Í gæsluvarðhaldi í tæpt ár grunaður um nauðgun og gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2016 22:31 Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa svipt sambýliskonu sína frelsi í fjórar klukkustundir á heimili þeirra og beitt hana ofbeldi á meðan. vísir/getty Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að maður sem ákærður er fyrir að nauðga sambýliskonu sinni og beita hana grófu ofbeldi í byrjun febrúar á þessu ári skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til 5. janúar næstkomandi. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þann 7. febrúar og mun hann því hafa verið í gæsluvarðhaldi í tæpt ár verði hann látinn laus í byrjun janúar. Fyrstu þrjá dagana var hann í haldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðan á grundvelli almannahagsmuna. Í liðinni viku ómerkti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manninum sem sakfelldi hann í júní meðal annars fyrir nauðgun og líkamsárás. Var maðurinn dæmdur í fangelsi í tvö og hálft ár en vegna ómerkingarinnar þarf málið nú að fara aftur fyrir héraðsdóm. Í gæsluvarðhaldskröfu sinni nú vísar héraðssaksóknari í ákæruna en maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa svipt sambýliskonu sína frelsi í fjórar klukkustundir á heimili þeirra og beitt hana ofbeldi á meðan. Þá á hann að hafa neytt hana til munnmaka og endaþarmsmaka. Konan hlaut töluverða áverka en meðal annars brotnaði jaxl í efri gómi hennar, að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms. Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur fallast á það að maðurinn skuli áfram vera í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna enda sé hann undir sterkum grun um að hafa framið brot sem varða meira en 10 ára fangelsi.Úrskurð héraðsdóms og dóm Hæstaréttar má lesa hér. Tengdar fréttir Tveggja og hálfs árs heimilisofbeldisdómur ómerktur í Hæstarétti Taldi niðurstöðu héraðsdóms þversagnakennda. 8. desember 2016 16:13 Grunaður um nauðgun og gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni Maðurinn hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða gæsluvarðhald. Lýsingar á meintum brotum í meira lagi óhugnanlegar. 8. mars 2016 20:17 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að maður sem ákærður er fyrir að nauðga sambýliskonu sinni og beita hana grófu ofbeldi í byrjun febrúar á þessu ári skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til 5. janúar næstkomandi. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þann 7. febrúar og mun hann því hafa verið í gæsluvarðhaldi í tæpt ár verði hann látinn laus í byrjun janúar. Fyrstu þrjá dagana var hann í haldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðan á grundvelli almannahagsmuna. Í liðinni viku ómerkti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manninum sem sakfelldi hann í júní meðal annars fyrir nauðgun og líkamsárás. Var maðurinn dæmdur í fangelsi í tvö og hálft ár en vegna ómerkingarinnar þarf málið nú að fara aftur fyrir héraðsdóm. Í gæsluvarðhaldskröfu sinni nú vísar héraðssaksóknari í ákæruna en maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa svipt sambýliskonu sína frelsi í fjórar klukkustundir á heimili þeirra og beitt hana ofbeldi á meðan. Þá á hann að hafa neytt hana til munnmaka og endaþarmsmaka. Konan hlaut töluverða áverka en meðal annars brotnaði jaxl í efri gómi hennar, að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms. Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur fallast á það að maðurinn skuli áfram vera í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna enda sé hann undir sterkum grun um að hafa framið brot sem varða meira en 10 ára fangelsi.Úrskurð héraðsdóms og dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Tengdar fréttir Tveggja og hálfs árs heimilisofbeldisdómur ómerktur í Hæstarétti Taldi niðurstöðu héraðsdóms þversagnakennda. 8. desember 2016 16:13 Grunaður um nauðgun og gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni Maðurinn hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða gæsluvarðhald. Lýsingar á meintum brotum í meira lagi óhugnanlegar. 8. mars 2016 20:17 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Tveggja og hálfs árs heimilisofbeldisdómur ómerktur í Hæstarétti Taldi niðurstöðu héraðsdóms þversagnakennda. 8. desember 2016 16:13
Grunaður um nauðgun og gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni Maðurinn hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða gæsluvarðhald. Lýsingar á meintum brotum í meira lagi óhugnanlegar. 8. mars 2016 20:17