Námsárangur fór fram úr villtustu væntingum Snærós Sindradóttir skrifar 14. desember 2016 07:00 Börn í Reykjanesbæ standa mun betur að vígi en áður. Þrír af skólunum sex eru á topplistanum eftir samræmdu prófin í ár. „Við vildum sanna að þó menntunarstig sé ekki endilega það hæsta á landinu og félagsleg staða allra ekki svo góð þá þarf það ekki að þýða að við getum ekki staðið okkur í skólanum. Við erum búin að sanna það,“ segir Gyða Margrét Arnmundsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjanesbæ. Grunnskólanemar bæjarins hafa tekið miklum framförum á fáum árum. Árangurinn má sjá svart á hvítu í nýútkominni PISA-könnun og niðurstöðum samræmdra prófa. Ráðist var í átak í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar árið 2011 til að bæta námsárangur skólanna. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær nýtti bærinn sér niðurstöður samræmdra prófa til að fara í naflaskoðun um skólahald bæjarins. Niðurstöður samræmdra prófa eru settar fram á kvarða þar sem landsmeðaltal er á bilinu 29 til 31. Fái skóli meðaltal einkunna fyrir neðan 28 þykir það slæm niðurstaða fyrir skólann. Niðurstöður yfir 32 þykja sérstaklega góðar. Sem dæmi um árangur einstakra skóla í Reykjanesbæ má nefna Akurskóla sem skoraði afleita einkunn, 21,5 hjá sjöunda bekk í íslensku árið 2006. Í ár fékk skólinn aftur á móti 29,5 og náði þá landsmeðaltali. Annað gott dæmi er sjöundi bekkur Holtaskóla. Árið 2006 náðu nemendur einkunninni 25,9 í stærðfræði sem er slök einkunn. Tíu árum síðar, árið 2016, er einkunnin 35,2 sem er einstaklega góður árangur. „Við tókum okkur saman árið 2011 og breyttum vinnulagi í skólunum með utanumhaldi og ráðgjöf bæði í íslensku og stærðfræði. Þá var gerð samfélagsleg samþykkt um að við ætluðum að bæta námsárangur. Þegar við breyttum verklaginu og settum inn markviss skimunarpróf byrjaði það strax að skila sér í niðurstöðum samræmdra prófa,“ segir Gyða Margrét. Samkomulagið gilti á milli stjórnmálamannanna, forstöðumanna skólanna, nemenda og foreldra. „Við vorum með mottóið að við værum öll í sama liði. Skólarnir deildu svo því sem þeir voru að gera vel og sýndu allar mælingar. Þeir deildu sínum aðferðum sem fór að skila sér í þeim skólum sem voru lakari.“ Skimunarpróf voru markvisst lögð fyrir nemendur svo sjá mætti hverjir þyrftu að bæta sig. Brugðist var við vanda einstakra nemenda þegar þurfa þótti. Fundað var með öllum kennurum bæjarins og sérstakir kennsluráðgjafar á bæjarskrifstofunni voru kennurum til halds og trausts. Þá náði verkefnið alla leið niður í leikskóla bæjarins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir átaksverkefnið ekki hafa kostað mikið. „Ég hef ekki orðið var við að þetta hafi kostað eina einustu krónu. Þetta var bara spurning um verklag og hvernig menn nýttu tímann. Það segir einhvers staðar að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og þarna tókst að stilla saman strengi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
„Við vildum sanna að þó menntunarstig sé ekki endilega það hæsta á landinu og félagsleg staða allra ekki svo góð þá þarf það ekki að þýða að við getum ekki staðið okkur í skólanum. Við erum búin að sanna það,“ segir Gyða Margrét Arnmundsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjanesbæ. Grunnskólanemar bæjarins hafa tekið miklum framförum á fáum árum. Árangurinn má sjá svart á hvítu í nýútkominni PISA-könnun og niðurstöðum samræmdra prófa. Ráðist var í átak í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar árið 2011 til að bæta námsárangur skólanna. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær nýtti bærinn sér niðurstöður samræmdra prófa til að fara í naflaskoðun um skólahald bæjarins. Niðurstöður samræmdra prófa eru settar fram á kvarða þar sem landsmeðaltal er á bilinu 29 til 31. Fái skóli meðaltal einkunna fyrir neðan 28 þykir það slæm niðurstaða fyrir skólann. Niðurstöður yfir 32 þykja sérstaklega góðar. Sem dæmi um árangur einstakra skóla í Reykjanesbæ má nefna Akurskóla sem skoraði afleita einkunn, 21,5 hjá sjöunda bekk í íslensku árið 2006. Í ár fékk skólinn aftur á móti 29,5 og náði þá landsmeðaltali. Annað gott dæmi er sjöundi bekkur Holtaskóla. Árið 2006 náðu nemendur einkunninni 25,9 í stærðfræði sem er slök einkunn. Tíu árum síðar, árið 2016, er einkunnin 35,2 sem er einstaklega góður árangur. „Við tókum okkur saman árið 2011 og breyttum vinnulagi í skólunum með utanumhaldi og ráðgjöf bæði í íslensku og stærðfræði. Þá var gerð samfélagsleg samþykkt um að við ætluðum að bæta námsárangur. Þegar við breyttum verklaginu og settum inn markviss skimunarpróf byrjaði það strax að skila sér í niðurstöðum samræmdra prófa,“ segir Gyða Margrét. Samkomulagið gilti á milli stjórnmálamannanna, forstöðumanna skólanna, nemenda og foreldra. „Við vorum með mottóið að við værum öll í sama liði. Skólarnir deildu svo því sem þeir voru að gera vel og sýndu allar mælingar. Þeir deildu sínum aðferðum sem fór að skila sér í þeim skólum sem voru lakari.“ Skimunarpróf voru markvisst lögð fyrir nemendur svo sjá mætti hverjir þyrftu að bæta sig. Brugðist var við vanda einstakra nemenda þegar þurfa þótti. Fundað var með öllum kennurum bæjarins og sérstakir kennsluráðgjafar á bæjarskrifstofunni voru kennurum til halds og trausts. Þá náði verkefnið alla leið niður í leikskóla bæjarins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir átaksverkefnið ekki hafa kostað mikið. „Ég hef ekki orðið var við að þetta hafi kostað eina einustu krónu. Þetta var bara spurning um verklag og hvernig menn nýttu tímann. Það segir einhvers staðar að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og þarna tókst að stilla saman strengi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent