að málið sé afar viðkvæmt. Aðspurður hvort það hafi valdi mikilli hræðslu hjá fólki svarar hann: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir.“ „Þetta er bara hryllilega sorglegt“ Í umfjöllun Fréttablaðsins í janúar síðastliðnum kom fram að Karl Steinar hefði meðal annars farið út til Brasilíu í tengslum við málið árið 2013. Hann fór ekki til Paragvæ það ár því lögreglunni hafði verið ráðlagt frá því ótryggs stjórnmálaástands en fóru þangað hins vegar árið 2014, rúmu ári frá hvarfi Friðriks. Karl sagði lögregluna hafa beitt öllum ráðum sem hún átti til að fá svör um ferðir Friðriks og utanríkisráðuneytið hafi aðstoðað í því að afla gagna, meðal annars að lýsa eftir honum í gegnum Interpol, en ekkert af því gekk. „Þetta reyndi á mann. Við höfum reynt að gera allt sem við höfum getað til þess að fá botn í þetta, en það hefur ekki enn tekist. Þarna er á ferðinni kornungur drengur og efnilegur. Þetta er bara hryllilega sorglegt,“ sagði Karl Steinar um málið í janúar síðastliðnum.
Paragvæ Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira