Fékk þriggja ára bann fyrir þessa ruddatæklingu á kvenkynsdómara | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2016 15:30 Vísir/Samsett mynd Bruno Andres Doglioli, fyrirliði ítalska liðsins Rangers Rugby Vicenza, má ekki stunda sína íþrótt næstu þrjú árin og það þarf ekki að koma neitt á óvart eftir að fólk sér myndband af ruddabroti hans. Bruno Andres Doglioli var að spila með liði sínu þegar hann af óskiljanlegum ástæðum ákvað að keyra einn dómarann niður. Doglioli er fyrirliði síns liðs og hlýtur að hafa verið ósáttur við dómara leiksins ef við reyndum að finna einhverja ástæðu fyrir þessari hegðun hans. Dómarinn óheppni var hin 23 ára gamla Maria Beatrice Benvenuti, sem brákaðist á hálsi eftir að höfuð hennar slóst aftur og síðan fram. Doglioli keyrði aftan í bakið á henni og hún sá hann aldrei koma. Þrátt fyrir mikið högg þá harkaði Benvenuti af sér, stóð upp og kláraði leikinn sem er mögnuð staðreynd þegar menn skoða betur höggið sem hún fékk. Doglioli fékk aðeins gult spjald fyrir þessa ruddatæklingu og kláraði leikinn eins og dómarinn. Mál hans lenti aftur á móti inn á borði aganefndar ítalska sambandsins og þar var honum engin vægð sýnd. Þetta er harðasti dómur sem rugby-leikmaður hefur fengið í tuttugu ár en hinn 33 ára gamli Bruno Andres Doglioli var einnig settur í bann hjá sínu félagi. Það er hægt að sjá myndband af ruddatæklingu Doglioli með því að smella á grein The Independent Online eða hér fyrir neðan.Rugby player given three-year ban for disgraceful assault on female referee https://t.co/eqKjifU32k— Indy Sport (@IndySport) December 16, 2016 SALVAJE tackle de rugbier argentino a una árbitro mujer en Italia: lo suspendieron tres años https://t.co/bRzlIbMGbg Bruno Andrés Doglioli pic.twitter.com/0T3bFR95ja— Opy (@OpyMorales) December 15, 2016 Aðrar íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Bruno Andres Doglioli, fyrirliði ítalska liðsins Rangers Rugby Vicenza, má ekki stunda sína íþrótt næstu þrjú árin og það þarf ekki að koma neitt á óvart eftir að fólk sér myndband af ruddabroti hans. Bruno Andres Doglioli var að spila með liði sínu þegar hann af óskiljanlegum ástæðum ákvað að keyra einn dómarann niður. Doglioli er fyrirliði síns liðs og hlýtur að hafa verið ósáttur við dómara leiksins ef við reyndum að finna einhverja ástæðu fyrir þessari hegðun hans. Dómarinn óheppni var hin 23 ára gamla Maria Beatrice Benvenuti, sem brákaðist á hálsi eftir að höfuð hennar slóst aftur og síðan fram. Doglioli keyrði aftan í bakið á henni og hún sá hann aldrei koma. Þrátt fyrir mikið högg þá harkaði Benvenuti af sér, stóð upp og kláraði leikinn sem er mögnuð staðreynd þegar menn skoða betur höggið sem hún fékk. Doglioli fékk aðeins gult spjald fyrir þessa ruddatæklingu og kláraði leikinn eins og dómarinn. Mál hans lenti aftur á móti inn á borði aganefndar ítalska sambandsins og þar var honum engin vægð sýnd. Þetta er harðasti dómur sem rugby-leikmaður hefur fengið í tuttugu ár en hinn 33 ára gamli Bruno Andres Doglioli var einnig settur í bann hjá sínu félagi. Það er hægt að sjá myndband af ruddatæklingu Doglioli með því að smella á grein The Independent Online eða hér fyrir neðan.Rugby player given three-year ban for disgraceful assault on female referee https://t.co/eqKjifU32k— Indy Sport (@IndySport) December 16, 2016 SALVAJE tackle de rugbier argentino a una árbitro mujer en Italia: lo suspendieron tres años https://t.co/bRzlIbMGbg Bruno Andrés Doglioli pic.twitter.com/0T3bFR95ja— Opy (@OpyMorales) December 15, 2016
Aðrar íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira