Trump kærir sig ekki um að kínversk stjórnvöld segi sér fyrir verkum Anton Egilsson skrifar 11. desember 2016 23:13 Donald Trump tekur við völdum í Hvíta húsinu þann 20. janúar næstkomandi. Vísir/AFP Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, segist ekki vita afhverju Bandaríkin þurfi að halda sig við „Eitt Kína“-stefnuna sem tekin var upp árið 1972. Þá segist hann ekki vilja láta kínversk stjórnvöld segja sér fyrir verkum. CNN greinir frá. „Ég skil fullvel „Eitt Kína“-stefnuna en ég veit ekki afhverju við ættum að vera bundin við hana” sagði Trump í viðtali á Fox News í kvöld. Þessi ummæli lætur Trump falla stuttu eftir að umdeilt símtal hans og Tsai Ing-wen, forseta Taívans, fór fram en kínverskum stjórnvöldum mislíkaði símtalið mjög. Var það í fyrsta sinn sem forseti eða verðandi forseti Bandaríkjanna ræddi beint við leiðtoga Taívan frá árinu 1979. Kínversk stjórnvöld sendu bandarískum yfirvöldum í kjölfarið formlega kvörtun þar sem farið var þess á leit að Bandaríkin héldu sig við stefnu sína í málefnum ríkjanna, sem gengur undir nafninu „Eitt Kína.“ Kína viðurkennir ekki sjálfstæði eyríkisins Taívan og samkvæmt „Eitt Kína.“ stefnunni hafa Bandaríkin gengist við því sama. Trump segist þá ekki skilja hvernig önnur þjóð geti sagt að hann megi ekki taka símtal. Vísar hann þar í símtalið milli hans og forseta Taívans. „Ég vil ekki að Kínversk stjórnvöld stjórni mér, Þetta símtal kom til mín, það var stutt en mjög almennilegt. Afhverju ætti önnur þjóð að geta sagt að ég megi ekki taka símtal?” Donald Trump Tengdar fréttir Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07 Trump ræddi við forseta Taívan og Kínverjar munu tjúllast Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið verulega hnekki á undanförnum mánuðum vegna deilna í Suður-Kínahafi. 2. desember 2016 23:32 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, segist ekki vita afhverju Bandaríkin þurfi að halda sig við „Eitt Kína“-stefnuna sem tekin var upp árið 1972. Þá segist hann ekki vilja láta kínversk stjórnvöld segja sér fyrir verkum. CNN greinir frá. „Ég skil fullvel „Eitt Kína“-stefnuna en ég veit ekki afhverju við ættum að vera bundin við hana” sagði Trump í viðtali á Fox News í kvöld. Þessi ummæli lætur Trump falla stuttu eftir að umdeilt símtal hans og Tsai Ing-wen, forseta Taívans, fór fram en kínverskum stjórnvöldum mislíkaði símtalið mjög. Var það í fyrsta sinn sem forseti eða verðandi forseti Bandaríkjanna ræddi beint við leiðtoga Taívan frá árinu 1979. Kínversk stjórnvöld sendu bandarískum yfirvöldum í kjölfarið formlega kvörtun þar sem farið var þess á leit að Bandaríkin héldu sig við stefnu sína í málefnum ríkjanna, sem gengur undir nafninu „Eitt Kína.“ Kína viðurkennir ekki sjálfstæði eyríkisins Taívan og samkvæmt „Eitt Kína.“ stefnunni hafa Bandaríkin gengist við því sama. Trump segist þá ekki skilja hvernig önnur þjóð geti sagt að hann megi ekki taka símtal. Vísar hann þar í símtalið milli hans og forseta Taívans. „Ég vil ekki að Kínversk stjórnvöld stjórni mér, Þetta símtal kom til mín, það var stutt en mjög almennilegt. Afhverju ætti önnur þjóð að geta sagt að ég megi ekki taka símtal?”
Donald Trump Tengdar fréttir Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07 Trump ræddi við forseta Taívan og Kínverjar munu tjúllast Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið verulega hnekki á undanförnum mánuðum vegna deilna í Suður-Kínahafi. 2. desember 2016 23:32 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Sjá meira
Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07
Trump ræddi við forseta Taívan og Kínverjar munu tjúllast Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið verulega hnekki á undanförnum mánuðum vegna deilna í Suður-Kínahafi. 2. desember 2016 23:32