Fjárlög taka ekki mið af þörf þeirra sem þurfa að taka lyf 10. desember 2016 07:15 Fjárlög Bjarna Benediktssonar eru veruleg vonbrigði og koma á óvart að mati Jakobs Fals Garðarssonar, framkvæmdastjóra Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á íslandi. Hann segir fjárlög ekki setja nægjanlegt fjármagn í lyfjakaup og að sú upphæð sem eigi að verja í málaflokkinn dugi skammt. „Þessi fjárlög koma mjög á óvart. Það er athyglisvert að undanfarin ár hafa framlög til lyfjamála ekki endurspeglað þá þörf sem við búum við,“ segir Jakob Falur.Þrátt fyrir að fjármagn fyrir nýjum lyfjum hafi ekki enst nema fram í miðjan september samþykkti ríkisstjórnin samt sem áður á fundi í febrúar að tryggja rúma tvo milljarða aukalega til lyfjakaupa. Fréttablaðið/Vilhelm„Ár eftir ár hafa Sjúkratryggingar Íslands farið fram úr fjárlögum og þurfa að fá aukafjármagn með fjáraukalögum. Þetta segir okkur að áætlanagerð fjármálaráðuneytisins er broguð.“ Þann 20. september síðastliðinn var sagt frá því á forsíðu Fréttablaðsins að fjármagn til kaupa á nýjum sjúkrahúslyfjum væri uppurið. Guðrún Gylfadóttir sagði í viðtali við Fréttablaðið að svo væri en bætti við að samt sem áður hefði mikill fjöldi nýrra lyfja verið samþykktur á árinu og lyfjum forgangsraðað. Mikil og ör þróun er í lyfjum, svo sem í krabbameins- og gigtarlyfjum. Þessi lyf eru hins vegar afar kostnaðarsöm fyrir hið opinbera. Á Vesturlöndum hefur þessi málaflokkur vaxið gífurlega og miklum fjármunum árlega varið í lyf. Þrátt fyrir að fjármagn fyrir nýjum lyfjum hafi ekki enst nema fram í miðjan september samþykkti ríkisstjórnin samt sem áður á fundi í febrúar að tryggja rúma tvo milljarða aukalega til lyfjakaupa. Fór því heildarfé í lyfjakaup úr sex milljörðum í átta milljarða.Að mati Jakobs Fals er sama uppi á teningnum á næsta ári ef ekkert verður að gert. „Tal stjórnarmanna um að koma til móts við heilbrigðiskerfið með þeim hætti að fjármagna íslenskt heilbrigðiskerfi að fullu stenst ekki. Fjárlögin taka alls ekki mið af raunverulegri þörf í lyfjamálum og því munum við sjá sama ástandið á næsta ári eins og við höfum verið að sjá síðustu ár,“ segir Jakob Falur. Gerður Gröndal, lyf- og gigtarlæknir, og Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala, reifuðu áhyggjur sínar um málefni sjúkrahúslyfja í ritstjórnargrein Læknablaðsins í október í fyrra. Sögðu þau áhyggjuefni ef lyfjameðferð sjúklinga með alvarlega sjúkdóma næði ekki að vera sambærileg þeirri sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Fjárlagafrumvarp 2017 Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Fjárlög Bjarna Benediktssonar eru veruleg vonbrigði og koma á óvart að mati Jakobs Fals Garðarssonar, framkvæmdastjóra Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á íslandi. Hann segir fjárlög ekki setja nægjanlegt fjármagn í lyfjakaup og að sú upphæð sem eigi að verja í málaflokkinn dugi skammt. „Þessi fjárlög koma mjög á óvart. Það er athyglisvert að undanfarin ár hafa framlög til lyfjamála ekki endurspeglað þá þörf sem við búum við,“ segir Jakob Falur.Þrátt fyrir að fjármagn fyrir nýjum lyfjum hafi ekki enst nema fram í miðjan september samþykkti ríkisstjórnin samt sem áður á fundi í febrúar að tryggja rúma tvo milljarða aukalega til lyfjakaupa. Fréttablaðið/Vilhelm„Ár eftir ár hafa Sjúkratryggingar Íslands farið fram úr fjárlögum og þurfa að fá aukafjármagn með fjáraukalögum. Þetta segir okkur að áætlanagerð fjármálaráðuneytisins er broguð.“ Þann 20. september síðastliðinn var sagt frá því á forsíðu Fréttablaðsins að fjármagn til kaupa á nýjum sjúkrahúslyfjum væri uppurið. Guðrún Gylfadóttir sagði í viðtali við Fréttablaðið að svo væri en bætti við að samt sem áður hefði mikill fjöldi nýrra lyfja verið samþykktur á árinu og lyfjum forgangsraðað. Mikil og ör þróun er í lyfjum, svo sem í krabbameins- og gigtarlyfjum. Þessi lyf eru hins vegar afar kostnaðarsöm fyrir hið opinbera. Á Vesturlöndum hefur þessi málaflokkur vaxið gífurlega og miklum fjármunum árlega varið í lyf. Þrátt fyrir að fjármagn fyrir nýjum lyfjum hafi ekki enst nema fram í miðjan september samþykkti ríkisstjórnin samt sem áður á fundi í febrúar að tryggja rúma tvo milljarða aukalega til lyfjakaupa. Fór því heildarfé í lyfjakaup úr sex milljörðum í átta milljarða.Að mati Jakobs Fals er sama uppi á teningnum á næsta ári ef ekkert verður að gert. „Tal stjórnarmanna um að koma til móts við heilbrigðiskerfið með þeim hætti að fjármagna íslenskt heilbrigðiskerfi að fullu stenst ekki. Fjárlögin taka alls ekki mið af raunverulegri þörf í lyfjamálum og því munum við sjá sama ástandið á næsta ári eins og við höfum verið að sjá síðustu ár,“ segir Jakob Falur. Gerður Gröndal, lyf- og gigtarlæknir, og Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala, reifuðu áhyggjur sínar um málefni sjúkrahúslyfja í ritstjórnargrein Læknablaðsins í október í fyrra. Sögðu þau áhyggjuefni ef lyfjameðferð sjúklinga með alvarlega sjúkdóma næði ekki að vera sambærileg þeirri sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fjárlagafrumvarp 2017 Fjárlög Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira