Var hreinlega sleginn út úr hringnum í síðasta bardaganum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2016 15:00 Bernard Hopkins á leið út úr hringnum. Vísir/Getty Bernard Hopkins dreymdi um að vinna síðasta boxbardagann sinn um helgina en annað kom á daginn þegar andstæðingurinn hans náði höggi sem endaði bardagann og ferilinn á afar vandræðalegan hátt. Bernard Hopkins er margfaldur heimsmeistari sem á að baki 28 ára feril í boxinu en hann heldur upp á 52 ára afmælið sitt í næsta mánuði. Þetta var 67 bardagann hans á ferlinum en Hopkins endar ferilinn með 55 sigra og 8 töp. Lokabardaginn var á móti Joe Smith Jr. í hinu goðsagnarkennda íþróttahúsi The Forum í Inglewood í Kalíforntíu og fór fram um helgina. Þegar Bernard Hopkins hóf ferillinn sinn þá var Ronald Reagan enn forseti Bandaríkjanna og andstæðingur hans, Joe Smith Jr., ekki einu sinni fæddur. Bernard Hopkins stóð sig ágætlega fyrstu sjö loturnar en í þeirri áttundu náði fyrrnefndur Joe Smith Jr. góðri sókn sem endaði á vandræðalegan hátt fyrir gamla manninn. Joe Smith Jr. króaði Hopkins af í horninu og náði fimm góðum höggum sem urðu til þess að Hopkins hreinlega datt út úr hringnum. Hopkins tókst ekki að komast aftur inn í hringinn áður en dómarinn taldi upp á tuttugu. Hann tapaði því bardaganum á tæknilegu rothöggi. Hopkins datt á höfuðið en stoltið var eitthvað af flækjast fyrir honum. Hopkins hélt því fram að honum hefði verið ýtt út hringnum en sjónvarpsupptökurnar sýndu annað. Hann sagði ennfremur að tognaður ökkli hafi komið í veg fyrir að hann héldi bardaganum áfram. Hopkins tapaði bardaganum en fékk þó miklu meira fyrir hann en Joe Smith. Á meðan Smith fékk „aðeins“ 140 þúsund dollara, sextán milljónir í íslenskum krónum, þá fékk Hopkins 800 þúsund dollara eða 91 milljón íslenskra króna. Bernard Hopkins vann sjálfur 32 bardaga á rothöggi en þetta var í fyrsta og eina skiptið sem hann tapaði á rothöggi.Vísir/GettyWatch: @beastsmithjr knocks @THEREALBHOP out of the ring 53 seconds into round 8, ending the fight. #Final1 https://t.co/Pj2svLUlC9— HBOboxing (@HBOboxing) December 18, 2016 Bernard Hopkins' legendary 28-year career came to an end as Joe Smith Jr. knocked him out of the ring. https://t.co/jtuAh7FaQ2— SportsCenter (@SportsCenter) December 18, 2016 Box Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sjá meira
Bernard Hopkins dreymdi um að vinna síðasta boxbardagann sinn um helgina en annað kom á daginn þegar andstæðingurinn hans náði höggi sem endaði bardagann og ferilinn á afar vandræðalegan hátt. Bernard Hopkins er margfaldur heimsmeistari sem á að baki 28 ára feril í boxinu en hann heldur upp á 52 ára afmælið sitt í næsta mánuði. Þetta var 67 bardagann hans á ferlinum en Hopkins endar ferilinn með 55 sigra og 8 töp. Lokabardaginn var á móti Joe Smith Jr. í hinu goðsagnarkennda íþróttahúsi The Forum í Inglewood í Kalíforntíu og fór fram um helgina. Þegar Bernard Hopkins hóf ferillinn sinn þá var Ronald Reagan enn forseti Bandaríkjanna og andstæðingur hans, Joe Smith Jr., ekki einu sinni fæddur. Bernard Hopkins stóð sig ágætlega fyrstu sjö loturnar en í þeirri áttundu náði fyrrnefndur Joe Smith Jr. góðri sókn sem endaði á vandræðalegan hátt fyrir gamla manninn. Joe Smith Jr. króaði Hopkins af í horninu og náði fimm góðum höggum sem urðu til þess að Hopkins hreinlega datt út úr hringnum. Hopkins tókst ekki að komast aftur inn í hringinn áður en dómarinn taldi upp á tuttugu. Hann tapaði því bardaganum á tæknilegu rothöggi. Hopkins datt á höfuðið en stoltið var eitthvað af flækjast fyrir honum. Hopkins hélt því fram að honum hefði verið ýtt út hringnum en sjónvarpsupptökurnar sýndu annað. Hann sagði ennfremur að tognaður ökkli hafi komið í veg fyrir að hann héldi bardaganum áfram. Hopkins tapaði bardaganum en fékk þó miklu meira fyrir hann en Joe Smith. Á meðan Smith fékk „aðeins“ 140 þúsund dollara, sextán milljónir í íslenskum krónum, þá fékk Hopkins 800 þúsund dollara eða 91 milljón íslenskra króna. Bernard Hopkins vann sjálfur 32 bardaga á rothöggi en þetta var í fyrsta og eina skiptið sem hann tapaði á rothöggi.Vísir/GettyWatch: @beastsmithjr knocks @THEREALBHOP out of the ring 53 seconds into round 8, ending the fight. #Final1 https://t.co/Pj2svLUlC9— HBOboxing (@HBOboxing) December 18, 2016 Bernard Hopkins' legendary 28-year career came to an end as Joe Smith Jr. knocked him out of the ring. https://t.co/jtuAh7FaQ2— SportsCenter (@SportsCenter) December 18, 2016
Box Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sjá meira