Körfubolti

Versti skotleikur Currys í nær þrjú ár kom ekki að sök | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Klay Thompson var stigahæstur í liði Golden State með 25 stig.
Klay Thompson var stigahæstur í liði Golden State með 25 stig. vísir/afp
Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Stephen Curry átti sinn versta skotleik í hartnær þrjú ár þegar Golden State Warriors tók á móti New York Knicks.

Curry hitti aðeins úr þremur af 14 skotum sínum utan af velli í nótt. Það kom þó ekki að sök því Golden State vann leikinn 103-90.

Klay Thompson var stigahæstur í liði Golden State með 25 stig og JaVale McGee skilaði 17 stigum. Og þótt Curry hefði aðeins skorað átta stig tók hann 10 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Alls gaf Golden State liðið 41 stoðsendingu í leiknum.

Justin Holiday skoraði 15 stig fyrir New York sem lék án Carmelos Anthony og Derricks Rose í leiknum í nótt.

San Antonio Spurs vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið var sigurorð af Phoenix Suns, 92-107.

Pau Gasol og Kawhi Leonard skoruðu 18 stig hvor fyrir San Antonio sem er í 2. sæti Vesturdeildarinnar.

Anthony Davis leiddi sína menn í New Orleans Pelicans til sigurs á Indiana Pacers. Lokatölur 102-95, New Orleans í vil.

Davis skoraði 35 stig, tók 16 fráköst og varði fimm skot. Jrue Holiday átti einnig góðan leik fyrir New Orleans; skoraði 16 stig, tók sjö fráköst og gaf 14 stoðsendingar.

Úrslitin í nótt:

Golden State 103-90 NY Knicks

Phoenix 92-107 San Antonio

New Orleans 102-95 Indiana

Milwaukee 108-97 Chicago

Denver 132-120 Portland

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×