Lögreglan minnkar eftirlit við Gullna hringinn Benedikt Bóas skrifar 16. desember 2016 07:00 Gullfoss í Klakaböndum með ferðamenn sér við hlið. Vísir/GVA „Við teljum að við þessar aðstæður sé ekki rétt að draga úr eftirliti á meðan ferðamönnum er enn að fjölga,“ segir Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, en fjármagn til að sinna eftirliti við Gullna hringinn, í Öræfum, á hálendinu og í uppsveitum Árnessýslu var ekki á fjárlögum. „Það segir sig sjálft að það mun draga úr getu okkar að sinna eftirliti á þessum stöðum,“ bætir hann við. Hann er þó bjartsýnn á að fjármagnið muni skila sér en það var metið á ársgrundvelli 102 milljónir króna. Lögregluumdæmi Suðurlands er gríðarlega stórt og víðfeðmt. Nær frá Höfn í Hornafirði í austri að Hveragerði. Þar eru flestar af náttúruperlum landsins og flestir ferðamenn sem koma hingað keyra um umdæmið. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu komu 132 þúsund ferðamenn hingað til lands í nóvember en þeir voru 21 þúsund í sama mánuði árið 2010. Um 55 prósent sögðu í könnun ráðsins í september hafa farið að skoða perlur Suðurlands. Kjartan segir að 36 lögreglumenn séu fastráðnir hjá lögregluembættinu og tveir í sértæku umferðareftirliti en betur má ef duga skal. „Við gerum okkur von um að þetta fjármagn komi til baka - verður maður ekki að vera bjartsýnn,“ segir lögreglustjórinn. Bæjarráð Hornafjarðar skoraði á Alþingi að setja aukið fjármagn til lögreglustjóraembættisins á fundi sínum á mánudag og sveitarstjórn Rangárþings eystra lýsti yfir vonbrigðum með fjárlögin. „Til grundvallar þessum fjárheimildum frá fyrra ári lá vönduð undirbúningsvinna m.t.t. fjölgunar ferðamanna og verulega aukinnar umferðar. Þegar litið er til aukinnar umferðar og fjölgunar slysa er þessi niðurstaða með öllu óásættanleg enda skerðist verulega hvort tveggja, öryggi íbúa umdæmisins og annarra vegfarenda,“ segir í ályktun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
„Við teljum að við þessar aðstæður sé ekki rétt að draga úr eftirliti á meðan ferðamönnum er enn að fjölga,“ segir Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, en fjármagn til að sinna eftirliti við Gullna hringinn, í Öræfum, á hálendinu og í uppsveitum Árnessýslu var ekki á fjárlögum. „Það segir sig sjálft að það mun draga úr getu okkar að sinna eftirliti á þessum stöðum,“ bætir hann við. Hann er þó bjartsýnn á að fjármagnið muni skila sér en það var metið á ársgrundvelli 102 milljónir króna. Lögregluumdæmi Suðurlands er gríðarlega stórt og víðfeðmt. Nær frá Höfn í Hornafirði í austri að Hveragerði. Þar eru flestar af náttúruperlum landsins og flestir ferðamenn sem koma hingað keyra um umdæmið. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu komu 132 þúsund ferðamenn hingað til lands í nóvember en þeir voru 21 þúsund í sama mánuði árið 2010. Um 55 prósent sögðu í könnun ráðsins í september hafa farið að skoða perlur Suðurlands. Kjartan segir að 36 lögreglumenn séu fastráðnir hjá lögregluembættinu og tveir í sértæku umferðareftirliti en betur má ef duga skal. „Við gerum okkur von um að þetta fjármagn komi til baka - verður maður ekki að vera bjartsýnn,“ segir lögreglustjórinn. Bæjarráð Hornafjarðar skoraði á Alþingi að setja aukið fjármagn til lögreglustjóraembættisins á fundi sínum á mánudag og sveitarstjórn Rangárþings eystra lýsti yfir vonbrigðum með fjárlögin. „Til grundvallar þessum fjárheimildum frá fyrra ári lá vönduð undirbúningsvinna m.t.t. fjölgunar ferðamanna og verulega aukinnar umferðar. Þegar litið er til aukinnar umferðar og fjölgunar slysa er þessi niðurstaða með öllu óásættanleg enda skerðist verulega hvort tveggja, öryggi íbúa umdæmisins og annarra vegfarenda,“ segir í ályktun.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira