Í gæsluvarðhaldi í tæpt ár grunaður um nauðgun og gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2016 22:31 Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa svipt sambýliskonu sína frelsi í fjórar klukkustundir á heimili þeirra og beitt hana ofbeldi á meðan. vísir/getty Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að maður sem ákærður er fyrir að nauðga sambýliskonu sinni og beita hana grófu ofbeldi í byrjun febrúar á þessu ári skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til 5. janúar næstkomandi. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þann 7. febrúar og mun hann því hafa verið í gæsluvarðhaldi í tæpt ár verði hann látinn laus í byrjun janúar. Fyrstu þrjá dagana var hann í haldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðan á grundvelli almannahagsmuna. Í liðinni viku ómerkti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manninum sem sakfelldi hann í júní meðal annars fyrir nauðgun og líkamsárás. Var maðurinn dæmdur í fangelsi í tvö og hálft ár en vegna ómerkingarinnar þarf málið nú að fara aftur fyrir héraðsdóm. Í gæsluvarðhaldskröfu sinni nú vísar héraðssaksóknari í ákæruna en maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa svipt sambýliskonu sína frelsi í fjórar klukkustundir á heimili þeirra og beitt hana ofbeldi á meðan. Þá á hann að hafa neytt hana til munnmaka og endaþarmsmaka. Konan hlaut töluverða áverka en meðal annars brotnaði jaxl í efri gómi hennar, að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms. Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur fallast á það að maðurinn skuli áfram vera í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna enda sé hann undir sterkum grun um að hafa framið brot sem varða meira en 10 ára fangelsi.Úrskurð héraðsdóms og dóm Hæstaréttar má lesa hér. Tengdar fréttir Tveggja og hálfs árs heimilisofbeldisdómur ómerktur í Hæstarétti Taldi niðurstöðu héraðsdóms þversagnakennda. 8. desember 2016 16:13 Grunaður um nauðgun og gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni Maðurinn hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða gæsluvarðhald. Lýsingar á meintum brotum í meira lagi óhugnanlegar. 8. mars 2016 20:17 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra þess efnis að maður sem ákærður er fyrir að nauðga sambýliskonu sinni og beita hana grófu ofbeldi í byrjun febrúar á þessu ári skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til 5. janúar næstkomandi. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þann 7. febrúar og mun hann því hafa verið í gæsluvarðhaldi í tæpt ár verði hann látinn laus í byrjun janúar. Fyrstu þrjá dagana var hann í haldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðan á grundvelli almannahagsmuna. Í liðinni viku ómerkti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manninum sem sakfelldi hann í júní meðal annars fyrir nauðgun og líkamsárás. Var maðurinn dæmdur í fangelsi í tvö og hálft ár en vegna ómerkingarinnar þarf málið nú að fara aftur fyrir héraðsdóm. Í gæsluvarðhaldskröfu sinni nú vísar héraðssaksóknari í ákæruna en maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa svipt sambýliskonu sína frelsi í fjórar klukkustundir á heimili þeirra og beitt hana ofbeldi á meðan. Þá á hann að hafa neytt hana til munnmaka og endaþarmsmaka. Konan hlaut töluverða áverka en meðal annars brotnaði jaxl í efri gómi hennar, að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms. Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur fallast á það að maðurinn skuli áfram vera í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna enda sé hann undir sterkum grun um að hafa framið brot sem varða meira en 10 ára fangelsi.Úrskurð héraðsdóms og dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Tengdar fréttir Tveggja og hálfs árs heimilisofbeldisdómur ómerktur í Hæstarétti Taldi niðurstöðu héraðsdóms þversagnakennda. 8. desember 2016 16:13 Grunaður um nauðgun og gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni Maðurinn hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða gæsluvarðhald. Lýsingar á meintum brotum í meira lagi óhugnanlegar. 8. mars 2016 20:17 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Tveggja og hálfs árs heimilisofbeldisdómur ómerktur í Hæstarétti Taldi niðurstöðu héraðsdóms þversagnakennda. 8. desember 2016 16:13
Grunaður um nauðgun og gróft ofbeldi gegn sambýliskonu sinni Maðurinn hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða gæsluvarðhald. Lýsingar á meintum brotum í meira lagi óhugnanlegar. 8. mars 2016 20:17