Daníel: Auðvitað óttast ég um mína stöðu Smári Jökull Jónsson skrifar 15. desember 2016 23:00 Daníel Guðmundsson er þjálfari Njarðvíkur. Daníel Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur var þungur á brún þegar Vísir hitti hann eftir leik í kvöld enda Njarðvík að tapa sínum þriðja leik í röð í Dominos-deildinni. „Ef við horfum á stigatöfluna þá lítur þetta illa út. Varnarleikurinn er lélegur þriðja leikinn í röð hjá okkur. Ég er að endurtaka mig leik eftir leik um sömu atriðin og sama hversu mikið við leikgreinum fyrir leiki þá er varnarleikurinn lélegur. Ég er ekki alveg að átta mig á hvað ég þarf að gera betur til að stimpla þetta inn,“ sagði Daníel þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Njarðvíkingar misstu Þórsara snemma fram úr sér og náðu aldrei að brúa bilið eftir það. Þeir náðu muninum aldrei niður fyrir 10 stig og virtist ákveðið andleysi vera yfir liðinu. „Mér finnst strákarnir alveg vera að leggja sig fram en það er bara ekki nóg. Við erum að rúlla á sjö mönnum og einn af þeim er fertugur. Lykilmenn þurfa hvíld í leiknum sem ég get ekki veitt þeim. Menn voru að reyna að komast aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta en þá svöruðu þeir með þristum.“ Njarðvíkingar sitja í fallsæti yfir hátíðirnar, eitthvað sem menn þar á bæ eru ekki vanir. Daníel sagði það leiðinlegt og viðurkenndi að hann óttaðist um sína stöðu. „Jú, ég geri það. Ég er búinn að tapa þremur leikjum í röð og er þjálfari Njarðvíkur. Auðvitað óttast ég um mína stöðu.“ „En ég horfi bjartsýnn á framhaldið. Staðan núna er hundleiðinleg og ekki það sem ég hafði gert ráð fyrir í upphafi. Meiðsli og sveiflur hvað varðar erlenda leikmenn hafa haft áhrif á liðið. Í janúar, ef allt gengur að óskum, ættum að vera fullmannaðir í fyrsta leik,“ sagði Daníel við Vísi að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
Daníel Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur var þungur á brún þegar Vísir hitti hann eftir leik í kvöld enda Njarðvík að tapa sínum þriðja leik í röð í Dominos-deildinni. „Ef við horfum á stigatöfluna þá lítur þetta illa út. Varnarleikurinn er lélegur þriðja leikinn í röð hjá okkur. Ég er að endurtaka mig leik eftir leik um sömu atriðin og sama hversu mikið við leikgreinum fyrir leiki þá er varnarleikurinn lélegur. Ég er ekki alveg að átta mig á hvað ég þarf að gera betur til að stimpla þetta inn,“ sagði Daníel þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Njarðvíkingar misstu Þórsara snemma fram úr sér og náðu aldrei að brúa bilið eftir það. Þeir náðu muninum aldrei niður fyrir 10 stig og virtist ákveðið andleysi vera yfir liðinu. „Mér finnst strákarnir alveg vera að leggja sig fram en það er bara ekki nóg. Við erum að rúlla á sjö mönnum og einn af þeim er fertugur. Lykilmenn þurfa hvíld í leiknum sem ég get ekki veitt þeim. Menn voru að reyna að komast aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta en þá svöruðu þeir með þristum.“ Njarðvíkingar sitja í fallsæti yfir hátíðirnar, eitthvað sem menn þar á bæ eru ekki vanir. Daníel sagði það leiðinlegt og viðurkenndi að hann óttaðist um sína stöðu. „Jú, ég geri það. Ég er búinn að tapa þremur leikjum í röð og er þjálfari Njarðvíkur. Auðvitað óttast ég um mína stöðu.“ „En ég horfi bjartsýnn á framhaldið. Staðan núna er hundleiðinleg og ekki það sem ég hafði gert ráð fyrir í upphafi. Meiðsli og sveiflur hvað varðar erlenda leikmenn hafa haft áhrif á liðið. Í janúar, ef allt gengur að óskum, ættum að vera fullmannaðir í fyrsta leik,“ sagði Daníel við Vísi að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira